Vikan - 04.01.1968, Síða 2
1 ' //' /
CHEVROLET
BÍLABÚÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900
TFULLRI
HÁTOLLAPAPPÍR
Öllum er ljós sá munur,
sem er á pappírnum í kápu
Vikunnar og öðrum pappír í
blaðinu. Kannski hafa ein-
hverjir velt því fyrir sér,
hvers vegna við höfum ekki
svo góðan pappír í blaðinu
öllu. Því er fljótsvarað: Við
viljum ekki að blaðið sé dýr-
ara en brýnasta nauðsyn
krefur.
íslenzkri menningu er svo
háttað, að leyfilegt er að
flytja inn hvers konar papp-
ír tollfrjálsuan, ef á hann er
prentað á erlendu tungumáli.
En ef við ætlum að kaupa
pappír til að prenta á hann
fræðandi og skemmtilegt efni,
innlent og á íslenzku, er
pappírinn í Vikunni sá vand-
aðasti, sem völ er á við væg-
um tolli. Fengjum við ögninni
betri pappír, yrðum við að
greiða háan toll af því efni
og blaðið yrði mun dýrara.
Það má rétt ímynda sér,
hve miklu Vikan yrði fallegri
ag skemmtilegri að fletta, ef
hún væri prentuð á þann
pappír, sem við raunverulega
kysum að nota. Við þurfum
ekki lengi að leita í bókabúð-
um, til að finna erlend tíma-
rit prentuð á þannig pappír.
Verð þessara tímarita er
lægra en það, sem við getum
boðið upp á. Sama er að segja
um bækur. Erlendar bækur
fást hér fyrir brot af því, sem
sambærilegar — jafnvel sömu
■— bækur kosta, útgefnar hér.
Að vísu eru þessi blöð og
bækur gefin út í mun meira
upplagi og blöðin njóta víða
fjórfalt hærra auglýsinga-
verðs, en þennan mun mætti
stórminnka ef landsfeðurnir
leggðu innlendri útgáfu lið
og afnæmu hátolla á efni til
blaða og bóka.
Með þessu blaði hefst 30.
árgangur Vikunnar. Það er
nýársdraumur okkar að fá
tækifæri til að gefa blaðið út
á betri pappír, lesendum
þess og okkur sjálfum til
þroska og yndisauka. — S.H.
2 VIKAN
1. tbl.