Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 18
Karl Sighvatsson. Ilafn Haraldsson. Allt var blfmim skrítt Það var sannarlega blómlegt um að litast í TJarn- arbúð, þegar hljómsveitin Flowers lét í sér heyra fyrsta sinni. Húsið var allt blómum skrýtt, og á einum veggnum mátti líta heiti hljómsvcitarinnar skráð með blómsveigum. — Sjálfir voru piltarnir Andrés Indriðason Engelbert Humperdinck er orðinn vel þekktur hérlendis fyrir lögin sín „Release me“, „Xhere goes my everything" og nú síð- ast „The last walz", sem er í efsta sætl vin- sældalistans brezka, þegar þetta er skrifað. Engelbert heitir réttu nafni Gerry Dorsey, og undir því nafni sendi hann frá sér plötur í rúmlega tíu ár. Það var ekki fyrr en hann komst í samband við umboðsmann Tom Jon- es, að plötur hans tóku að seljast. Umboðs- maðurinn ráðlagði honum, að taka upp ann- að nafn og útvegaði honum síðan plötusamn- ing og lagið „Release me“, sem upphaflega var ætlað Tom Jones. Þetta var allur gald- urinn, og lagið hafnaði í efsta sæti vinsælda- listans — og jafnvel Bítlamir gátu ekki þok- að því þaðan með laginu Penny Lane. Engel- bert þykir minna nokkuð á Tom Jones, og þeir eiga það báðir sameiginlegt að geta sungið músik af ýmsu tagi — „pop“ músik og sígild dægurlög. Innan skamms megum við vænta nýrrar hljómplötu frá Ragnari Bjarnasyni og hljóm- sveit hans. Ragnar syngur á þessari plötu fjögur lög, þar á meðal tvö lög, sem brezki söngvarinn Engelbert Humperdinck hefur gert vinsæl — „Almost Persuaded" og „There goes my everything". Ekki vitum við á þessu stigi málsins hvað lögin munu heita á ís- lenzku, en bæði eru þau sérlega falleg, og síðara lagið hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. Þá verður og á plötunni lag, sem Ragnar og hljómsveit hans fluttu í sjónvarp- ið sl. vor, gamanbragur, sem nefnist „Úti í Hamborg“. Breytingar standa nú fyrir dyr- um á hljómsveit Ragnars, og munu þrír nýir menn vera með í spilinu í vetur. Þeir eru' Jón Páll Bjarnason, gítarleikari, sem undan- farin ár hefur leikið með ‘hljómsveit í Dan- mörku, Árni Elvar, píanó- og básúnuleikari og Guðjón Ingi Sigurðsson, trommuleikari. Alli Rúts hefur oft komið fólki í gott skap með ýmsum skemmtilegum uppátækjum sín- um. Hann syngur gamanvísur og er hermi- kráka hin mesta, og hann bregður sér í hin ýmsu gerfi, ef slíku er að skipta. Hér er hann til dæmis að útskýra helztu nýjungar í kven- fatatízkunni. Alli er ættaður frá Siglufirði og hefur skemmt landsmönnum undanfarin þrjú ár. í ráði er að hann syngi inn á plötu innan tíðar. .... .......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.