Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 46

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ * ritstjóri: | Gudridur Gisladóttir. Ég talaði einu sinni um útdregnar þvottasnúrur í þessum þætti hér í blaðinu, en þær kostuðu upp undir 1000.00 kr. Nú fást miklu ódýrari snúrur hér og að engu leyti verri, nema hvað þessar þarf að stilla í eitt skipti fyrir öll, en hinar var hægt að láta stanza hvar sem var. En þar sem mótfestingin er í vegginn gegnt aðalfestingunni, er það eriginn sérstakur kostur. Þessar snúrur eru líka fimm, en aðeins fjórar voru í hinni festingunni. Þær kosta ca. 390 kr. og fást í mörgum verzlunum, t.d. hef ég séð þær hjá J. Þorlákssyni og Norðmann í Bankastræti, Dráttarvélar hf. í Hafnarstræti og í verzl. Ham- borg við Laugaveg. Þær geta orðið 3\z m á lengd hver snúra, eða IV2. m samtals. Svona snúrur eru ákaflega þægilegar þar sem þurrkað er í baðher- bergjum, en oft getur líka verið þægilegt í litlum þvottahúsum að geta tekið snúrurnar burtu, meðan verið er að gera eitthvað annað þar. Genið í IMir Raðmagns- rakvél og hárklippur Þessi rafmagnsrakvél ætti að vera þarfaþing til sveita, því að með henni er hægt að nota hárklippur, sömuleiðis ,,trimmer“ þ. e. a. s. áhald til að laga með skeggbrúnir og hárið að neðan. Hafi skeggið fengið að vaxa óáreitt í yfir 3 daga og þannig oröið full- langt í rakvélina eins og hún er venjulega, er þetta áhald líka tilvalið. Hárklippurnar báðar eru eins og sérstæður haus, sem settur er framan á vélina. Sé húsbóndanum gefin slík rakvél í jólagjöf nýtur öll fjölskyldan góðs af, einkum og sér í lagi ef rakari er ekki á næsta götuhorni. Vélin kostar með öllu saman 1435.00 kr. og fæst í Rafiðjunni hf. á Vestur- götu 11.' Þær, sem þurfa að smyrja mikið brauð daglega eða oft, ættu að athuga sérstaka hnífa til þess, sem fást í verzl. Hamborg á Laugavegi 22. Þeir eru svipaðir litlum pönnukökuspöðum, hæfilega stinnir, og þarf ekki nema rúmlega eitt handtak til að koma smjöri slétt á brauðið með þeim. Verðið er 65.00 kr., en svipaðir hnífar fást líka með sög á annarri brún- inni og eru þeir heldur dýrari, eða 78.00 kr. Með söginni má þá skera gúrkur, tómata og annað, sem notað er ofan á brauðið, rétt um leið og smurt er. Skemmtilega djúpa og hæfilega létta pönnu sá ég í verzl. Hamborg á Laugavegi 22. Henni fylgir, eins og sjá má á myndinni, lok, sérstök grind til að gufu- sjóða matinn í og önnur til að djúpsteikja í. Von var á þessum pcnnum með teflonhúð, þegar ég skoðaði þær, en í þannig pönnum þykir maturinn steikjast vel og lítil hætta er á, að hann festist við botninn. Hinsvegar þarf mikla aðgæzlu við matar- gerð í teflonhúðuðum pönnum, til þess að þær risp- ist ekki, og má eingöngu nota tréspaða til að eiga við matinn með. Pannan kostar 690.00 kr. aðeins með lokinu, djúpsteikingargrindin kostar 95.00 kr., en sú til að gufusjóða 1 52.00 kr. Ágæt lítil matreiðslubók fylgir með — á þýzku. Börn i umferðínni Sænskar athuganir sýna greinilega, að ekki er hægt að treysta litlum börnum í umferð- inni, þótt þeim hafi verið kenndar umferða- reglur vandlega. Ein orsök þess, er stærð barnsins, eða réttara sagt smæð þess, en hún torveldar þeim að dæma umferðina réttilega. Það þarf ekki annað en benda á það, að sjónarhæð þriggja ára barns er fjörutíu cm lægri en níu ára barns, en það horfir aftur fjörutíu cm neðar en fullorðinn maður. Önnur aðalorsök er sú staðreynd, að leik- ur er börnum veruleiki engu síður en at- burðirnir, sem eru að gerast kringum þau. Sjái ökumaður barn við götuna, verður hann að gera ráð fyrir óvæntum og skyndilegum hreyfingum þess, því að það getur verið nið- ursokkið í leik, eitt eða með öðrum börnum. Leikurinn er þeirra eðlilega ástand og grípur inn í athafnir þeirra, jafnvel við ólíklegustu kringumstæður. Margir fullorðnir halda, að þau börn, sem hafa nokkrum sinnum sýnt að þau kunna umferðarreglumar og hafa farið eftir þeim í umferðinni, séu örugg og hægt sé að treysta því, að þau hagi sér þannig upp frá því. Það er misskilningur, því að þau geta eins og áður er sagt, verið að hugsa um allt annað. Jafnvel getur verið, að börnin hafi í upphafi alls ekki farið alveg eftir reglunum, þótt svo hafi virzt vera. Þegar fullorðnir héldu að þau væru að litazt um til beggja hliða til að gæta að bílum áður en þau færu út á götuna, geta þau hafa verið að horfa á eitlhvað allt annað og bara slampast á að fara eftir settum reglum í það sinn. Bezt er þó að kenna börnum umferðaregl- urnar sem allra fyrst, helzt frá þriggja ára aldri, svo að þær verði þeim eðlileg og rót- gróin vitneskja. Ómeðvituð viðbrögð á hættu- stund geta komið í veg fyrir slys. Umferðaþroski fæst ekki fyrr en við tólf ára aldur. Það er ekki fyrr en barnið er tólf til fjór- tán ára, að hægt er að ætlast til fullkomins umferðaþroska af þeim. Stofnun sú í Stokk- hólmi, sem rannsakaði hæfni barna á aldr- inum 4 7 ára, komst að þeirri niðurstöðu, að smábörn geta enga ábyrgð tekið á öryggi sínu og að umferðaslys eru miklu tíðari og alvarlegri á börnum en fullorðnum. Hún segir að sú hættulega afstaða fullorðinna, að álíta að börn sjái heiminn á sama hátt og Framhald á bls. 40. 46 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.