Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 52

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 52
hún hafði lagt yfir hnén á sér. — Við því verður ekki gert. Hann verður að finna sér aðra. Það er fullt lil af mönnum af hans tagi. Þessi unga stúlka er allt of gáfuð handa Bill. Hann getur haldið sig við Klöru Lundy eða þessa snarvitlausu Barton- stelpu. — Vesalings Bill, úr því að þú ert þannig stemmd verður þetta ekki létt fyrir hann. Dr. Spencer jók ferðina. Það þýddi ekki að deila við Jessiku um þetta. Julie Hamilton var að hugsa nákvæmlega það sama, þegar hún og Adrienna gengu heim hálftíma seinna. — Hún veit hvað hún vill þessi frú Spencer. Hún er vingjarnleg og umhyggjusöm og meinar vel. Og vill hafa allt eftir sínu höfði. — Það kom greinilega fram eins og hún talaði til Timpsons, ég vorkenndi honum svo sannar- lega. — Það var ekki mikið sem hún sagði eins og það sem hún sagði ekki. Augnaráðið sem hún sendi honum gerði hann bæði stjarfan og mállausan. Julie flissaði. — Ég er ekkert spent fyrir þessu samkvæmi á laugardaginn nöldraði Adrienne. — Og það var ekki mikið gagn að þér. — Það gerði þér bara gott. Ég er alveg sammála Jessiku vin- konu þinni. Þú ert alltof ung til að þér leyfist að gera þig að ein- setukerlingu. — Það er nú töluverður mun- ur á því að vera einsetukerling eins og þú kallar það, eins og að láta smáborgaraskapinn í sveitaþorpinu gleypa þig með húð og hári. Smá sveitaþorp eins og Crompton Abbey hafa svo um- fangsmikið samkvæmislíf og annað þessháttar að ég myndi aldrei fá mínútu fyrir mig sjálfa ef ég fengist til að taka þátt í því öllu. Þú heyrðir hvernig hún krafðist þess að ég yrði með í þessu leikstandi. — Þú getur ekki ákveðið að loka þig úti frá lífinu, sagði Julie. — Er það svo hræðilegt að vilja ekki fara í samkvæmi? — Nei, en þú getur orðið mjög einmana á því og það er á sinn hátt afbrigði af ákafri sjálfselsku. Adrienne rak fram hökuna. — Ég vil nú hafa það þannig. Ég er fuilkomlega hamingjusöm eins og allt er í pottinn búið nú. Julie nam staðar og sagði með áherzlu: — Er það alveg víst, Adrienne. —- Já. Adrienne lét sem hún hefði mikinn áhuga fyrir smala sem reikaði í hæðardragi hin- um megin við dalinn. Ég á allt þetta. Hvers er hægt að óska sér meir? — Nú erum við komnar aftur þangað sem við byrjuðum. Get- urðu virkilega vonast til og trúað að þú getir haldið þér ónæmri fyrir öllum áhrifum eða aðdrátt- arafli utan frá, það sem eftir er ævinnar? Ég er til dæmis að meina möguleikann á því að verða áslfangin aftur. — Mér liefur aldrei fundist ástin sérstaklega róandi. Rödd Adnenne var djúp og titrandi. — Nei, ekki þegar hún er ekki endurgoldin. Julie greip andann á lofti um Jeið. — Fyrirgefðu Adrienne. Þetta var illa sagt. Ég meinti það ekki þaimig. — Ég veit það vel. Adrienne snerti létt við hönd vinkonu sinn- ar. -—- Eigum við ekki að hætta að tala um þetta? Hún benti fram á veg á litla veru sem kom skálmandi eftir þeim á heimreið- inni. — Þarna er maðurinn í mínu lífi. Nú vil ég vita hvernig þér lízt á hann. Julie gerði sér full ljóst að vinkonu hennar létti þegar Jamie nálgaðist. — Hvar hefurðu verið? Ég er búin að leita að þér í næstum allan dag. Það voru djúpar hrukk- ur á enni Jamies. — Við fórum í gönguferð. Ég hélt að þú myndir ekki koma í dag. — Ég kem alltaf á miðviku- dögum. — Ó Jamie, því hafði ég alveg gleymt, hrópaði Adrienne fulli sjálfsásökunar. — Viltu koma með okkur heim og vita hvort Martha á nokkuð eftir af teinu? Hún lagði höndina á handlegg Julie. — Þetta er frú Hamilton. Hún á litla stúlku sem er nokk- urnveginn jafn gömul þér. Hún. kemur kannske í heimsókn í næsta mánuði. Viltu þá koma og leika þér við hana? Jamie hugsaði sig um og skaut fram neðri vörinni. Hann lét brýr' síga. —• Ég leik mér ekki við: stelpur og þar að auki hef ég; margt annað að gera. Adrienne og Julie litu hvor á aðra. — Eins og þú vilt, sagði Adrienne. — En ef þú skyldir hafa tíma aflögu skaltu láta mig vita. Þær skildu hann eftir þar sem hann var að melta þetta með sjálfum sér. Julie leit snöggt