Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 48
tilhneigingu til a,ð meðhöndia
hana með fyrirlitningu og kæru-
leysi, eins og allar aðrar stelpur,
en eftir nokkra stund lét hann
undan töfrunum í bláum augun-
um. Nú, þj(emiur dögum efljir
komu hennar til Drumbeat var
hann hennar tryggur þegn.
— Mér verður líka illt í mag-
anum af humar, Jamie, sagði
hún. — Ég er ekkert sérstaklega
hrifin af honum.
Paddy virti matseðilinn fyrir
sér og síðan Adrienne — Hakk-
að kjöt, sagði hún svo hátíðlega.
— Þá vil ég líka fá það. Jamie
rétti föður sínum þykkan papp-
ann með matseðlinum. Hann
hafði ekki getað lesið almenni-
lega það sem á honum stóð og
þessvegna hafði hann beðið um
humar fyrst.
Martin Westbury tók að lesa
vínkorlið aftur. Þegar hann hafði
ákveðið sig tók hann aftur til
við umræðuefnið, sem hafði ver-
ið á dagskrá hjá þeim, síðan þau
komu inn á matstofuna.
— Eruð þið nú alveg viss um
að þið viljið fara i bíó? spurði
hann börnin.
— Ójá — leyfðu okkur það!
— Og hvernig er það með þig?
hann leit spyrjandi á Adrienne.
— Eigum við um nokkuð að
velja? spurði hún brosandi.
— Auðvitað. Persónulega finnst
mér þetta alltof fallegur dagur
til að sitja í troðfullu bíói með
vondri lykl. Við fáum okkur
gönguferð.
— Við getum ekki sent þau
ein á bíó. Þau eru ekki nógu
stór til þess.
— Vitleysa, þau eru jafn áfjáð
í að losna við okkur og við við
þau, sagði Martin lágt.
— Þú talar fyrir sjálfan þig.
Ég ber ábyrgð á Paddy og ég
læt hana ekki róa.
— Það er einmitt það sem er
mergur málsins. Hún verður ekki
ein. Martin dreypti á Hocheimer-
víninu og lét gullinn vökvann
renna í glas Adifienne. Hann
studdi olnboganum á borðið og
sagði: — Hlustaðu nú — Það er
laugardagur og það eru næstum
sjö hundruð krakkar í bíóinu.
Það fór hrollur um hana.
— Þama sérðu. Við þurfum
ekki annað en gefa sætavísunni
rausnarlegt þjórfé til að vera
fullkomlega frjáls að þvi að njóta
þessa góða veðurs með góðri sam-
vizku. Við getum sótt þau klukk-
an hálf sex.
Adrienne virti fyrir sér börn-
in sem voru önnum kafin að
úða í sig matnum. Hún bar eng-
ar brigður á hæfileika Jamie að
bjarga sér sjálfur, en því var
öðruvísi varið með Paddy. Hún
var enn að velta því fyrir sér
hvernig hefði staðið á því að
hún féllst á að fara til Chelten-
ham. Sakleysisleg uppástunga
frá Martin um að hann og son-
urinn fylgdu henni og Paddy til
Cheltenham til að gera ofurlítil
— Hvað ertu nú að gera?
— Blanda í glas. Ég geri ráð
fyrir að pabbi þinn hafi fulla
þörf fyrir það, þegar hann kem-
ur.
— Áttu mikið gin?
Adrienne hélt flöskunni upp á
móti birtunni.
— Nóg í eitt kvöld.
— Viltu þá ekki blanda því
saman við viskí handa honum,
svoleiðis heitir Mickey Finn.
Herra Timpson gaf honum það
um jólin í fyrra og hann var í
voða góðu skapi lengi á eftir.
Nei, kæri Jamie, þú neyð-
ist til að taka afleiðingunum af
því sem þú hefur gert í dag.
Pabbi þinn hefur fullan rétt til
að vera reiður við þig, en ég
held að hann muni skilja þig,
ef þú segir honum nákvæmlega,
hvers vegna þú fórst til myll-
unnar.
— Það held ég ekki. Hann er
ekki sérstaklega snjall að skilja
það sem ég geri.
Adrienne tók um hönd hans.
— Jamie, vinur minn. Maður
verður oft óskaplega hræddur
og utan við sig, þegar maður
heldur að einhver sem manni
þykir vænt um sé í hættu. Slund-
um verður þessi hræðsla að reiði,
þegar í ijós kemur að allt hefur
farið vel. Nú hefur pabbi þinn
verið hræddur um þig í heilan
dag, og ekki haft hugmynd um
hvar þú varst eða hvað þú varst
að gera, svo við verðum að leyfa
honum að fá útrás, þar til hann
er kominn yfir gremjuna yfir
hegðun þinni. Mótmæltu nú ekki
og segðu honum sannleikann.
Jamie var beggja blands á
svipinn. Hann verður ekkert
hrifinn af því.
— Nei, sennilega ekki. En
hann hlustar áreiðanlega á þig.
Hún lyfti hendinni. Gegnum
gnauðið í vindinum heyrðist bíll
renna í hlað og svo var hurð
skellt. — Sitlu nú kyrr við eld-
inn, sagði Adrienne og flýtti sér
til dyra.
10. kafli.
— Af hverju get ég þá ekki
fengið humar? spurði Jamie.
— Ekki á fimmtán shillinga
skammti. Þar að auki verðurðu
veikur af honum, sagði faðirinn
ákveðið.
Jamie varð kafrjóður í kinn-
unum, þegar hann starði yfir
borðið á litlu stúlkuna. Hann
hafði fallið gersamlega fyrir
Paddy Hamilton og næst eftir
Adrienne Blair fannst honum
hún hljóta áð vera fallegasta
kvenkynsvera í heiminum. Til
að byrja með hafði hann sýnt
Nýtt sarn fr
Gróft handprjónagarn úr/1 -»»<
48 VIKAN 45- tbl-