Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 26

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 26
lield að í fyrstu höfum við Kapler ekki liaft nein sérstök áhrif hvort á annað. Síðar var okkur öllum hoðið á frumsýn- ingu kvikmyndar og við, ég og hann, fórum að tala saman um kvikmyndir. Kapler, eða Ljúsja eins og liann var kallaður, var hissa á því að ég skyldi vita eitthvað um kvikmyndir og var ánægður með að mér líkuðu eldvi bandariskar skemmli- myndir með steppi og kórstúlkum. Næsta sinn er hann kom til Zúbalóvó sýndi hann okkur „Kristinu drottningu“ með Grétu Garlio. Mér fannst hún geysilega áhrifamikil og Kapler líkaði það stórvel. Næst hittumst við þegar sjöundi nóvember var haldinn liátíðlegur. Fjöldi fóllcs kom þá til dötsjunnar. Að loknum heldur Iiávaðasömum miðdegisverði fórum við að dansa. Kapler sneri sér óvænt að mér: „Kanntu foxtrot?“ Ég var í fyrsta fallega kjólnum, sem saumaður hafði verið á mig hjá klæðskera. Ég har lika gamla hrjóstnál með granat- steinum, sem móðir mín hafði átt, og var á hælalágum skóm. Ég hef trúlega litið mjög svo afkáralega út, en Kapler fullvissaði mig um að ég dansaði mjög vel. Ég var svo örugg og fann til svo mikillar hlýju og friðsældar við hlið hans! Ég fann til óvenjumikils trausts til þessa stóra, við- feldna manns. Mig langaði til að leggja höfuðið á öxl lians og loka augunum. „Hversvegna ertu svona óhamingjusöm i dag?“ spurði hann mig. Ég hélt áfram að dansa, en fór að segja honum allt. Ég sagði honum hversu einmana ég væri heima. Ég sagði honum að það væru nákvæmlega tíu ár síðan móðir mín dó, en þó virtist enginn minnast hennar. Allt þetta ruddist út úr mér, og allan timann héldum við áfram að dansa. Þetta kvöld leituðum við hvors annars. Við vorum ekki lengur ókunnug, heldur vinir. Kapler var vingjarnlegur, góðhjartaður og hafði álmga á öllu. En hann hlýtur að hafa verið einmana. Ef til vill þarfnaðist hann líka einhvers. Hann var nýkominn frá Hvítrússlandi, þar sem hann var að safna efni úr skæruhemaðinum, sem þar var háður. Við drógumst hvort að öðru af ómótstæðilegu afli. Við reyndum að hittast eins oft og rið gátum, þótt það væri ótrúlega erfitt. Kapler var vanur að lcoma til slcólans, þar sem ég var við nám, slanda við dyrnar og skyggnast eftir mér. Ég fann hvernig mér hitnaði um hjartaræturnar af gleði er ég vissi að hann var þar. Við vorum vön að fara til Tretjakoff-sýningarsalarins, sem var nú næstum algerlega óujjphitaður, og horfa á stríðssýninguna. Þar reikuðum við um unz bjöllunni var hringt til merkis um að lokunartimi væri kominn. Við fórum líka i leikhús. Þá var nýbyrjað að sýna „Vígstöðvamar" eftir Alexander Komeisjúk. Kapler sagði að leikrit þetta ætti ekkert skylt við list. Af sömu ástæðum sáum við „Bláfugl“ Maeterlincks og einnig „Spaða- drottninguna“ í Bolsjoi. Kapler sýndi mér „Mjallhvit og dvergana sjö“ eftir Disney og hina dásamlegu mynd „Unga Linc.oln“ í sýningarsal kvik- mvndaráðuneytisins. Þar gátum við setið hlið við hlið og verið ein. Kapler færði mér líka bækur. Hann hafði komizt yfir „Hverjum klukkan glymur“ eftir Hemingvvay og lánaði mér hana til lestrar. Hann færði mér líka „Allir menn eru ávinir“ eftir James Aldington og „Einn gegn