Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 16
Þegar Bítlarnir léku inn á nýjustu hæggengu hljóm- plötu sína fengu þeir fjölda hljóðfæraleikara í lið með sér, og í einu laginu ,,A day in the life", er heil sinfóníuhljómsveit með í spilinu. Fleiri hljóm- sveitir hafa nú farið að dæmi Bítlanna, og má þar nefna The Bee Gees og The Hollies. Það er engum vafa undiropið, að dægurmúsik hefur aldrei verið svo vönduð sem á þessum siðustu tímum, og henni hefur heldur aidrei verið jafn mikill gaumur gefinn. í hinu viðlesna tímariti Time 22. sept. birtist löng grein um Bítlana og músik þeirra, og er þess þar réttilega getið, að Bítlarnir hafi rutt brautina í þessu tilliti. Samkvæmt gömlu og gildu lögmáli halda hin- ir hæfustu velli — og þetta hefur líka hljómsveitin The Hollies sannað. Liðsmenn The Hollies semja alla sína músik sjálfir, líkt og Bítlarnir. Þeir eru nú að halda af stað í hljómleikaferð um Bretland, og munu þeir koma fram ásamt stórri hljómsveit skipaðri fiðlurum og blásurum. The Hollies létu þess nýlega getið, að þeir væru óhressir yfir brezkum áheyr- endum; væru þar fremst í flokki skrækjandi ung- píur, sem augsýnilega kynnu ekki að meta músik- ina úr því þær yfirgnæfðu hana með eigin óhljóðum. Hins vegar létu Hollies vel yfir skandinaviskum áheyrendum og nefndu einkum Svía, en í Sviþjóð hafa þeir verið ótal sinnum. Þegar við lékum í Stokkhólmi voru áheyrendur eitt sinn um 14 þúsund — og það mátti heyra saum- nál detta. Það er gott að leika fyrir fólk, sem kann að hiusta. Þetta sagði Allan Clarke, einn þeirra félaga ný- iega, og virðist eftir þessu að dæma sem hljóm- sveitin hafi tekið miklum breytingum, síðan hún kom fram í Háskólabíói fyrir einu og hálfu ári. The Hoilies eru ekki stórlega hrifnir af hinni svo- nefndu „psychedelic" músik með tilheyrandi Ijósa- effektum. Þeir segja: „Allt þetta ijósastand dregur bara athyglina frá músikinni. Áheyrendur okkar eru ánægðir, ef við aðeins gefum þeim góða músik". Öðru máli gegnir með blóm og skrautlegar sviðs- múnderingar. Það kunna The Holiies vel að meta. Kærleikur er þeirra mottó, og því til sönnunar skrifa þeir heiti hljómsveitarinnar með hjarta! The Hollics. I-------------- Leyni- búskapur Paul McCartney festi nýlega kaup á bóndabæ á afskekktum stað í Kintyre í Skotlandi. Ekk- ert hefur verið látið nánar uppi um það, hvar bæixm sé að finna enda yrði Paul sennilega leiður, ef hann yrði var mannaferða. —- Allt virðist benda til þess, að brúðkaup hans og Jane Asher sé á næsta leyti. í sumar dvöldu hjónaleysin tíðum á býli sínu uppi í fjöllunum. Paul hugaði að rollunum sínum (þær fylgdu með í kaupunum), og bæði nutu þau þess að vera fjarri öllu verald- arvafstri. ☆ 16 VIKAN 45-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.