Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 36
í mínum hópi er það
svo eðlilegt með Marlboro.
Marlboro hefir
það sem viö viljum:
Eðlilegan, ófilteraðan keim.
Hvar sem glæsileiki,
yndisþokki og hæfni mætast,
þar er Marlboro!
húsinu, sem konan hafði talað
um. Ef þeir rækjust þá á eitt-
hvað grunsamlegt, skyldi lög-
reglan láta rannsaka málið.
Lögreglumaður að nafni Short
var með þeim í bílnum, og enn-
þá einu sinni endurtók Allan
söguna. Lögreglumaðurinn tók
söguna alvarlega og sagði við
Allan, að það gæti meira en ver-
ið, að hann hefði uppgötvað eitt-
hvað merkilegt.
Þeir óku inn Sjöundu götu,
en það kom þá í ljós, að hús nr.
890 var ekki til. Og þó, — því
þegar þeir höfðu athugað bet-
ur, sáu þeir að þetta var bakhús,
sem fyrir löngu var hætt að
nota. Það var gluggalaust og
ekki einu sinni þak á því. Gólfin
var öll búið að rífa upp. Húsið
við hliðina var ósköp svipað að
sjá.
Short bað þá að bíða, meðan
hann færi og næði sambandi við
verkstjórann, sem stjórnaði nið-
urrifi húsanna. Þegar hann kom
36 VIKAN 45-tbh
aftur, sagði hann að karlarnir
hefðu unnið við þetta í hálfan
mánuð, nýtt bílastæði ætti að
rísa þarna. Það var bersýnilegt,
að þarna fór engin glæpastarf-
semi fram.
Allan varð fyrir miklum von-
brigðum að þetta skyldi allt
saman hafa hrunið svona í einu
vettfangi. Honum fannst hann
hafa gert sig að fífli framan í
mönnunum. Hann bað Short að
setja sig af á Broadway, hann
kvaðst ætla á bíó. — Við skul-
um bara gleymá þessu, sagði
hann að skilnaði. — Nú verð ég
víst að gefast upp
Þrátt fyrir kvikmyndasýn-
inguna gat Allan ekki gleymt
þessum atburðum. Það hlýtur
að vera eitthvað meira í þessu,
hugsaði hann. Hann tók fram
miðann, sem hann hafði skrifað
heimilisfangið á, og las enn
einu sinni á hann, en allt kom
fyrir ekki. Þeir höfðu farið á
réttan stað.
Ljómaðu, blikaðu, leðurblakan
smáa.
Hvar liggur þú um langa daga
og gráa.
Um nætur ferðu næsta oft á
kreik
í nýrri leit að nægu efni í steik.
Ljómaðu, blikaðu ....
áfram með. Hann staðnæmdist
við hlið Allans og sagði:
— Ljómaðu, blikaðu, leður-
bakan smáa.
— Hvar liggur þú um langa
daga og gráa, svaraði Allan.
— Fylgdu mér eftir, sagði þá
blindi maðurinn, sneri til baka
og þreifaði sig áfram með
stafnum.
Meðan þeir gengu út götuna,
rifjaði Allan upp hið þekkta
kvæði úr Lísu í Undralandi:
En allt í einu datt honum ann-
að í hug. Stúlkan hafði aðeins
beðið hann að koma að þessu
húsi. Hún hafði aldrei beðið
hann að ganga þar inn. Ef hann
biði barna væri það kannske
lykillinn að leyndardóminum.
Hann leit á klukkuna. Hún var
sex, það var klukkustund til
stefnu. Honum datt. í hug að
hringja aftur á lögregluna, en
hann hætti við það. Honum
fannst hann vera búinn að fá
nóga útreið þar í bili.
ILLAN tók sér bíl og fór upp
í Sjöundu götu. Ekkert fólk
var á ferli, en gatan var ágæt-
iega lýst. Klukkuna vantaði
korter í sjö. Hann hallaði sér
upp að stólpa og beið.
Mínúturnar liðu. Þá sá hann
mann, sem gekk hægt. í áttina að
húsinu. Maðurinn var vel
klæddur og notaði dökk gler-
augu. Hann hafði staf, sem hann
notaði til þess að þreifa sig
En hattagerðarmaðurinn hafði
ekki komizt lengra með kvæðið,
vegna þess að svefnmúsin hafði
gripið fram í fyrir honum og
truflað hann.
Að lokum stanzaði maðurinn
og greip í handlegg Allans. Þeir
stóðu fyrir utan hús númer 11.
Maðurinn herti takið á hand-
leggnum og benti honum að
koma niður kjallaratröppur.
Það var niðamyrkur í kjall-
aranum. Þeir gengu inn gang,
og komu að öðrum dyrum.
Fylgdarmaður Allans bankaði
þrjú högg. Það var hávaði í her-
berginu, og skyndilega voru
dyrnar opnaðar. Sterkt ljós skein
á móti þeim, og birtan blindaði
Allan um stund. En hægt og
hægt fór hann að virða fyrir sér
mennina, sem sátu inni í her-
berginu. Þeir voru þrír. Einn
þeirra minnti á górillu, bæði
hvað vöxtinn snerti, og eins í
andlitinu. Bak við hann sat
dökkleitur maður í hægindastól.
Það var greinilega foringinn.
Blindi maðurinn kastaði
stafnum á borðið og skipaði
Allan að fá sér sæti. Foringinn
og sá blindi töluðu saman á
ensku, en með evrópskum hreim.
Foringinn sneri sér að Allan.
— Við megum engan tíma
missa, sagði hann. — Þeir yfir-
gefa hótelið klukkan 8. Eins og
þú veizt eru þeir mjög stund-
vísir. Þetta er Páll, hann á að
keyra bílinn. Þú skalt sitja fram
í hjá honum. Vélbyssan liggur í
bílnum. Ninó mun sitja fyrir aft-
an þig, ef eitthvað skyldi koma
fyrir. Ef þeir koma saman út,
drepur þú þá báða. Ef Androsov
kemur út á undan, þá verður þú
að láta hann eiga sig. Það er
meira áríðandi að losna við
Berenkov. Og ef hann kemur á
undan út, þá skýtur þú hann,
en skiptir þér ekkert af Andro-
sov. Hefur þú skilið?
Allan hélt sér fast í stólinn.
Hann skildi nú, að hann var
flæktur inn í pólitískt samsæri.
Berenkov var úkrainskur full-!
trúi hjá Sameinuðu þjóðunum, I
Framhald á bls. 39.1
Alls staðar sömu gæöin,
sem gert hafa Marlboro
leiðandi um allan heim:
Amerískt tóbak -
Amerísk gæði, úrvals filter.
Filter • Flavor • FIip-Top Box