Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 49
Adrienne fann hitann streyma fram í kinnarnar. Læknirinn hló lágt og kom henni til hjálpar. Hann krosslagði hendumar yfir stólbakið og hélt áfram að mala. — Bill langar að tala við yður. Þegar ég hitti Sam Crustworthy í síðustu viku trúði hann mér fyrir því að þér hefðuð í hyggju að verða yður úti um hund. Góð hugmynd. Það kemur yður út undir bert loft. Jæja, Bill er maðurinn sem bezt getur hjálp að yður. Hann þekkir hundana hér í kring og getur gefið yður upplýsingar um heppilega hvolpa. — Ég hef ekki alveg ákveðið mig ennþá, en ég held að það sé kannske eins gott fyrir mig að bíða þangað til seinna á ár inu, áður en ég... . — Það er ljómandi kyngóður hópur af veiðihundahvolpum í Wildstone Park, einmitt núna, greip Timpson fram í með ákefð í andlitinu. Þrátt fyrir tortryggni sína gat Adrienne ekki á sér set- ið að brosa til hans. Hann gat verið rúmlega þrítugur og bláu augun, kringlótt og skýr, eins og hnappar, skinu af áhuga og ein- lægni. Sennilega hafði ljósbrúnt hár hans í upphafi dagsins verið vandlega greitt, en vatnsgolan hafði feykt því öllu saman. Nú stóð það út í allar áttir og hann leit út svipað sem hann hlaut að hafa gert í skóla. Ég veit ekki LILfJU LILfJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð hvers konar hund þér hafið hugs- að yður, en þessir veiðihundar eru góðar skepnur og munu gæta staðarins vel. — Crompton Abbey eða Drum- beat? hún brosti stríðnislega. — Er það ekki eitt og hið sama? Það var eins og gáðlegt andlit Timpsons skiptist í tvennt þegar hann brosti. — Látið yður ekki detta í hug að ég fái nein umboðslaun, en ég get ábyrgzt hund frá Wilton. — Ég skal hugsa um það, sagði Adrienne. ■— Þegar ég hef ákveð- ið mig skal ég hringja í yður undir eins. Það verður kannske seinna í þessari viku. Ef ég vel mér veiðihund gætuð þér kann- ske komið því í kring að ég fengi að sjá hvolpana. — Auðveldlega. Timpson rétti úr sér og lyfti bjórglasinu. — Má ég bjóða dömunum annan drykk? — Það er of seint, Billy minn. Dr. Spencer borgaði Hackett fyr- ir aðra umferð og veifaði gerð- arlegri, miðaldra konu sem var að koma inn í barinn. — Komdu hingað væna mín. — Þú verður að heilsa konunni, ungfrú Blair. Þegar kynningunni var lokið settist sú nýkomna við hliðina á Adrienne og pantaði koníak og sóda. Hún lét sem hún sæi ekki andúðarsvipinn sem mað- ur hennar gerði sér upp. — Það var einmitt þér sem ég þurfti að hitta, ungfrú Blair. Ég ætla að hafa ofurlítið samkvæmi á laug ardaginn kemur og ég vil hafa yður með, — og frú Hamilton líka, að sjálfsögðu. Hjartað seig í Adrienne. — Julie fer á föstudaginn og ég hef ekki tekið þátt í miklu sam- kvæmislífi upp á síðkastið. — í sannleika sagt er ég.... — Einmitt þessvegna neita ég að viðurkenna nei fyrir svar. — Þér eruð allt of ung og aðlað- andi til að loka yður inni í þess- um gamla hjalli og það er kom- ið mál til að þér kynnist fólk- inu hér. Þetta er ekkert venju- legt, leiðinlegt sveitaþorp, það get ég fullvissað yður um. Ég skal ábyrgjast persónulega að yður kemur ekki til með að leið- ast. Það er dansað á hverjum laugardegi í klúbbnum og þang- að höfum við svo hugsað okkur að fara seinna um kvöldið. Frú Spencer klappaði Arienne á hnéð. -— Þér hafið bara gott af þvi að skreppa út og hitta ná- búana. Eruð þér ekki sammála, frú Hamilton? — Svo sannarlega, svaraði Jul- ie með frekju sem fór í taugarn- ar á Adrienne. — Þarna heyrið þér bara. Frú Spencer setti upp svip eins og hún hefði rétt í þessu uppgötv- að úraníumæð í garðinum hjá sér. — Klukkan sjö í kokkteil. Adrienne leit upp óhamingju- sömum augum og mætti augna- ráði