Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 41
Holi@nzk vaðstigvél fpá Kvensfígvél, karlmanna- stígvél, sióstigvél, drengjastígvél, barna- stígvél. stígvélin eru ódýr og endingargóö HEVEA útsölustaðir um allt land Heildsölubirgðir: ttfa Hverfisgötu 82 — Sími 11788 hefði verið embættismaður, en verið sagt upp starfi. Ég kinkaði kolli og sagði: „Það var og “ eins og greitt væri með því úr öllum vanda. Samkundustjórinn valdi nú f.lóra af mönnum sínum og fékk þeim í hendur jafn margar stangir, til að hengja bekkjar- tjöldin á. En við það rak hann sig á einn mannanna, sem hafði beygt sig svo tjöldin féllu niður. Sem ég stóð undir tjöldunum, datt mér í hug saga af manni, er unnusta hans neyddi til að kvænast sér. Hann bauð til öll- um elskhugum hennar, er hún hafði lagst með áður en þau giftust, til að minna hana á smán sína og hefnast á sjálfum sér, fyrir að hafa fallist á þetta. Hvílík mannskömm og hvað þetta var andstyggileg saga! En ég kunni vel við þennan mann og fannst sagan allgóð. Og með- an rabbíinn var að lesa úr ritn- ingunni, horfði ég á vígsluvott- ana og gerði mér í hugarlund, hvernig konunni hefði liðið, meðan eins stóð á, og svo elsk- hugum hennar. Og þegar konan mín rétti fram höndina svo að ég gæti dregið á hana vígsluhring- inn, og er ég sagði: ,,Nú ert þú mín“, fannst mér ég standa í sporum framangreinds manns. VI. Að hjónavígslu lokinn héld- um við út í sveit og dvöldum þar yfir hveitibrauðsdagana. Ekki skal ég reyna að segja frá öllu, sem fyrir okkur bar í ferð- inni, á stöðinni og í lestinni, né heldur að útmála hvert fjall eða fell, sem við sáum, ellegar minn- ast á allar þær ár og lindir, er buna fram úr bergi og dal, svona eins og skáldin gera, þeg- ar þeim tekst uppi að tala um brúðkaupsferðir. Vitanlega eru til bæði fjöll og fell, fljót og lindir, og víst bar eitt og annað fyrir okkur á leiðinni. En allt er það liðið úr minni mér og vikið fyrir því, sem gerðist fyrstu nóttina. Ef þú ert ekki orðinn þreyttur, skal ég nú segja þér frá því. Við komum til þorps eins og fórum inn í gistihús, er stóð inn- an um akra og garða, fjöll og fljót. Við neyttum kvöldverðar og gengum svo upp í herbergi það er gestgjafinn hafði til- reitt handa okkur, þegar ég símaði til hans. Konan mín lit- aðist um í herberginu og kom auga á rauðar rósir sem stóðu á borðinu. „Hver getur verið svo elsku- legur að fara að senda okkur þessar fallegu rósir?“ sagði ég í spaugi. „Já, hver getur það verið?“ sagði konan mín undrandi, eins og hún væri sannfærð um, að einhver hlyti að bera kennsl á okkur hér, utan gistihússins. „Ég læt þær að minnsta kosti út fyrir“, sagði ég, „því það er ekki hægt að sofa fyrir angan- inni. — Eða ættum við kannski að láta þær vera kyrrar í tilefni dagsins?" „Já, já,“ svaraði Dína og rödd- in var eins og hún heyrði ekki sjálf hvað hún segði. „En viltu ekki lykta af þeim?“ spurði ég. Hún svaraði og sagði: Jú, jú, það vil ég.“ En hún gleymdi því og lyktaði ekki af þeim. Hún gleymdi því, og það var ólíkt Dínu, sem alltaf hafði fullt af blómum kringum sig. Ég minnti hana á að hún væri ekki farin til þess. Hún beygði sig niður að blómunum, og þá sagði ég: „Hvers vegna beygirðu þig svona? Þú getur borið þau upp að andlitinu.“ Hún leit til mín, eins og hún væri að heyra eitt- hvað í fyrsta sinn. Blásvörtu augun dökknuðu og hún mælti í aðfinnslurómi: „Þú tekur vel eftir, vinur minn!“ Ég gaf henni heitan koss og lokaði augunum. „Dína, nú erum við alein“, sagði ég. Hún afklæddi sig með óhóf- legri rósemi og lagaði hár sitt. Meðan hún var að því, settist hún og laut fram yfir borðið. Ég beygði mig áfram til að sjá hvað hún, væri að gera og hví hún kæmi ekki. Þá sá ég að hún var að lesa í litlu sáttmálskveri, sem hvarvetna er að finna í kaþólsk- um þorpum. Hún var við þessa grein: „Bíðið herra yðar og bú- ið yður undir komu hans.“ Ég tók undir höku hennar og sagði: „Nú er herra þinn kom- inn og þú þarft ekki að bíða.“ Svo þrýsti ég vörum mínum var- lega að hennar. Hún leit til mín sorgmæddum augum og lagði sáttmálann frá sér. Ég tók hana í faðm minn, lagði hana í rúmið og skrúfaði niður í lampanum. Blómin ilmuðu og unaðsleg værð færðist yfir mig. Allt í einu heyrðist fótatak í herberginu við hliðina. Ég gaf því engan gaum, því hverju skipti það mig, þótt einhver væri þar inni eða ekki? Ég þekkti hann ekki og hann ekki okkur. Og þótt hann kynni að þekkja okkur, vorum við löglega vígð og kvænt. Ég faðmaði konuna mína af miklum ástarhita, og skemmti mér við hana og vissi að ég átti hana einn. Sem hún nú lá í örmum mín- um, tók ég að hlusta eftir, hvort þetta fótatak færi ekki að hljóðna, og ég heyrði manninn ganga aftur og fram. Það fór að fara í taugarnar og sú hugsun hvarflaði að mér, að þetta væri skrifarinn, sem konan mín hafði kynnst. Hjarta mitt fylltist 42. tbi. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.