Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 29
verkfœrí & járnvörur h.f.
Heilbrigði föturinn
tekínn af!
Það hefur verið mikið uppi-
sand í Englandi vegna mistaka
sem urðu á sjúkrahúsi í Birming-
ham í Englandi. Skurðlæknar þar
tóku öfugan fót af konu einni.
Þessi mislök urðu á East Birm-
ingham General Hospital. Það
var meiningin að taka vinstri fót
af 79 ára gamalli konu, en þess
í stað var hægri fóturinn, sem
var heilbrigður, tekinn af. Lækn-
arnir urðu mistakanna varir, áð-
ur en konan vaknaði eftir svæf-
inguna. Þeir undu því bráðan
bug á því að iaka sjúka fótinn
líka, þannig að þegar konan vakn-
aði, var hún algerlega fótalaus.
Þessi mistök í Birmingham
virðast ekki vera neitt ný bóla
í Bretlandi. Rannsóknir hafa
leitt í ljós að alvarlegum mis-
tökum fer fjölgandi með árun-
um. Á þessu ári hafa komið fyr-
ir ekki færri en 10 alvarleg mis-
tök á sjúkrahúsum og meðal
lækna í Bretlandi. Fyrir skömmu
var tekið heilbrigt auga úr
manni, þannig að hann er sjón-
laus. Fjöldi dauðsfalla hafa orð-
ið vegna innspýtinga með röng-
um lyfjum og vegna þess að
læknar hafa skrifað rangt á lyf-
seðla.
Brezku læknasamtökin krefj-
ast nú sfrangari eftirlits og rann-
sókna á þessum málum, eftir
þetta slys með aftekna fótinn.
Menn krefjast nú alls konar ör-
yggisráðstafana, eins og t. d. að
merkja rækilega þá staði á lík-
amanum, sem skurðlæknirinn á
að snúa sér að. .. .
Komumst við al
án sjónvarps?
Blað eitt í Malmö í Svíþjóð
fékk fyrir skömmu fjölskyldu
eina til að gera í félagi við sig
athugun varðandi þetta mál
dagsins. Athugunin var í því
fólgin, að fjölskyldan var látin
vera án sj ónvarpstækis í viku-
tíma. í þessari fjölskyldu, sem
er aðeins í meðallagi hrifin af
sjónvarpi, eru hjónin og tvö börn,
fjórtán og níu ára. Þau litu öll
svo á, að þau gætu vel lifað
án sjónvarps, enda þótt þau
væru að vísu vön að horfa á
kvölddagskrána.
En niðurstaðan varð önnur.
Að vikunni liðinni sagði hús-
bóndinn: „Þetta var erfiðara en
okkur hafði dottið í hug. Það
getur gengið í viku, en önnur
vika í viðbót myndi enda með
skelfingu." Það sýndi sig nefni-
lega, að þegar fjölskyldan hafði
ekki sjónvarpið, átti hún í vandr-
æðum með að finna sér eitthvað
til að drepa tímann með.
Frúin fór að laga til og dytta
að hinu og þessu, og komst að
raun um að hún kom miklu
meira í verk en venjulega. Hús-
bóndinn uppgötvaði fljótlega, að
kaffineyzla hans hafði aukizt um
helming. Hann fann til „sál-
rænnar pressu“ vegna sjónvarps-
leysisins. Níu ára dóttir hans
tók að leika á blokkflautu af
mikilli ástríðu og bróðir hennar
fjórtán ára fann, að hann hafði
lengri tíma til að lesa lexíurn-
ar og fór fyrr að hátta en áður.
Fjórða daginn keypti húsmóð-
irin tvö vikurit. „Venjulega
kaupi ég aldrei vikurit“, sagði
hún. Maður hennar fór að lesa
bækur, en til þess hafði hann
ekki haft tíma fyrr. Fjölskyldan
hlustaði nú meira á útvarpið en
hún var vön og komst að raun
um, að sumt í því var snöggtum
betra en sumt sjónvarpsefnið.
Á laugardaginn fór fjölskyldan
fyrr að hátta en nokkru sinni
fyrr. Hálfellefu voru þau öll
sofnuð. Á sunnudaginn, sem var
sjöundi og síðasti dagur sjón-
varpsbindindis, skeði annað, sem
líka var óvenjulegt í lífi fjöl-
skyldunnar: hún fór saman á bíó,
en það hafði ekki gerzt siðan
sjónvarpstækið var keypt árið
1960.
Tryggvagötu 10.
Símar; 15815 & 23985.
Fullkomnasta
trésmíðaverkstæöið
á minsta gólfflefií
fyrir heimili, skóla og verkstœdi
Hin fjölhæfa 8-11
verkeffna trésmíðavél:
Bandsög, rennibekkur,
hjólsög, frœsari, band-
slípa, diskslípa, smergel-
skífa og útsögunarsög.
Fáanlegir fylgihlutir:
Afréttari þykktarhefill
og borbarki.
45. tbi. VIKAN 29