Marlins Westburys. Það fór ekki milli mála að hann hafði heyrt þetta allt. Hún dró andann djúpt og gerði nýja tilraun. -— Það er mjög elskulegt af yður, frú Spencer, en ég hef varla kom- ið neinu í lag síðan ég kom, kannske seinna þegar.... Frú Spencer lyfti hendinni í áttina að barnum. ■— Martin — þú sækir ungfrú Blair og ég geri þig persónulega ábyrgan fyr- ir velferð hennar það kvöldið. Ég hef heitið henni því að hún skuli skemmta sér og þú átt að sjá um að hún geri það. Hún dæsti ánægjulega. Ég er svo feg- in nð þér skulið geta komið. Martin Westbury var greini- lega vanur þessari einkennilegu framkomu frú Spencer. — Með ánægju. Af röddinni að dæma var hann engu spenntari en hann leit út fyrir að vera. — Myndi klukkan hálf sjö henta? Það var komið fram á varirnar á Adrienne að segja að hún gæti vel komið sér heim til Spencer- hjónanna, en sá í tæka tíð að hrifningarskortur hans var tæp- lega nægileg ástæða til að sýna beina ókurteisi, engu að síður sendi hún Martin Westbury and- úðaraugnaráð. Bill Timpson tók eftir því. — Ég skal gjarnan sækja ung- frú Blair, Jessika. Ef Martin er sama. Frú Spencer sagði ekkert, en augnaráðið sem hún sendi Timp- son talaði skýrar en nokkur orð, álit hennar á tilboði hans. Hann steinþagnaði og togaði í eyma- snepilinn á sér. — Ég lofaði víst annars að sækja Klöru, muldraði hann um síðir. — En ég get ekið framhjá Drumbeat. — Þú þarft ekki að gera þér það ómak, fnæsti frú Spencer. — Martin er einn og það er miklu betur viðeigandi að hann aki ungfrú Blair. Hún dró djúpt and- ann, næstum eins og það væri fáheyrt að nokkur setti sig upp á móti því sem hún hafði ákveð- ið. Martin Westbury tæmdi glas- ið og renndi sér niður af stóln- um. — Jæja, við sjáumst þá, ungfrú Blair. Það er komið mál til að ég flýti mér heim að vinna. Hann klappaði á öxlina á lækn- inum. — Ég lít inn á morgun, Ian. Góða nótt öll sömun. Jessika Spencer horfði á eftir honum þegar hann fór. — Yður á eftir að líka vel við Martin, þegar þér hafið kynnst honum, sagði hún við Adrienne. — Það þarf einhvern til að hrista ofur- lítið upp í honum og koma hon- um til að gleyma sjálfum sér endrum og eins. — Og ég ætla ekki að taka þann starfa að mér, sagði Adri- enne með sjálfri sér. Upphátt muldraði hún einhver innantóm orð og svo héldu samræðurnar áfram. Þær snerust að þessu sinni um fyrirhugsaða leikhúsupp- færslu í ráðhúsinu. Svo stóðu Spencerhjónin upp. Adrienne hafði orðið ennþá fýldari ef hún hefði heyrt það sem læknirinn sagði við konuna sína á leiðinni beim. — Nú ertu kömin í embætti skipuleggjarans aftur Jessika. Hversvegna í ósköpunum geturðu ekki látið fólk um það sjálft hvort það vill blanda geði við hvort annað eða ekki? — Vegna þess að það myndi ekkert gera ef það væri látið um það sjálft. Þessi unga dama og Martin Westþury eru eins og sköpuð hvort handa öðru. Læknirinn hnussaði: — Ég get ekki sagt að ég hafi fengið þá tilfinningu. Ungfrú Blair virtist ekki beinlínis stórhrifin af uppá- stungu þinni og Martin sveif ekki til skýjanna af þeirri tilhugsun að vera herra hennar allt kvöldið. Jessika brosti ánægjulega með sjálfri sér. — Það slær ekki ryki í augu mín eitt andartak, en þú ert nú líka karlmaður og það er ekki hægt að ætlast til að þú skiljir þesskonar.... og Martin gerir það ekki heldur. En bíddu bara. Tíminn og ofurlítill stuðn- ingur við og við á réttum tíma gerir sitt gagn. Maður hennar hafði enn sínar efasemdir. — Þú skalt ekki gleyma Bill Timpson. Það leyndi sér ekki að hann er alvarlega hrifinn. Jessika rykkti í teppið sem Framhald á bls. 56. LOXENE - og flasan fer 42. tw. VIKAN53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.