um öxl. Jamie fylgdi þeim eftir í hæfilegri fjar- lægð. — Ekki alveg jafn fá- máli eins og faðirinn en á all- an hátt jafn fullur af gamaldags þokka. sagði hún þurrlega. Hann er einmitt af þeirri gerðinni, sem Paddy myndi kolfalla fyrir, en afbrýðissemi getur eyðilagt góða vináttu. — Paddy þín á víst ekki öf- undsýki til. — Ég var ekki að hugsa um Paddy. Julie gekk þvert yfir for- salinn og lagði kápuna frá sér á sófabekkinn. — Þessi litli Sir Lancelot er heimaríkari en al- mennt gerist. Það getur vel verið að hann hafi ekki mikinn áhuga á kvenfólki yfirleitt, en þú ert í miklum metum hjá honum. Adrienne hristi höfuðið og leit út um gluggann. Hún kom auga á Jamie á fleygiferð fyrir hús- hornið. — Hann er óöruggur, það er það sem er að honum. Honum finnst gott að vera hér, en það er húsið og umhverfið sem laðar. Slíkur staður er óvenjulegur, en þegar hann er ekki eins nýr og spennandi lengur snýr hann á- reiðanlega aftur til sinna litlu vina. Julie sneri sér við þegar hún var komin hálfa leið upp stigann. — Þú átt mikið ólært um börn. Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér hvort hann liafi komið í heimsóknir hér í húsið, áður en þú komst? Þú .ættir að umgangast unga herr- ann varlega, það er auðvelt að] særa hann. — Á þessum aldri ræð ég viðl Þá. Julie brosti breitt. —r Ertu svol viss um það. Hann er að fullu og öllu karlkyns. Einmitt í þessari andrá kom Jamie inn úr eldhúsinu. Sam- band hans við Mörthu Hart hafði batnað þessa síðustu daga, það hafði að minnsta kosti batnað svo að Martha henti honum ekki út um leið og hann sýndi sig. Þetta breytta ástand kom meðal annars fram í þykkri brauðsam- loku, sem hann hélt í hendinni, í hinni hendinni var hann með stóra krukku af límonaði svo hann varð að loka hurðinni með fætinum. — Ég gerði þetta voða var- lega til að skrapa ekki málning- una. Svo leit hann á hurðina aftur: — Timbrið leiðrétti hann sig: -— Við höfum málaðar hurð- ir heima hjá okkur. Svo tók hann stefnu á sófann. Julie hallaði sér yfir stigahand- riðið. — Ef þú missir þessa sam- loku niður á fótinn á þér verð- urðu haltur það sem eftir er æf- innar. Jamie sendi henni fyrirlitlegt augnaráð. — Það er langt síðan ég hef fengið nokkuð að borða. En þið hafið auðvitað borðað mikið af brauði og kökum þegar þið drukkuð teið á Broadway. — Já, ég skal passa á mér munninn næst, sagði Julie og hvai'f brosandi inn í herbergið sitt. 6. — Hvernig vissirðu að við vor- um í Broadway? Adrienne settist í sófann hinum megin. — Frú Hart sagði að þið hefð- uð farið í göngutúr. Hún sagði.. . Það kom kúla á vinstri kinn Jamies um leið og sú hægri tók á sig eðlilegt lag aftur. — Hún sagði að þið hefðuð gengið í átt- ina til Snowshill og mér datt þá í hug að þið hefðuð farið til Broadway. Ég beið hér, því ég hafði nokkuð sérstakt að spyrja þig um. Adrienne beið þolinmóð þar til hann var búinn með brauðsneið- ina. Henni sýndist heppilegt að gefa honum tíma til að hugsa sig um. — Það er ungfrá Rankin, sem sagði það, byrjaði hann um leið og hann bar krúsina að vörun- um. — Ungfrú Rankin er kennslu- konan þín er það ekki? Hann kinkaði kolli. Henni finnst að pabbi ætti að hjálpa mér með heimaverkefnin. Finnst þér það líka? Jamie horfði spenntur á hana. — Hann er ósköp góður að reikna, en hann hefur víst ekki mikinn tíma af- lögu. Hann hefur alltaf fullt að gera í herberginu sínu, þegar ég á að lesa heima. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N ö A . HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Þafl cr alltaf saml lclWurinn í hcnnl Ynd- isfrifl okkar. Hún hefur falifl örkina hans Nóa einhvers staflar I blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem ffetur fundið örkina. Verfllaunin eru stór 'kon- fektkassi, fuliur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auflvltað Sælgætisgerfl- in Nól. Helmlli Örkln er 1 bls Síflast er dregifl var hlaut verfllaunin: Guðbjörg Sigurz, Linðarbraut 12. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. «2. 56 VIKAN 42- tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.