Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 50
T- '*Nfl
'1 jÉL b •í im VIKAN OG HEIMILIÐ
ritstjóri:
& Gudridur Gisiadóttir.
Nokkur ráO
uminn-
römmun oo
mynda
Það er ekki sama hvernig myndirnar eru
hengdar á veggina, — heldur ekki hvernig
rammarnir eru. Séu þessi tvö atriði ósmekk-
lega gerð, er sama hve fallegar myndirnar
eru; þær njóta sín ekki. Þess vegna er gott
að hafa nokkrar reglur til hliðsjónar, sem
þó eru alls ekki algildar. Smekklegt fólk
getur leyft sér að gera ótrúlegustu hluti og
sloppið vel frá því, en þeir, sem ekki hafa
öruggan smekk eða listrænt skyn, ættu að
líta á sýnishornin sem hér verða birt.
Ekki er hægt að gefa ákveðnar reglur um
rammana. Alltof skrautlegir og fyrirferðar-
miklir rammar geta hreinlega „drepið“ fín-
gerða mynd. Áberandi litur á rammanum á
stundum illa við myndina og oft hef ég séð
ramma, sem taka of mikið upp af aðallitn-
um í málverkinu — til óprýði. Hvítir, gyllt-
ir eða viðarlitir rammar eru öruggaslir —
eða aðeins einföld glerplala, klemmd á með
sérstökum klemmum, en annars staðar á síð-
unni verður þeirri innrömmun lýst.
Vafasamt er að hengja abstrakt málverk
við hlið gamallar myndar, en þó getur það
tekizt ágætlega við góðar aðstæður. Mjög
þungar og stórar myndir fara oftast ekki vel
yfir smágerðum húsgögnum, og þeir, sem ekki
treysta of vel á eigin smekk ættu að hengja
myndir í gömlum stíl fyrir ofan gamaldags
húsgögn, en þó hef ég séð abstrakt málverk
yfir rokokó kommóðu og það var eins og
hvorugt gæti án hins verið.
Eins og þið sjáið á myndunum, er oft
heppilegt að hafa einhverja vissa línu í huga,
þegar myndir eru hengdar upp, t. d. að neðri
eða efri brún þeirra á sama vegg sé í sömu
línu. Einhver ósmekklegasta upphenging, sem
hægt er að hugsa sér er tröppuhengingin, —
þegar myndirnar koma í skáhalla línu nið-
ur eftir veggnum, en hún er einmitt frekar
algeng hér.
Þótt myndirnar séu ckki á sama vegg, er gott að hafa í liuga citthvert samra;mi milli þeirra. Á mynd-
inni er sýnt hvernig linan við ncðri brún myndanna er sú sama frá einum vcgg til annars og einnig frá
öðru samliggjandi og opnu herbergi.
llér cr sýnt hvernig koma má myndskreytingu fyr r á ólíkan hátt í sömu borðstofunni. T. v. cru jafn-
stórar myndir hengdar hlið við hlið í sömu hæð, en t. h. cr ein stór mynd og tvær minni og takið eftir
því, að ncðri brún myndanna. er jöfn og ytri brún litlu mvndanna þannig, að samræmi næst vcl.
Séu myndir af misjafnri stærð og lögun hengdar
saman, er gott að mynda i huganum fcrhyrndan
ramma. og hcngja myndirnar innan lians. Þið sjáið
hva.ð er átt við mcð því að athuga þessa mynd. —
Myndin í miðjunni cr römmuð inn með klemmum,
sem talað er um annars staðar hér.
Stór og þung húsgögn geta haft áhrif á stöðu mynd-
anna. Þarna skapast gott jafnvægi á vcggnum með
því að miða cfri brún myndanna við gömlu klukk-
una.
54 VIKAN 42- tbl-