Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 19
Jónas Jónsson. klæddir rauðum, hálfsíðum kyrtlum með hvítu blómamynstri og minntu einna helzt á prinsa í austurlenzku ævintýri. Þennan litauðuga fatnað fengu þeir í Carnaby Street í London. Mesta athygli vp.kti þó, að allar stúlkur fengu að gjöf rauða rós Sigurjón Sighvatsson. til að setja í barminn eða hárið. Ánægjan skein út úr hverju andliti, og kunnu gestir vel að meta þetta óvænta framtak, sem skapaði mjög notalega og skemmtilega stemmningu. Eins og við höfum áður sagt frá, er hljómsveitin Flowers skipuð liðsmönn- Arnar Sigurbjörnsson. um úr þremur hljómsveitum, sem nú eru liðnar und- ir lok: Dátum, Toxic og Mods. Virðist þetta sam- krull ætla að gefa góða raun enda engin furða, þar sem hér eru góðir spilarar á ferðum — meö Karl Sighvatsson og Jónas Jónsson í broddi fylkingar. Ólafur Gaukur hefur nú fengið tvo vin- sæla hljómlistarmenn af yngri kynslóðinni í hljómsveit sína: Rúnar Gunnarsson og Pál Valgeirsson. Rúnar lék áður með Dátum, eins og kunnugt er, og var aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar og lék á gítar. Hann mun nú leika á bassa með hljómsveit Óiafs Gauks. Páll Valgeirsson mun setjast við trommurn- ar í hljómsveil Ólafs. Páll lék með Tempó fyrir einu ári, og vakti þá athygli fyrir góð- an leik. Við munum segja nánar frá hinni nýju hljómsveit Ólafs, áður en langt um líð- Hjónin John og Michelle Phillips í Mamas og Papas. Hann seinur lögin fyrir McKenzie. ur. Scott McKenzie. Blíi. frilir. kirleikir Scott McKenzie heitir 25 ára Bandaríkja- maður, fæddur og uppalinn í Virginíu á vesturströnd Bandaríkjanna. Hann hefur verið nefndur hinn ókrýndi konungur þeirr- ar litauðugu hjarðar, sem á ensku máli er kölluð „Flowe,r-Power-Hippies“. Við skulum bara kalla þá bíómatöffara. Því að nú eru það blóm, sem blakta. Blóm, kærleikur, friður. „E'ska skaltu granna þína“ er kjörorðið. Téður Scott McKenzie var öldungis óþekkt- ur, þegar hann sendi frá sér hljómplötu með laginu „San Fransisco“. Lagið er í anda blómastefnunnar, og það hefur orðið til að auka hróður hennar um allan helming. Á öndverðu þessu ári tólc Scott að láta að sér kveða í heimahögum — San Fransisco — og á mikilli „pop“ hátíð, sem haldin var í Mon- terrey nú í sumar, óx vegur hans að mun. Á þessa hátíð snjóaði „pop“ fólki hvaðan- æva að; þarna voru Bítlar og Rollingar og flciri persónuleikabreiðmenni af sama sauða- húsi. Allir töluðu um Scott McKenzie. Það var skömmu eftir þessa hátíð, að lag- ið San Fransisco tók að heyrast um allar jarðir. Scott samdi lagið sjálfur í kompaníi við John Phillips, þann er syngur með Mam- as og Papas. Þeir félagarnir munu ekki láta hér við sitja. Þeir eru nú að se.tja saman 12 lög, sem Scott mun syngja á plötu, og verða öll lögin í sama stíl og San Fransisco: um b'óm, frið, kærleika. Yfir allri þessari manngæzku hvílir þó dökkur skuggi. Fólk hefur tilhneigingu til að blanda eiturlyfjum í málið, og ljótar tungur segja, að hinar fögru blómavísur séu ekki annað en innantómt þrugl blómatöffara í eiturlyfjavímu. Scott er óliress yfir svona áburði, sem hann kveður staðlausa stafi og fleipur fávísra kvenna. Hvað sem þessu líð- ur er það, þó gleðiefni, að boðskapur kær- leika og friðar skuli nú liljóma úr hverjum glymskratta í henni veröld. Auðvitað er slík- ur boðskapur engin ný bóla, en hvursu mik- ill máttur lians er í reynd — ja, það er önn- ur saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.