Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 9

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 9
Fyrsti negrinn í hæstarétti Bandaríkjanna Það er ekki langt síðan að það kom í öllum fréttum, að eitt stœrsta sporið hefði verið stigið í Bandaríkjunum til lausnar á hinu erfiða litarháttavanda- máli. Johnson forseti skipaði 59 ára gamlan svertingja, Thurgood Marshall, sem einn af átta dómurum í hæsta- rétti. (Dómstóllinn samanstendur af einum formanni og átta meðdómurum. Hann hefur m. a. það hlutverk að ógilda lög, ef honum þykja þau brjóta 1 bága við stjórnarskrána). Langafi Marshalls kom sem þræll frá Afríku. Marshall var dúx í háskóla, starfaði lengi sem sjálfstæður lögfræðingur, en heí'ur á seinni árum sinnt ýmsum ábyrgðarmiklum embættum fyrir am- eríska ríkið. Mesta afrek Marshalls á lögfræði- brautinni var árið 1954, þegar hann, fyrir hæstarétti, gat sannað, að það að meina lituðu fólki aðganga að skól- um hvítra, stríddi gegn stjórnar- skránni. Hann hefur alla tíð verið mikill bar- áttumaður fyrir jöfnum borgararétti allra í Bandaríkjunum, og árið 1935 vann hann frægt mál gegn Maryland- háskólanum, sem eftir það varð að taka inn svarta stúdenta jafnt sem hvíta. Marshall sjálfum hafði verið neitað um inngöngu í háskólann á sínum tíma. Útnefningin vakti vissulega mikla reiði hjá mörgum þingmönnum Suð- urríkjanna. Lá við, að syði upp úr um tíma. En foringi blakkra, Martin Lúther King segir: — Við höfum enn- þá stigið eitt skref í áttina að full- kominni sameiningu. VOLVO 144 ORYGGIFRAMAR ÖLLU Öruggasta fjölskyldubifreiðin í dag. Yfir 30 öryggisatriði. 4ra dyra, 4ra gíra, 85 og 115 ha. Verð frá kr. 276.000,00. VIINDIfl VHLIÐ VELJIÐ V0LV0 ANDLITSLÝTl ORSAKAR GLÆPE Er það möguleiki, að mikill fjölda glæpa sé framinn af fólki, sem hefur minnimóttarkennd vegna andlitslýta. Jó, þetta mun vera rétt. Og sál- fræðingar hafa gefið þessu fyrir- bæri nafn, — Quasimodo-komplex- inn. Quasimodo þessi var hrjúfur og vanskapaður í hinni frægu sögu Victors Hugo „Hringjarinn frá Notre Dame", en hún kom út árið 1831. Þessi saga hefur verið kvikmynduð hvað eftir annað, eins og kunnugt er. Nú hafa tveir sálfræðingar við háskólann í Kansas í Bandaríkjun- um, dr. F. W. Masters og dr. D. C. Greaves rannsakað rúmlega 11.000 Ijósmyndir af afbrotafólki í lögreglu- skýrslum ( fimm stórborgum ame- rískum. Þeir hafa verið með allar tegundir afbrotafólks, morðingja, nauðgara og annað kynferðislega afvegaleitt fólk, vænd'rsmiðlara og sjálfsmorðingja og þeir hafa rann- sakað sérhverja mynd af mikilli ná- kvæmni og bæði stuðzt við prófíl og venjulegar andlitsmyndir. Niðurstaðan var furðuleg: Sex af hverjum tíu voru að einhverju leyti með afbrigðilegt andlit. Og rann- sóknir þeirra sýndu ennfremur, að 52% þeirra höfðu útstandandi eyru, 18% höfðu innfallna höku, 14% ör í andlitinu, 1 1% afbrigðilegt nef, 3% afbrigðileg eyru og 2% af- brigðileg augu. Hjá kvenfólki var afbrigðilegt nef og bólugröftur al- gengasta ástæðan. Læknavísindin hafa lengi viður- kennt þá staðreynd, að andlegar ástríður geti leitt til líkamlegra ó- þæginda. En getur verið að hægt sé að snúa þessu algerlega við, þ. e. líkamleg vandamál (Þar af fyrst og fremst átt við útlitsvandamál) geta leitt af sér sálræna vanlíðan, sem síðan leiðir af sér glæpi. Þetta er merkilegt mál, einkum ef það er haft í huga, að svona andlitslýti er auðveldlega hægt að laga á fólki, með plastaðgerðum og öðru slíku. Með öðrum orðum: Plastaðgerð sem læknislyf gegn glæpum. KEÐJUR er rétta l&usnin Það er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og bálku. Sendum í póstköfu um allt land. W E E D keðjufnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnuni stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. KHISTtMV r.U»\ASO\ II.F. Klapparstíg 25—27 — Laugaveg 168 Sími 12314 — 21965 — 22675. 45. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.