Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 3
r
k
VIKU BROS
IÞESSARIVIKU
A
rHIESIU
M
PÓSTURINN Bls. 4
HUGSANIR FESTAR Á FILMU BIis. 6
HVERJIR ERU OFTAST í BLÖÐUNUM? .... Bls. 8
SÍÐAN SIÐAST Bls. 14
DROPAR Á STRJÁLINGI BIs. 16
TÍGRISTÖNN Bls. 18
KLUKKAN KALLAR Á NÝ Bls. 20
EFTIR EYRANU Bls. 22
ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN Bls. 24
ÞRUMUGNÝR YFIR ÞÝZKU-FLÓRENZ .... Bls. 26
KROSSGÁTA Bls. 30
STJÖRNUSPÁ Bls. 32
MYNDASÖGUR Bls. 35, 38, 42
VIKAN OG HEIMILIÐ Bls. 46
BRIDGE Bls. 49
VÍSUR VIKUNNAR:
Að lofa sér og öðrum yfirbót
á öllu því sem farið hefur miður
er siður vor um sérhver áramót
og sízt af öllu má hann leggjast niður.
En syndin að oss sækir furðu hljótt
og sumum gefst þá lítill fyrirvari
þó göfug áform gleymist jafnan fljótt
þau gefa mynd af réttu hugarfari.
ÓSKALAGIÐ:
Að þessu sinni sendum við hitaveitustjóra beztu kveðju
með laginu „Some Like It Hot“.
FORSÍÐANr
Þá er nýtt ár gengið í garð með nýjum fyrirheitum, hvernig
sem þau rætast. Vonandi hafa sem flestir fagnað nýja árinu
með hæfilegum gleðskap og brennt um leið til ösku armæðu
og bágindi gamla ársins. — Forsíðan er af áramótabrennu 1
Reykjavík, tekin af Pétri Þorsteinssyni, Ijósmyndara.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds-
dóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar 35320 — 35323. Pótshólf 533. Verð í lausasölu kr. 35-
Áskriftarverð er 470 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram.
Prentun og myndamót Hilmir hf.
TÆKNINNI fleygir fram og
verkleg menning tekur stór-
stígum framförum. Alltaf eru
ný og nytsamleg tæki að koma
á markaðinn til þess að gera
framkvæmdir fljótari og auð-
veldari. í næstu Viku leggj-
um við okkar skerf til þessar-
ar þróunar. Við birtum mynd-
ir af nýjum og nytsamlegum
tækjum. Kannski höfum við
stigið feti of langt, en hafa
ber í huga, að góðar uppfinn-
ingar verða sjaldan til án
mistaka í fyrstu. Við vonum,
að lesendur hafi gaman af
þessu uppátæki okkar. . . .
FRAMANDLEG SAMFÉLÖG
nefnast fjórar frásagnir af
samfélögum með sérstæða
siði og háttu bæði fyrr og nú.
Þar er meðal annars sagt frá
þorpinu Staphorst, sem er tíu
mílur norðan við Zwolle, á
aðalveginum frá Amsterdam
til Groningen í Norður-Hol-
landi. Á yfirborðinu er það í
engu frábrugðið hundruðum
annarra þorpa. En sé betur að
gáð, kemur í ljós, að Stap-
horst er lifandi minjasafn;
vin í tuttugustu öldinni. Þar
hefur tíminn staðið kyrr í
fjögur hundruð ár. .. . MEÐ
BROS Á VOR nefnist syrpa
af skopsögum úr daglega líf-
inu, bæði innlendum og er-
lendum. Þar er meðal annars
sagan um strákinn, sem horfði
á móður sína taka sunnudags-
steikina út úr ofninum. Hann
spurði, hvort þetta væri fisk-
ur úr sjónum, en móðir hans
svaraði, að þetta væri lamba-
steik. Þá sagði strákur? Hef-
ur einhver drepið kind? Er
einhver orðinn brjálaður?"
.... Þá birtist síðari hluti
greinarinnar um Dresden,
DAGUR REIÐI, DAGUR
BRÆÐI. . . . Og síðast en
ekki sízt ANGELIQUE OG
SJÓRÆNINGINN og allir hin-
ir vinsælu, föstu þættir.
1. tbi. VIKAN 3