Vikan - 09.11.1967, Blaðsíða 17
EINFÖLDýLÖG OG AUÐLÆRÐ
The Tremeloes hafa nú sent frá sér
þrjár hljómplötur, sem allar hafa komizt
í efsla sæti á vinsældalistanum brezka.
„Og við erum ekki búnir að segja okkar
síðasta orð,“ sagði Alan Blakley, einn liðs-
manna hljómsveitarinnar nýlega, „en samt
erum við alltaf áhyggjufullir um það leyti,
sem við sendum frá okkur nýja plötu. —
Þegar „Even the bad times are good“ kom
á markaðinn töldu ýmsir að það mundi
aldrei ná vinsældum og lengi vel leið okk-
ur ekki sem bezt. En sem betur fer rætt-
ust hrakspárnar ekki. Þessi lög okkar eru
öll mjög einföld. Þau eru auðlærð og all-
ir geta strax sungið með. Stundum langar
okkur til að leika erfiðari og flóknari lög
inn á plötu en ekki er að vita, hvort slík
músik mundi ná jafn miklum vinsældum.
Lagið „Even the bad times are good“ var
til dæmis tekið upp á hálftíma. Það er
einfalt og það er einmitt þess vegna sem
það hefur orðið vinsælt."
|The Jimi Hendrix.
Experiðnce Bt? Öðl
„EXPERIENCE"
Þessir kynlegu kvistir nefna
sig The Experience. Sá í miðið
er Jimi Hendrix, höfuðpaur
hljómsveitarinnar og einn þekkt-
asti „blues“-söngvari síðari ára.
Jimi er lítt þekktur hérlendis. —
Plöturnar hans heyrast sjaldan
eða aldrei í útvarpinu, en þekkt-
asta lagið hans er sennilega „The
Wind Cries Mary“. Jimi er
bandarískur, fæddur í Seattle 27.
nóvember fyrir 21 ári. Hann var
af fátæku foreldri kominn og
syslkinahópurinn var stór. Hann
hvarf ungur úr foreldrahúsum og
flakkaði um með gítarinn á bak-
inu. Söng um skeið á öldurhús-
um í hinu alræmda Greenwich
Village í New York og átti þá
vart til hnífs og skeiðar. Sjálfur
hefur hann sagt: „Ég svaf inn-
an um sorptunnurnar meðan rott-
urnar spígsporuðu á maganum á
mér. Ég hafði alltaf hníf í hend-
inni, því að ég mátti alltaf eiga
von á því, að einhver kæmi til
að stela af mér þeim örfáu skild-
ingum, sem ég kunni að eiga.“
Það var Chas Chandler, einn af
liðsmönnum hljómsveitarinnar
The Animals, sem „uppgölvaði"
Jimi, ef svo mætti segja. Chas
bauð honum til Englands og út-
vegaði honum plötusamning —
og par með voru sultarárin úr
sögunni. Jimi býr nú í Englandi
og bykir meðal beztu gítarleik-
ara þar í landi. En hann er þó
fyrst og fremst þekktur sem
söngvari, og sem slíkur á hann
fáa sína líka. Jimi fer sínar eig-
in götur í klæðaburði, sem glögg-
lega má sjá á myndinni. Hann
klæðist mjög litauðugum fötum
og hárið er þannig útlítandi, sem
greiða hafi aldrei í það komið.
Það er þó ekki alls kostar rélt,
því að hárið er vendilega „tú-
berað“ með þessum árangri!
Jimi var nýlega á ferð í Banda-
ríkjunum og átti að koma fram
á Tdjómleikum ásamt The Mon-
kees. Ekkert var þó úr því fyrir-
tæki, því að bandarisk kvenna-
samtök gripu í taumana og bönn-
uðu honum að koma fram, því
að með framkomu sinni og út-
liti hefði hann æsandi og þar með
skaðleg áhrif á saklausa áheyr-
endur!!
Uave Davis,
Þótt lagið hans Dave Davis,
„Death of a CIown“, nœðl
aldrci tiltakanlegum vin-
sældum hérlendis komst það
ofarlega á vinsældalistann
hrczka — og nú ætlar Dave
bráðum að senda frá sér
aðra plötu, og í kjölfar
hennar mun sigla fjögurra
laga plata, þar sem Dave
syngur einn lög eftir sjálf-
an sig. Félagar hans i hljóm-
sveitinni munu aðstoða við
undirleikinn eins og fyrri
daginn. Af The Kinks er
þaö að frétta, að ný hæg-
geng hljómplata er komin
á markaö og nefnist sú
„Something EIse“. Þá er í
undirbúningi kvikmynd, þar
sem bræðurnir Ray og Dave
Davies munu fara mcð aðal-
hlutvcrk, og hafa þeir að
sjálfsögöu samið alla tón-
list fyrir hana sjálfir. Að
auki munu margir þckktir
brczkir leikarar koma við
sögu í þessari mynd, cn ráð-
gert er að kvikmyndataka
hefjist í byrjun næsta árs.
Einhver skemmtilegasta hljómsveit, sem fram hefur komið í háa hcrrans
tíð cr The New Vaudeville Band. Pegar fyrsta lag hljómsvcitarinnar, „Win-
ehcstcr Catliedral“ kom á markað og hafnaði í cfsta sæti vinsældalistans
urðu margir undrandi — og þá ekki hvað sízt liðsmenn liljómsveitarinnar
sjálfir, cn þeir höfðu það litla trú á laginu, að þeir vildu ekki syngja það
sjálfir, svo að höfundurinn, Gcoff Stephens, tók sig til og annaðist sjálfur
um sönginn. Þctta lag gæti vel vcrið frá árinu 1920 — stíllinn er sá sami
og raunar söngurinn líka, cn til þess að allt yrði í gamla stilnum, var lagið
sungið í gegnum nokkurs konar lúður! Sjálfir eru liðsmenn liljómsveitar-
innar eins og forngripir að sjá: klæðnaður þeirra er — líkt og músikin —
i fullu samrænti við tímabilið 1920 til 1930 — og að sjá þá koma fram á
hljómleikum l>ykir hin bezta skemmtun. Söngvarinn er venjulega fremstur
á sviðinu og situr á stól á upphækkuðum palli. Hann reykir vindling úr
löngu munnstykki og í ól urn sig miðjan hefur hann bundinn lúður, sem
hann syngur í! Hljómsveltin hefur sent frá sér liæggenga plötu og einnig
lögin „Finchley Ccntral“ og siðast „Peek-a-boo“.
45. tbi. VIKAN 17