Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 27

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 27
hvað gerzt liafði. Kapler liafði legið fyrir allar þessar vikur. Hann hafði ekki gert annað en að stara á símann. Að lokum varð það ég, sem ekki stóðst mátið. Ég hringdi í hann og allt saman hyrjaði á ný. Á liverjum degi töluðum við saman að minnsta kosti klukkustund — í simanum. Allir heima hjá mér voru skelfingu lostnir. Ákvörðun var tekin um að koma vitinu fyrir Kapler. Rúmjantséff ofursti, hægri hönd og nánasti aðstoðarforingi Vlasiks hershöfðingja og einn lífvarða föður míns, hringdi í Kaplcr. Þeir vissu allt um okkur og vel það. Rúmjantséff var diplómatískur; hann staklc upp á því við Kapler að hann færi eins langt í brott og mögulegt væri í einliverjum er- indagerðum. Kaplcr sagði honum að fara til lielvítis og skellti á. Allan fehrúarmánuð fórum við í kvikmyndahús, leikhús eða bara i gönguferðir. Síðasti dagurinn i febrúar var seytj- ándi afmælisdagurinn minn. Við duttum niður á tóma íbúð, þar sem noklcrir vinir Vasilís úr flughernum voru vanir að koma saman. Ég fór ekki þangað ein, lieldur í félagsskap „varðhundsins" míns, KJimoffs. Þegar skólanum lauk þenn- an dag, varð hann felmtri sleginn er ég lók stefnu í allt aðra átt en venjulega. Hann sat i næsta herbergi allan tim- ann og lézt lesa blað, en í rauninni lagði hann sig allan fram um að fylgjast með því, sem gerðist í laerberginu við hliðina, en dyrnar á mihi voru galopnar. Við stóðum saman og kysstumst þegjandi; vissum hæði að þessi fundur okkar yrði sá siðasti. Kapler hafði fengið fyrirmæli um að fara til Tasjleent til að taka þar kvikmynd. Við voruin í senn hamingjusöm og sorgbitin. Við horfðumst í augu og kysstumst. Við vorum ósegjanlega hamingjusöm. En tárin héldu áfram að streyma. Þvi miður höfðu þeir, sem fylgdust með okkur, víxlað málunum eftir eigin geðþótta. Á þessum degi, afmælisdegi minum tuttugusta og átlunda febrúar, hafði þegar verið ákveðið livað ætti að „gera við okkur.“ Ég fór heim þreytt og niðurbrotin, þrúguð válegum fyrir- boðum. „Varðhundurinn“ þræddi slóð mína, einnig tilrandi af kviða. Kapler fór lieim til að taka saman dótið sitt; gerði ráð fyrir að yfirgefa Moskvu eftir fáeina daga, Annan marz 1943 komu tveir menn inn í herbergi lians og sögðu honum að fylgja sér. Þeir fóru með liann beina leið til Lúbíanka. Þar var leitað á Kapler og honum sagt, að liann væri fangi. Forsendurnar voru þær, að hann hefði haft samband við útlendinga. Og að visu hafði hann farið utan nokkrum sinnum og þekkti svo til alla erlenda frétta- ritara í Moskvu. Mitt nafn var aldrei bendlað við þetta. Morguninn þriðja marz, þegar ég var að búa mig í skól- ann, kom faðir minn inn til mín, en það liafði hann aldrei gerl áður. Hann stikaði hvatlega inn í lierbergið mitt. Augnatillit lians nægði til að negla fóstru mina við gólfið úti í horni. Ég hafði aldrei séð föður minn með þvílíkan svip. Hann tók andköf af reiði og gat nauniast komið upp orði. „Ilvar, hvar eru þau öll?“ tafsaði liann. „Hvar eru öll þessi bréf frá „rithöfundinum“ þinum?“ Mér er engin leið að lýsa fyrirlitninguimi i i*ödd hans er liann hrækti út úr sér orðinu „rithöfundur.