Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 50
Maybelline snyrtivörur eru framleiddar af sérfræðingum
í augnsnyrtingu, — og þær eru vandlátra kvenna val
um allan heim. Frábær gæði — Fagurt útlit.
Velvet Black
Dark og Light
Brown, Charcoal,
Auburn.
AUGNABRÚNA
BLÝANTUR
meö yddara: alltaf nákvaemur
Auka-
• • •
gorir fögur augu fegurri
ULTRA LASH
Auka-
fyllingar. ■;
CAKE MASCARA
Heims-þekkt
merki
f kassa meö
litlum bursta.
FLUID
EYE LINER
Meö bursta
I lokinu.
Sex litir.
MAGIC
MASCARA
Spiral Bursti
litar, sveigir og
aöskilur augnhárin
Fjórir litir.
CREAM
EYE SHADOW
Turquoise,
Blue-Grey,
Blue, Brown,
Green og
Violet
innkaup var orðið býsna viða-
mikið fyrirtæki. Nú leit út fyr-
ir að hún myndi eyða eftirmið-
degnum ein með Martin West-
bury eða þá að valda báðum
börnunum vonbrigðum með því
að krefjast þess að þau færu heim
strax og þau væru búin að borða.
Það var að vísu þriðji kosturinn
mögulegur, en henni hraus hug-
ur við að sitja í troðfullu kvik-
myndahúsi á barnasýningu á
laugardagseftirmiðdegi.
— Það kemur nú ekki til
greina, er það? rauf Martin hugs-
anagang hennar.
Hún leit á hann og hann brosti.
— Ég er líka huglesari. Er
það ekki skemmtilegt?
Hún sneri sér að stúlkubarn-
inu. — Hefirðu nokkurn tíma
verið ein í bíó, Paddy?
Paddy mokaði í sig kartöflum
og hökkuðu kjöti og sagði svo
með fullan munninn. — Mmmm.
Ég er í laugardagsklúbbnum. All-
ar stelpurnar fara.
Martin ræskti sig og baðaði
út höndunum. Svo rak hann pen-
ingaseðil í hendina á Jamie. —
Þú getur boðið dömunni þinni
upp á ís í hléinu. Jæja, nú er
það útrætt mál og við skulum
láta í okkur matinn.
Nærri hálfum öðrum tíma
seinna kom Martin aftur til bíls-
ins og andvarpaði þungt um leið
og hann renndi sér undir stýrið.
— Maður þyrfti bæði brynju og
atómvopn til að komast í gegnum
þessa hjörð.
— Er allt í lagi með þau?
— Fyllilega. Jamie er í sjö-
unda himni. Hann krosslagði
hendurnar og starði hugsi í gegn-
um framrúðurnar. — Hvað lang-
ar þig svo að gera?
— Ég hélt að við ætluðum í
gönguferð.
— Hefurðu nokkurn tímann
komið til Sudley?
— Nei. En væri það ekki eins-
konar embættisferð fyrir þig?
— Við þurfum ekki endilega
að grandskoða borgina eða ég að
halda fræðslufyrirlestur um
hana, en það er svo fallegt þar.
Ég á ekki við að leggja bílnum
uppi á hæð og horfa þar á út-
sýnið í gegnum gluggana, heldur
veit ég um friðsaman stað, þar
sem maður getur notið náttúru-
fegurðarinnar í friði.
Þau óku í gegnum bæinn og
út í sveitina. — Vissir þú að það
voru dádýr á Drumbeat, einu
sinni? Hann brosti að endurminn-
ingunni. — Þegar ég var strákur
stældi ég John Wayne. Dádýrin
léku hlutverk nautnnna og leigu-
liðahúsið var Crazy D-búgarður-
inn, en það var afi sem fékk
Óskarsverlaunin fyrir hlutverk
sitt í Simon Legreo. Ég finn svið-
ann af keyrinu b.ans enn þann
dag í dag. Hann var reyndar í
sínum góða rétti. Heilbrigður og
fullfrískur strákur þarfnast lík-
amlegrar ref3ingar við og við.
-og flasan fer
LILUU
LILJU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búð
50 VIKAN 45 tbl
Framhald i næsta blaði.