Vikan


Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 8
Svona nokkuð stenzt enginn Spánverji Bpuflapkiólaefni Samkvæmisefni meðal annars glitofin efni í glæsilegu úrvali. Skólavörðustíg 17 Laugavegi 11 Háaleitisbraut 58 Strandgötu 9, Hafnarf. McCall’s 8558 Áhrif nýju kjólatízkunnar á Spán- verja komu nýlega fyrir dómstól 1 Madrid. Hópi ungra Spánverja var stefnt fyrir rétt fyrir að hafa „truflað keppni“ á veitingahúsi í borginni. — Þetta gerðist á Club Consulado, þar sem nokkrar dömur kepptu um það hver þeirra dirfðist að sýna sig í stytztum kjól það kvöldið. Niðurstaðan varð skelfileg. Fyrst komu aðeins hnén í ljós. Svo fór meira og meir af lærunum að sjást, og hafði það sýnileg áhrif á viðstadda karlmenn. Að lokum bar fegurðardís með hrafnsvart hár sigur úr býtum — með því að skarta með einhverri flík, sem skýldi svo litlu af henni að naumast var hægt að kalla þetta kjól. Þetta var meira en áhorfendur þoldu. Þeir geröu áhlaup á sviðið — og stúlkurnar. Daginn eftir voru spænsku blöðin full af hneykslunarfullum árásum á keppnii* af þessu tagi. Kirkjan lét líka vonzku í ljós og að lokum kom málið fyrir dómstólana. Þeir ákærðu höfðu ekki margt að segja sér til varnar. Þeir sögðu að- einsr ,,Þið vitið hvernig það er þegar maður sér fallegar konur búnar á ögrandi hátt — þá getur skeð að það kvikni í manni.“ Rétturinn hafði viss- an skilning á sjónarmiði þeirra. Það skiptast á skin og skúrir í heimi stjórnlistarinnar. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum. Þar eru þau að dansa saman, konungurinn og leikkonan. SKin og skúrir Það er ekki ýkja langt síðan gríska leikkonan Melina Mercouri var í heims- íréttunum, vegna þess að gríska herforingjastjórnin svipti hana eignum og gerði hana landræka fyrir þá sök eina, að leikkonan var á móti stjórninni. Skömmu seinna var Konstantín Grikkjakonungur staddur í New York, þar sem leikkonan hafði stofnað til samtaka gegn herforingjastjórninni grísku. Hún reyndi að koma mótmælaskjali til konungsins, þar á meðal annars voru spurn- ingar þess efnis, hvort hann sjálfur væri hlyntur herforingjastjórninni eða ekki. Ekki tókst leikkonunni að koma þessu skjali áleiðis. Henni var tilkynnt að aðalstöðvar S. Þ. væri ekki pósthús! 8 VIKAN 45’ tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.