Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 44
Skyggnið var aðeins tvö fet, ég stóð á botni áður en varði. Ég íálmaði með höndunum fram fyrir mig, til að finna kirkju- vegginn, og fann ekkert nema beitta gaddana á ígulkerjum. Ég flýtti mér upp á yfirborðið og synti til lands, innan um sæg af aiiskonar mannætum. Eftir nokkra daga reyndi ég aftur. Þá var logn og skyggnið 10 fet. Ég var hárviss um, að ef að nokkur bær var þarna, myndi ég örugg- lega finna hann, en ég fann ekk- ert. Ég synti fram og aftur, en fann ekkert nema kórairif. Þrem dögum síðar fór ég þaðan, mjög vónsvikinn. ÞAÐ SEM FANNST f SKJALASÖFNUM f SEVILLA. Það liðu ellefu ár, þangað til Marx fór aftur til Port Royal. Á þeim tíma hafði hann fengizt við sitt af hverju, meðal annars páfagaukaveiðar, en alltaf stund- að köfun samhliða. Marx hefir fengist við köfun og rannsóknir | á Karabiska hafinu, í von um að finna einhver skipsflök. Hann : fór til Spánar, og í þrjú ár rann- sakaði hann skjalasöfnin í Se- | villa. Sér til mikillar ánægju || komst hann að því að spænsku § landsstjórarnir höfðu alltaf sent nákvæmar skýrslur til heima- landsins, í hvert sinn sem ein- hverju af skipunum, sem voru með herfang, var sökkt. Skýrsl- urnar sögðu nákvæmlega frá hver farmurinn var, hvar skip- unum var sökkt, og hve miklu hefði tekizt að bjarga. Á skjal- safninu í Sevilla fann hann líka unga stúlku, amerískan stúdent, sem nú er konan hans. Einu sinni, þegar hann vann við köfun, við strendur Nicara- gue, bað stjórn Jamaica hann um að koma aftur til Port Royal, og reyna að rannsaka sjávarboln- inn þar að nýju. — f mörg ár hafði ég reynt að fá stjórnina þar til að veita mér leyfi til rannsókna þar, en þetta var í fyrsta sinn, sem hún lét til sín heyra. Líklega hefir orsökin verið sú að þeir hafa heyrt um hlutafélag Marleys majórs. Það hafði staðið til að semja við hlutafélagið upp á það, að þeir fengju helming af því sem upp úr sjónum kæmi. Nú var það nauðsyn fyrir yfirvöldin að fá úr því skorið, hvort nokkuð var þar að hafa! Hnefafylli af krafta- verkum mamma hugsai' öllu... hún hdW ávallt 4 VlCK VapoRub Salve Til udvortes brug ved visse irritationer Vændiskonur komu frá Englandi til að freista gæfunnar í þessum nýja heimi. Port Royal varð í raun og veru auðugasti bærinn á vesturhveli jarðar, — jafnvel auðugri en á dögum Henrys gamla Morgan. Hinn gamli sjóræningi lifði ekki endalok bæjarins. Hann dó fjórum árum fyrir jarðskjálft- ann. Einhversstaðar á hafsbotni liggur legsteinn með nafni hans. í Port Royal ganga þær sögur að Marx hafi fundið steininn og smyglað honum úr landi, til að selja hann á safn í Ameríku. Piskimennirnir hafa oft spurt hann um legsteininn. Þeir spyrja líka um gull, sem hann á að hafa fundið. Marx svarar því til að hann sé aðeins starfsmaður hjá ríkinu, og allt sem hann finni á hafsbotni, jafnvel minnsta pott- brot, hafi hann skilvíslega af- hent húsbændum sínum. Marx er ekki ánægður með launin sem hann fær, 6000 doll- ara, í stað þess að fá prósentur af bví sem hann nær í, sem víð- ast hvar tíðkast. En þetta eru nú þau skilyrði sem hann verður að láta sér lynda, til að fá að gramsa í þessum bæ á hafsbotni, sem hefur hrærzt í höfði hans frá drengsárunum. — Ég las um sjóræningja í Port Royal, þegar ég var smá- strákur, segir hann. — Það var einhver sem skrfaði margar bækur um seglskip, full af gulli og allskyns dýrgripum. Ég sökkti mér niður í þessar sögur. En það sem raunverulega hreif mig mest var lýsingin af sjálfum bænum. Sérstaklega lýsingin af kirkjunni. Því var haldið fram að beina- grindurnar sætu þar ennþá á kirkjubekkjunum. Og í miklum sjógangi ætti maður að geta heyrt í kirkjuklukkunum. í AÐ EINA SEM ÉG SÁ VORU