öllum“ eftir Hem- ingvvay. Hann færði mér „Hverjum klukkan glymur“ í rússneskri þýðingu. Þá var þegar farið að dreifa þýðingunni á laun. Én lnin hefur ekki verið gefin út enn þann dag í dag! Þá færði hann mér bækur ætlaðar „fullorðnum“, sem fjölluðu um ástamál, algerlega viss um að ég myndi skilja þær niður í kjölinn. Ég er ekki viss um að ég hafi gerl það þá, en ég man þessar hækur eins vel og ég hefði lesið þær i gær. Kapler gaf mér eintak sill af liinni geysistóru „Urval rússneskra ljóða frá timum symbólismans til nútimans.“ Það var allt útkrotað í merkjum og litlum krossum við uppá- lialdsljóð lians. Síðan þá hef ég kunnað utan að ljóð eftir Akmatóvu, Gúmíleff og Kódasevitsj. Við gengum saman um snæviþakin og striðsmyrkvuð stræti Moskvu, og gátum aklrei fengið nóg af því að tala saman og af hvoru öðru. Mikail Klímoff, minn óöfundsverði „varðhundur" fylgdi á eftir. Það sem var að gerast sló hann algerlega út af laginu, ekki sizt það að Kapler lét aldrei hjá líða að heilsa honum af itrustu vinsemd og kveikja i síga- rettu fyrir hann. Engu að síður var návist hans einskonar hindrun fyrir okkur. f mínum augum var Kapler gáfaðasti, bezti og dásamleg- asti maður i heimi. Hann geislaði af þekkingu. Hann hjálp- aði mcr til að up])gölva heim listanna, sem var mér nýr og sem ég var aðeins byrjuð að kanna. Hvað mig snerti, þá vakti ég stöðugt lijá honum undrun. Honum fannst| það stórkostlegt að ég skyldi lilusta á liann, skilja hann, drekka í mig orð hans og svara honum á viðeigandi hátt. Innan skamins fór Kapler til Stalingrað. Þá var orrustan um borgina í aðsigi. Hann vissi, að ég vildi vita allt, sem hann sæi og hrá á ráð, scm i sannlcika sagt tók út yfir allt, hæði hvað snerti riddaralega hæversku og ofdirfsku. Þcgar ég var að fletta Pravda dag einn síðla i nóvember, rakst ég á pislil með fvrirsögninni „Bréf frá L. lautinanti i Stalín- grað fyrsta bréf“, eftir sérlegan fréttaritara A. Kapler. Þetta var hréf frá óþekktum lautinanti til konunnar, sem liann elskaði, og i þvi var lýst öllu, sem gekk á í Stalíngrað — atburðum, sem augu alls heimsins störðu á. Ég stirðnaði upp, þegar ég sá greinina. Ég gat vel imyndað mér viðbrögð föður mins. Hann hafði þegar verið upplýstur um hina sérkennilegu hegðun mina. Hann hafði einu sinni gefið inér i skyn undir rós og með viðmóti, sem lýsti ilrustu óánægju, að hegðun mín væri þannig, að hún yrði ekki um- horin. Ég liafði látið þetta sem vind um eyru þjóta og farið mínu fram sem áður, en nú sæi hann áreiðanlega grein- ina, sem hlaut að skýra málið einum of vel. Gönguferðum okkar til Tretjakoff var lýst i smáatriðum. Meira að segja þurfti liann endilega að Ijúka greininni þannig. „Sennilega er nú snjókoma i Moskvu. Úr glugganum þínuin geturðu scð Kremlniúrana með skotskörðunum.“ Hvað i ósköpunum myndi nú gerast? Ka])lcr kom aftur frá Stalíngrað rétt fyrir áramótin 1942 1943. Ég hað hann að hitta mig ekki eða liringja i mig fram- ar, og harín samþykkti að við jæðum að skilja. f tvær eða þrjár vikur töluðumst við ekki einu sinni við i sínia. En þeim mun meira hugsuðum við um hvort annað. Tólf árum siðar fengum við tækifæri til að hera saman, 2fí VTKAN «■tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.