Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 14
— Sagði hann henni að við myndum koma og hitta hana eftir nokkra daga? — Já, en hún hélt samt áfram að nöldra . Modesty yppti öxlum. — Hún kemst yfir það. — Ég held að hún hafi ekki gert sér mikla rellu út af því að við skyldum ekki vera þar. Þetta var henni bara kærkomið tækifæri til að nöldra. Willie reis á fætur og breiddi út hann. — Þú átt við, að það hljóti að vera af sérhagsmunum hans, ef hann hittir mig í Lissabon? Modesty reis á fætur og tók sér stöðu við hliðina á Willie, þar sem hann hall- aði sér yfir málverkið. —Auðvitað. Þú veizt hvernig hans aðferð er, Prinsessa. Hún brosti og bankaði blíðlega á öxlina á Willie með löngutöng. — Ég veit ekki hvort þú ert þreytt- ur eða einfaldlega ókurteis, Willie. Hann breiddi þykkt lag af hálmi yfir stytturnar, tók upp þykkt tré- lokið og byrjaði að negla það á. — Við skulum vona að Tarrant gamla hafi tekizt að ganga frá sínum enda á leiknum, sagði hann. René Vaubois í Deuxieme Bure- au, strauk vel rakaða kinnina og horfði út um skrifstofugluggann á dúfu sem klúkti á grein á kastan- íutré. Dúfan horfði á hann. Vaubois var með þann símann EFTIR PETBR O'DONNEL FRAMHALDS- SA6AN 12. HL.UTI f einu horninu stóS stór, opinn kassi með tólf, hvítum gipsstytt- um í hálmi. Hver um sig var ofurlítið yfir tvö fet á hæð. Þær voru dálítið austurlenzkar og afskaplega afkára- legar, dramatíkin var eingöngu fólgin í því hve hryllilega Ijótar þær voru. 14 VIKAN 42-tbl teppi á borðið. Hann lagði mynd- ina á það, á hvolf. Strekkjarinn var úr eik með einföldum krossi og var haldið í rammanum með stuttum málmstrimlum í gúmmíþéttingum. Willie opnaði litla verkfæratösku. Hann losaði málmstrimlana og los- aði strekkjarann úr skrautlegum, gylltum rammanum. — Geturðu náð striganum af, án þess að brjóta innsiglið á bakinu? spurði Modesty. — Auðvitað, Prinsessa. Hann valdi ofboð lítið iárn, í laginu eins og kúbein og hófst handa af mestu gætni með að losa vírana sem héldu striganum. Stundarfjórðungur leið í þögn. — Willie, sagði Modesty. — Ég hef ekki haft tækifæri til að segja þér það fyrr, en Mike Delgado skaut upp kollinum í Beirut. Willie leit á hana, en hélt samt áfram sínu starfi. — Skaut upp koll- inum? Hvernig leit það út? — Það leit út eins og hann ætti bara þarna leið um. — Gæti verið nytsamlegt. Delga- do á staðnum þar sem þú tapaðir auðæfunum. Hann lætur það spyrj- ast. — Þetta hefur líka komizt í þó nokkur dagblöð. Hún lagði frá sér glasið. — Ég sagðist ætla að hitta hann í Lissabon. Mér fannst það þess virði að halda sambandinu við hann. Willie hugsaði sig um og klóraði sér í hökunni með klaufinni á litla kúbeininu. — Það hlýtur að vaka eitthvað fyrir Delgado, sagði hann. — Ekki endilega það, sem við erum á hnot- skóg eftir, en hann getur hafa heyrt eitthvert hvískur. Já. . . Það er þess virði að hafa samband við Þessir hagsmunir hans gætu verið ég. Willie hvíldi hendurnar á borð- inu og hristi höfuðið hægt með sjálfsásökun. — Ég er barnalegur, sagði hann. — Það er gallinn við mig, Prinsessa. Ég er svo barnalegur. Hún hló og hélt áfram inn ( hitt herbergið. I einu horninu stóð stór, opinn kassi með tólf, hvítum gips- styttum í hálmi. Hver um sig var ofurlítið yfir tvö fet á hæð. Þær voru dálítið austurlenzkar og af- skaplega afkáralegar, dramatíkin var eingöngu fólgin ( því hve hrylli- lega Ijótar þær voru. Á kassanum stóð að hann ætti að fara til fyrir- tækis í'Lissabon sem ekki var til, og hann myndi verða sóttur. Ein styttan var brotin. Modesty tók upp helmingana tvo og fór aftur inn í herbergið, þar sem Willie var að vinna. Hann los- aði strigann af strekkjaranum og prófaði varlega sveigjanleik hans. — Er hægt að vefja hann, án þess að hann skemmist? spurði hún. Hann kinkaði kolli: — Ef við vefj- um hann ekki fast. Hann vafði strigann upp í sívaln- ing, ofurlítið yfir fjóra þumlunga í þvermál og brá á hann límbandi til að halda honum saman. Modesty hélt í neðri partinn á brotnu stytt- unni meðan Willie renndi strigan- um ofan ( hana. Brotið var ójafnt, en hreint og hlutirnir féllu nákvæm- lega saman, þegar hún setti efri partinn á. Hún fór aftur inn í herbergið, þangað sem kassinn stóð. Willie kom á eftir. Hann horfði á hana, þegar hún lagði styttuna við hlið- ina á hinum ( hálminn. — Svona Willie sem enginn möguleiki var á að hlera. Hann reis á fætur, opnaði gluggann, tók kex upp úr skrif- borðsskúffunni og muldi það niður í gluggasylluna. Þegar hann lókaði glugganum aftur, kom dúfan fljúg- andi og byrjaði að snæða. — En kæri vinur, sagði Vaubois ( sfmann með kurteislegri ásökun. —• Mér finnst að þú hefðir átt að segja mér þetta fyrr. Það eru núna þrjátíu og sex klukkustundir síðan lögreglan byrjaði að fást við þetta Watteaumál. Rödd Tarrants var af- sakandi: — Mér þykir það leitt, Réne, en ég gat ekki sagt þér það fyrr en ég vissi það. Vaubois hafði ekkert á móti lyg- inni, þv( honum var Ijós nauðsyn hennar. Tarrant var ekki að reyna að leika á hann, heldur að gefa til kynna að hann skyldi aðstöðuna mætavel. Vaubois var afar kátur yfir því að hafa ekki fengið að vita þetta fyrr, því það hefði gert honum erfitt um vik. Hann sagði: — Maðurinn og kon- an — þau hafa að sjálfsögðu ver- ið Modesty Blaise og Willie Gar- vin? Hann bar það ekki fram ,,V(I(" eins og flestir Fransmenn hefðu gert. Enska Vaubois var óaðfinnan- leg, aðeins nákvæmnin í henni kom upp um að hún var ekki móður- mál hans. — Ég hef enga hugmynd um það, Réne. Rödd Tarrants var beggja blands. — Þau tvö hafa dregið sig í hlé, en engu að síður er þetta þó nokkuð l(kt þeim. Það eina sem ég get sagt þér er, að ég fékk þessa nafnlausu vísbendingu og fannst rétt að koma henni áleiðis til þ(n. — Þetta er lögreglumál, Gerald. Kemur ekki Deuxiéme við. Vaubois
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.