Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 6
Modess „Blue Shield" eykur öryggi og hreinlæti,
því blá plasthimnan heldur bindinu rakaþéttu að
r.eðan og á hiiðunum. Bindið tekur betur og
iafnara raka og nýtist því fullkomlega. Silki-
mjúkt yfirborð og V-mynduð lögur gerir notkun
þess óviðjafnanlega þægilega.
Aldrei hefur bindi verið gert svc oruggl
oa þægilegt.
Modess
DÖMUBINDI
EEHSKAR postuEínsvegyflísar
★
ÚrviliO Mm meira en m.
yfir 30 litir.
★
tlerð M iieastseðara.
LITAVER SF.
Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Sfmar 30280 og 32262.
gott, en allt of stutt. Ég er viss
um, að Magnús gæti sagt margt
fleira skemmtilegt en var í við-
talinu. Þið ættuð að taka upp
þann hátt að hafa viðtöl við fólk
í hverri Viku. Þið skuluð tala
við fólk á öllum aldri, heim-
sækja t. d. vinnustaði, skóla,
elliheimili, sveitaheimili og fleiri
staði. Þið eigið að tala við al-
múgafólk, en ekki alltaf forstjóra
eins og þið gerið.
Þátturinn Eftir eyranu er góð-
ur, og myndasögurnar eru alveg
ágætar. En mér finnst ófært að
hafa alls konar erlendar sögur
eða greinar um þjófnaði, morð
og alls konar glæpi, að ekki sé
nú talað um, þegar þið birtið
sögur úr stríðinu. Við getum
fengið okkur fullsödd af slíku í
sjónvarpi og kvikmyndahúsum.
Sem betur fer er ekki allt ómögu-
legt við þig, Vika góð. — Hann
Helgi Sæm. er alveg ágætur og:
það eru líka fleiri menn, t. d-
Jökull Jakobsson. Hann skrifar
skemmtilega. Hefur þú athugað
það, Vika góð, að þú ert eina
vikublaðið á landinu, og því
verður þú að vanda val þitt á
efni blaðsins.
Jæja, það er bezt að hætta
þessu rausi við þig, en hafðu nú
næstu framhaldssögu góða og
fallega....
Að lokum ætla ég að óska þér
gæfu og gengis á komandi tím-
um með von um betra og
skemmtilegra blað.
Með kærri kveðju,
S. B., Akranesi.
P. S. Ég þori ekki að spyrja
um skriftina, en þetta er nú
skrifað með vinstri hendi. Ég er
ekki að afsaka mig — og þó.
Sama.
Við þökkum þetta ágæta bréf.
Þaff er alltaf kærkomið að fá já-
kvæða gagnrýni, sem skrifuð er
af góðum hug. Þú ættir að skrifa
okkur aftur — með hægri liencl-
inni....
ÞRÆTA MILU HJÓNA.
Kæri Póstur!
Viltu vera svo góður að svara
þessu og segja mér, hvað stúlkan
heitir, sem er aftan á nýútkomnu
blaði SÍBS „Reykjalundur"?
Svo er mál með vexti, að við
konan mín höfum verið að stæla
um hver þessi stúlka sé. .fcessi
sama auglýsing birtist í dagblöð-
unum á árinu 1966 og þá upp-
hófst þrætan. Svo hættu blöðin
að birta þessa auglýsingu, vegna
hvers vitum við ekki, en þá
gleymdum við þessu.
En svo þegar við keyptum
þetta síðasta blað frá SÍBS, þá
var gamli þrætudraugurinn upp-
vakinn og ríður nú húsum hér
að fornum sið.
Þess vegna bið ég þig um lið-
sinni og segðu mér nú: Er þetta
Ása Finnsdóttir, sjónvarpsþula,
eða er þetta einhver önnur og
þá hver og hvað heitir daman?
Og að lokum: Beztu þakkir
fyrir skemmtilegt efni. Hvernig
er skriftin, og geturðu nokkuð
ráðið af bréfinu, hvert starf mitt
og aldur er?
Marg blessaður,
X í öðru veldi.
Það er ekki oft nú á dögnm,
sem maður fær tækifæri til að
kveða niður drauga. Þess vegna
er okkur sérstök ánægja að upp-
lýsa, að stúlkan í auglýsingunni
er Ása Finnsdóttir. — Við höf-
um talsverða ánægju af því að
lesa úr skrift, og hinn stóri dóm-
ur okkar um þig er svohljóðandi:
Þú ert þrítugur að aldri, hefur
hlotið allgóða menntun og starf-
ar annað hvort sem iðnaðarmað-
ur eða sjómaður. Þú ert duttl-
ungafullur og þrætugjam og þér
hættir til að hreykja þér of hátt,
ef þú vinnur einhver smávægi-
leg afrek. Annars ertu bezti ná-
ungi og alveg sérstaklega góður
við konuna þína.
EKKI FLEIRI GLÆPASÖGUR.
Kæra Vika!
Ég kaupi þig stundum mér til
skemmtunar og fróðleiks. En ég
er alveg búin að fá nóg af þess-
um glæpasögum, sem þú birtir
sí og æ. Framhaldssögurnar eru
glæpasögur í einhvers konar
búningi. Það byrjaði að vísu saga
í síðasta blaði, og kannski er það
allra bezta saga. í síðustu Viku
var viðtal við okkar ágæta Magn-
ús Bjarnfreðsson, og var bara
ÁST í STRÆTÓ.
Kæri Póstur!
Ég er 16 ára strákur og var í
strætó um daginn, nánar tiltek-
ið þann 20. ágúst. í vagninum
sá ég alveg glettilega sæta stelpu
og varð strax hrifinn af henni.
Strætisvagninn var að fara í út-
hverfi og þetta var klukkan 7.05
e. h. Á einum stað fór hún út.
Ég fór líka út úr vagninum og
6 VIKAN
45. tbl.