Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 10
Krlstín Waage um sumardvöl slnai f Englandi DLIEINSOGEIN FJÖLSKYLDA „Þessi Breti heitir Van og er 24 ára. En hann bar aldurlnn vel.“ „Hér eru fslendingar í hóp: Anna Jóna, Gunni og Svana og ég — öll að drekka pepsí.“ Svo sem öllu mun í fersku minni, var Kristín Waage kjör- in fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar 1967 í keppni, sem Vikan og Karnabær stóðu fyrir. Verð- lau Kristínar voru sumardvöl í Englandi, og í tilefni af því hitti blaðamaður Vikunnar hana fyrir skömmu að máli á heimili for- eldra hennar að Laugarásvegi 73. — Ég fór út átjánda júní og dvaldi lengst af á sumardval- arheimili — summer holiday home — við Newton Abbot á Devon, sagði Kristín. — Þar var ég í tvo og hálfan mánuð. Það er voða fallegt þarna, skammt til sjávar og mikið af trjám. — Var þetta eins konar skóli? — Við fórum í enskutíma á morgnana, en gerðum annars það sem okkur sýndist, sigldum, fórum í reiðtúra, á bíó og allt mögulegt annað, sem okkur datt í hug. Við gátum meira að segja farið á sjóskíði, en það þorði ég nú aldrei. — Fóruð þið á böll? — Já, þá fórum við til Tor- quay, sem er allstór borg þarna skammt frá. Þar er frægur sum- ardvalarstaður og siglinga- keppnir far þar oft fram. Það var geysilega gaman. — Urðuð þið að koma snemma heim? — Venjulega ellefu til tólf, nema þegar við fórum á böll, þá máttum við vera til tólf eða eitt. — Voruð þið mörg? — Já, eitthvað fjörtíu og fimm til fimmtíu, fyrstu tvo mánuðina, og allsstaðar að úr heiminum, frá Frakklandi, ftal- íu, Spáni, Svíþjóð, Kólombíu, Persíu, Bandaríkjunum og svo framvegis, ég nefni bara einhver þjóðerni af handahófi, en þau voru miklu fleiri en þetta. — Varst þú eini íslendingur- inn þarna? — Neinei, við vorum fimm ís- lenzkar stelpur og tveir strákar, nema síðasta mánuðinn, þá var ég ein. Það var ákaflega gaman þarna og góður félagsandi; okk- ur fannst öllum sem við værum heima hjá okkur og ein fjöl- skylda. — Varstu ekki eitthvað í Lundúnum? — Jú, í viku. Þar voru teknar af mér myndir fyrir Honey Magazine, sem er unglingablað. Þær voru teknar af mér hingað og þangað um borgina. Það var mjög gaman. Svo bauð blaða- konan frá tímaritinu mér að borða í Hilton-hóteli. Þar voru teknar af mér myndir fyrir sér- stakt tímarit, sem hótelið gefur út, og átti að nota þær í aug- lýsingaskyni. — Hefurðu verið úti áður? — Jú, í fyrrasumar. Þá var ég í Bexhill-on-sea, sem er baðstaður rétt hjá Hastings. — Þú ert þá farin að verða nokkuð kunnug í Englandi? — Já, en nú langar mig mest til Frakklands. — Þú ert í skóla? — Já, í Verzlunarskólanum, þriðja bekk. — Nokkrar sérstakar framtíð- aráætlanir? — Nei, alls ekki. Nú er það bara skólinn. Allt annað verður að bíða betri tíma. dþ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.