Vikan


Vikan - 19.10.1967, Page 18

Vikan - 19.10.1967, Page 18
Karl Sighvatsson. Ilafn Haraldsson. Allt var blfmim skrítt Það var sannarlega blómlegt um að litast í TJarn- arbúð, þegar hljómsveitin Flowers lét í sér heyra fyrsta sinni. Húsið var allt blómum skrýtt, og á einum veggnum mátti líta heiti hljómsvcitarinnar skráð með blómsveigum. — Sjálfir voru piltarnir Andrés Indriðason Engelbert Humperdinck er orðinn vel þekktur hérlendis fyrir lögin sín „Release me“, „Xhere goes my everything" og nú síð- ast „The last walz", sem er í efsta sætl vin- sældalistans brezka, þegar þetta er skrifað. Engelbert heitir réttu nafni Gerry Dorsey, og undir því nafni sendi hann frá sér plötur í rúmlega tíu ár. Það var ekki fyrr en hann komst í samband við umboðsmann Tom Jon- es, að plötur hans tóku að seljast. Umboðs- maðurinn ráðlagði honum, að taka upp ann- að nafn og útvegaði honum síðan plötusamn- ing og lagið „Release me“, sem upphaflega var ætlað Tom Jones. Þetta var allur gald- urinn, og lagið hafnaði í efsta sæti vinsælda- listans — og jafnvel Bítlamir gátu ekki þok- að því þaðan með laginu Penny Lane. Engel- bert þykir minna nokkuð á Tom Jones, og þeir eiga það báðir sameiginlegt að geta sungið músik af ýmsu tagi — „pop“ músik og sígild dægurlög. Innan skamms megum við vænta nýrrar hljómplötu frá Ragnari Bjarnasyni og hljóm- sveit hans. Ragnar syngur á þessari plötu fjögur lög, þar á meðal tvö lög, sem brezki söngvarinn Engelbert Humperdinck hefur gert vinsæl — „Almost Persuaded" og „There goes my everything". Ekki vitum við á þessu stigi málsins hvað lögin munu heita á ís- lenzku, en bæði eru þau sérlega falleg, og síðara lagið hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. Þá verður og á plötunni lag, sem Ragnar og hljómsveit hans fluttu í sjónvarp- ið sl. vor, gamanbragur, sem nefnist „Úti í Hamborg“. Breytingar standa nú fyrir dyr- um á hljómsveit Ragnars, og munu þrír nýir menn vera með í spilinu í vetur. Þeir eru' Jón Páll Bjarnason, gítarleikari, sem undan- farin ár hefur leikið með ‘hljómsveit í Dan- mörku, Árni Elvar, píanó- og básúnuleikari og Guðjón Ingi Sigurðsson, trommuleikari. Alli Rúts hefur oft komið fólki í gott skap með ýmsum skemmtilegum uppátækjum sín- um. Hann syngur gamanvísur og er hermi- kráka hin mesta, og hann bregður sér í hin ýmsu gerfi, ef slíku er að skipta. Hér er hann til dæmis að útskýra helztu nýjungar í kven- fatatízkunni. Alli er ættaður frá Siglufirði og hefur skemmt landsmönnum undanfarin þrjú ár. í ráði er að hann syngi inn á plötu innan tíðar. .... .......

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.