Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 18
Affeins einu sinni hefur Island verið hersetið. Þeir, sem þann tíma lifðu, gleyma honum aldrei. Það er því ekki lítið spenn- andi að fá nú heimildarkvikmynd um dvöl brezkra og bandaríska setuliðsins hér á landi heimsstyrjaldarárin síðari. — VIKAN hefur fengið að skyggnast ofurlítið í kvikmyndina og birta úr henni örfáar glefsur, sem allar lúta að samskiftum hermannanna og barnanna. Því þau munu færri börnin, sem ólust upp á her- námsárunum, og ekki minnast barngæzku hermannanna. — Efni myndarinnar safnaði Reynir Oddsson og hann hefur séð um alla gerð hennar í samráði við United Motion Pictures í London. O Bíladcllan er fylKifiskur heilbrigðra stráka — og aldrei hafa þeir fengið henni jafnmikla útrás og í sterkbyggðum bílum lier- námsliðsins. Þá kenndu Brctarnir £ börnunum handtökin á haka og skóflu og síðan höf- um við ekki komizt yfir Bretavinnuna. Bretar höfðu ekki alla vasa fulla af sælgæti og ávöxt- um eins og verndar- arnir vestan um haf (sem að því er virtist höfðu ekki vasa, heldur ótæm- andi allsnægtasekki), en brot af súkkulað- inu er jafngott á bragðið og stykkið allt. Þessar voru nógu £> ungar til að mega sjást á tali við her- menn. -O $ Já, hernámsliðarnir á íslandi voru sannkall- aðir vinir barnanna. Og ætli einhverjir gegnir borg- arar á bezta aldri þekki ekki sjálfa sig á myndinni hér að ofan og til hægri? 18 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.