“ „Ég kann aUa sólarsöguna! ÖIl símtölin ykkar eru hérnaj“ Hann klappaði á vasa sinn. „Gott og vel! Komdu með þau! Kapler þinn er brezkur njósnari. Hann hefur verið handtekinn!“ Ég tók allt, sem Kapler liafði skrifað mér, upp úr skrif- borðsskúffunni minni bréfin hans ásamt meðfylgjandi myndurn, sem hann liafði fært mér frá Stalíngrað. Þar voru líka nokkrar minnisbækur lians, drög að smásögum og nýtt kvikmyndahandrit við mynd um Sjostakóvitsj. Þar var lika langt kveðjubréf. Hann Iiafði afhent mér það á afmælis- daginn minn. „En ég elska Iiann!“ mótmælti ég að síðustu, er ég loks- ins kom upp orði. „Elskar!“ lirein faðir minn, og liatrinu í rómnum gel ég ekki lýsl með orðum. Og í fyrsta sinn á ævi minni gaf liann mér utan undir, tvisvar. „Hugsaðu þér bara, fóstra, bve djúpt hún er sokkin!“ Hann gat ekki haft neinn hemil á sér lengur. „Að hugsa sér, þetta óskapa stríð í al- gleymingi, og samt er liún önnum kafin við að ... .“ Hann lauk setningunni nreð orði úr grófu bændamáli, eins og hann gæti ekki fundið neitt annað, sem lúlkaði bugsanir bans betur. „Nei, nei, nei“, var það eina sem fóstra mín gat sagt, þar sem liún stóð úti í horni. „Nei, nei, nei.“ „Hvað áttu við — nei?“ Faðir minn var ennþá ofsareiður. „Hvað áttu við með því að segja nei, þegar ég veit alla söguna!“ Hann leit á mig og sagði dálitið sem gerði að verk- um að við lá að ég hnigi niður þar sem ég stóð. „Revndu að líta á sjálfa J)ig. Hver heldur þú að kæri sig um þig? Fíflið þitt! Hann er með kvenmann á hverjum fingri!** Þar með fór hann. Hann fór inn í borðsalinn og tók með sér bréfin min til að lesa þau. Ég var alveg niðurbrotin. Síðustu orð hans höl'ðu hitt í mark. Hann mátti lasta Kapler eins og hann vildi; það hryni. aldrei á mér. En þegar liann sagði mér að „líta á sjálfa mig“, gerði ég mér undireins grein fyrir, að óhugsandi var að nokkur kærði sig um mig. Var hugsanlegt að Kapler hefði elskað mig, þegar alll kom til alls? Gat verið að ég hcfði verið honum nokkurs virði? Ég áttaði mig ekki fvllilega á stundinni þegar faðir minn slcvetti út úr sér orðunum: „Hann Kapler þinn er brezkur njósnari.“ Eftir að liann var farinn, liélt ég áfram að búa mig i skólann, vél- rænum hreyfingum. Þá fvrst áttaði ég mig á, hvað liafði komið fyrir Kapler. Ég var enn Iiálf rugluð þegar ég kom aftur úr skólanum síðdegis. Mér var sagt að pabbi vildi „tala við ])ig inni í borðstofunni.“ Ég fór þangað þegjandi. Pabbi var að rífa sundur bréfin og myndirnar frá Kapler og benda þeim i pappírskörfu. „Rithöfundur!“ tautaði hann. „Hann getur ekki skrifað sómasamlega rússnesku! Hún gat ekki einu sinni náð sér í Rússa!“ Kapler var Gyðingur, og það var greinilega sú staðreynd, sem angraði liann meira en nokkuð annað. Kapler var sendur norður á bóginn til fimm ára dvalar. Hann bjó i Vorkútu og var leyft að vinna við leikhúsið þar. Þegar refsitima hans var lokið, ákvað liann að fara lil Kíef, þar sem foreldrar hans bjuggu, þar cð honum var bannað að koma til Moskvu. En þrátt fyrir gífurlega áhættu kom hann til Moskvu i mjög stutta heimsókn. Það var árið 1948. Eftir fárra daga dvöl í Moskvu lók hann lest til Kíef. Nokkrir óeinkennisklæddir lögregluþjónar fylgdu lionum 45. tw. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.