Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 21
í þau fáu ár sem Port Royal á Jamaica var og hét, var þar auðugasta
sjóræningjabæli og ósiðlegasti hafnarbærinn við Karabiahafið. Þessi
bær var frægur fyrir auðæfi, sem aðallega voru fengin með sjóránum,
og frægur að endemum fyrir drykkjuskap, guðlast og alls konar ósiðsemi.
Prestarnir voru svo skelfdir yfir háttemi bæjarbúa, að þeir spáðu því
að reiði Guðs myndi dynja yfir borgina, og endalok hennar yrðu þau
sömu og Sódómu og Gómorru, hún yrði þurrkuð út. Einn þeirra sem
sagði fyrir um þetta var sóknarpresturinn við St. Páls söfnuðinn í
Port Royal. Hann átti sjálfur eftir að lifa það að spádómur hans rættist.
rættist.
PORT ROYAL LÍÐUR UNDIR LOK.
Morguninn 7. júní árið 1692 var óvenjulega heitt og mollulegt veður,
og rjómalogn. Heath sóknarprestur hafði eytt morgninum í kirkju sinni
við bænalestur. Svo fór hann í hús kaupmannasamstakanna, til að
hitta bæjarráðsformanninn John White, sem um þessar mundir þjónaði
embætti landstjórans. Hann hafði boðið prestinum upp á glas fyrir
matinn. Þeir sátu lengi yfir glösunum, og presturinn gleymdi alveg
Hlutir, scm Marx hefur náð í, í hinni fornu Port Royal.
hann nú í eitt ár fengizt við að kafa og rannsaka bæjarrústirnar
á hafsbotni.
ÞAÐ ER LÍFSHÆTTA AÐ KAFA ÞARNA.
Marx heldur því fram að megnið af fjársjóðum Port Royal,
gull — silfur og skartgripir, hafi verið sótt í greipar hafsins
fyrir löngu; sjómenn og aðrir hafi strax eftir jarðskjálftann
dregið þung net og sterka króka eftir sjávarbotninum, og með
þessum tilfæringum náð flestu lauslegu upp. Marx álítur, að séu
einhverjir fjársjóðir þarna ennþá, munu þeir vera grafnir undir
þungum múrveggjum, sem allsstaðar liggja þarna á botninum,
menn hafi ekki haft nein áhöld til að ná svo þungum hlutum
þá. Hann hefur reyndar ekki útbúnað til neinna stórræða sjálf-
ur, — aðeins gamla skektu, með lélegum utanborðsmótor, og
lítinn pramma, sem flýtur á tunnum; svo hefir hann fengið loft-
þjöppu að láni hjá yfirvöldunum. Þjöppuna notar hann með
loftdælu, til að ná sandi og leðju frá rústunum.
En þessi lélegu tæki valda Marx ekki mestum vandræðum.
Spænskar myntir og landakort, frá tímabilinu fyrir jarðskjálftann árið 1692.
*
A
tímanum. Það varð honum til lífs, því að á þessum tíma kom ákafur
jarðskjálfti og þar á eftir flóðbylgja. Húsið, þar sem presturinn borðaði,
var eitt af fyrstu húsunum, sem skolaðist burt með flóðbylgjunni og
hvarf í hafið.
Maður getur ennþá fundið angistina sem greip um sig meðal bæjar-
búa, þegar maður les minningar séra Heaths: — Jörðin skalf allt í
einu undir fótum okkar, og ég spurði White landstjóra: — Hvað getur
þetta verið, herra? Hann svaraði: — Þetta er bara jarðskjálfti, verið
þér rólegur, þetta gengur fljótt yfir.
En jarðskjálftinn jókst. Þegar við heyrðum brakið og brestina, þeg-
ar kirkjan og klukkuturninn hrundu, iögðum við á flótta. Ég sá
gríðarlega gjá myndast og gleypa fjölda fólks, og svo kom flóðbylgjan
yfir það. Þá gaf ég upp alla von um björgun, og flýtti mér heim til
mín. Þar ætlaði ég að bíða dauðans, eins rólegur og mér væri unnt....
'í 275 ár hafa byggingar Porl Royal, með öllu sem í þeim var, og
eflaust miklu af hinum stórkostlegu auðæfum, sem þar voru saman
komin, legið á hafsbotni, aðeins steinssnari frá þeim stað, sem Port
Royal er nú. Port Royal er deyfðarlegt fiskimannaþorp, og liggur á
tanganum á mjóu rifi, sem umlykur Kingston höfn.
f öll þessi ár hefur þessi horfni bær kitlað hugmyndaflug sögufróðra
manna og þeirra sem áhuga hafa á fjársjóðum á hafsbotni. En enginn
hefir átt eins erfitt með að slíta sig frá þessum stað eins og Amerí-
kaninn Robert Marx. Með leyfi frá yfirvöldunum á Jamaica, hefur
Tvisvar á síðastliðnu ári hefir hann orðið fyrir því að
múrveggir hafa fallið yfir hann, þegar hann var að grafa í
botninn. Ótal sinnum hafa svartir og eitraðir gaddar ígulkerja
meitt hann í hendurnar. Nýlega var hann að fjarlægja sand frá
rústunum, með sogdælunni, þá fann hann allt í einu að eitthvað
greip fast um höfuðið á honum og þrýsti að.
KLUKKAN 16.30 KOMA HÁKARLARNIR.
— Ég hafði ekkert útsýni, frekar venju, segir Marx, —
það eina sem ég sá voru augu mín, sem spegluðust í glerjunum
á köfnunargrímunni. Þegar hert var á takinu um höfuð hans,
rétti hann hendurnar upp og fann þá fyrir mjúkum og slepju-
legum búk kolkrabba.
— Hann var lítill, segir hann, — en sterkur eftir stærð. Þegar
ég reyndi að rífa hann af mér, fór gríman af mér og ég ætlaði
að kafna.
Allt í einu mundi hann eftir sogdælunni. Hann greip um grím-
una með annarri hendinni, en með hinni beindi hann sogdæl-
unni að kolkrabbanum, sem bókstaflega tættist í sundur.
En barátta við kolkrabba hefur ekki mikil áhrif á Marx, sem
gerir ekki mikið úr þessum ógeðslegu skepnum, sem eru þarna
undir yfirborði sjávarins. Varkárir kafarar halda því fram að
Framhald á bls. 40.
4s. tbi. VIICAN 21