KÓRALRIF. — Þetta var auðvitað allt sam- an skáldskapur. Þeir veggir, sem ekki hafa hrunið í jarðskjálftan- um, árið 1692, hafa þá hrunið síðar í jarðskjálftum, sérstaklega árið 1907. Marx dreymdi alltaf um að rannsaka Port Royal á hafsbotni, og það varð að raunveruleika árið 1954. — Ég var unglingur þá, segir hann, — hann er nú 33—34 ára gamall. — Ég hafði ekki losnað við rómantískar grill- ur úr kollinum. Þegar við kom- um til Port Royal var stinnings- kaldi að norðan og mikill öldu- gangur. En ég skeytti því engu, heldur fór í kafarabúning og steypti mér í hafið. Fiskimenn- irnir, sem þarna voru, bentu mér á eitthvað sem þeir kölluðu kirkjubaujuna, og þangað synti ég, eins hratt og ég komst. Þegar ég kom á staðinn, þar sem bauj- an átti að vera, kafaði ég, í þeirri góðu trú, að nú rækist ég á kirkjuturninn og fengi að heyra hljóm klukknanna. Framhald af bls. 15. ekki viljað borða, ekki einu sinni uppáhaldsmatinn sinn. Henni stóð áhyggjufullt andlit Jamies fyrir hugskotssjónum og það bland.aðist minningunni um að hann hafði trúað henni fyrir að Cuthbert ætti að fá einkagrafreit á leyndum stað í Harpers myll- vid hendina” unni. Það fór hrollur um hana við tilhugsunina um gömlu bygg- inguna niður við ána, næstum tvo kílómetra fyrir sunnan þorp- ið. Hún reis á fætur og fór á ný út í óveðrið. Nú var undan veðri að sækja og henni sóttist ferðin mun greiðar, þegar hún hafði vindinn í bakið. Þegar hún kom að bílskúrsdyrunum, beitti hún loppnum fingrum lil að opna þær. Sem betur fór átti hún ekki í neinum erfiðleikum með að setja bílinn í gang. Hún ók aftur á bak úl úr skúrnum, beygði nið- ur á afleggjarann og jók ferðina. Ferðin var martröð, tvisvar varð hún að stanza til að þurrka af framrúðunni, því þurrkurnar megnuðu ekki að hreinsa af henni, en að lokum var nryllan framundan. Sem betur fer hafði hún rek- izt á þessa gömlu myllu, einu sinni, þegar hún fór i'ú að ganga með Bracken og gazl hreint ekki að henni. Hún lagði bílnum út í vegarkantinn og fikraði sig nið- ur að ánni, að hrörlegu, mjóu trébrúnni sem lá yfir ólgandi straumvatnið. Það var áhættu- samt að fara yfir brúna og hún þorði ekki að styðja sig við fú- ið handriðið af ótta við að það brctnaði. Ef hún treysti á það og það bilaði, myndi hún falla í ána. Loks komst hún heilu og höldnu yfir og fikraði sig upp tröppurn- ar á húsinu. Dyrnar voru orðn- ar fastar af því húsið hafði stað- ið ónotað í svo mörg ár og það var með naumindum að hún gat þrengt sér inn í gegnum þessa litlu rifu sem opnaðist, inn í saggafulla og drungalega myll- una. Hún hallaði sér upp að veggnum og lét augun hvarfla um meðan hún vandi sig við myrkrið. Fyrst hélt hún að þetta hefði aftur verið vindhögg, en svo tók hún eflir ofurlítilli hreyf- ingu við fjærsta vegginn. Hún fikraði sig hægt yfir óslétt gólf- ið og stundi af létti, þegar hún sá litla, samanhnipraða veru í einu horninu. — Jamie! Jamie West.bury! Hvað í ósköpunum ertu að gera hér í þessu hræði- lega veðri? Hann lyfti hægt höfðinu og ósjálfrátt klappaði hún honum umhyggjusamlega, þegar hún sá hina þöglu, botnlausu sorg, í litla, óhreina andlilinu. Úfinn, þreyttur og társtokkinn, sal hann þarna. Dæmigerð mynd ör- væntingarinnar. Hann starði á hana, án þess að koma upp nokkru orði sem gæti gefið sorg hans til kynna. I höndunum var hann með litla, loðna veru, stirða og kalda. Það er Cuthbert, sagði hann að lokum. -— Hann er dáinn. Tárin streymdu niður eftir kinn- um hans. Hann var dáinn, þeg- ar ég kom með eplaköku til hans. Honum þótti alltaf svo góð epla- kaka, en nú kom hún of seint. Það fóru kippir um axlir hans, þegar hann breiddi jakkann sinn 44 VTICAN 45-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.