Vikan


Vikan - 04.01.1968, Side 5

Vikan - 04.01.1968, Side 5
hverju prófið þið hann ekki? Það er engin afsök- un að segja, að umboðið sé lélegt, að það hafi eng- an bíl á lager. Er það satt, að nýi Volvoinn sé bara stæling á Benz? Mér finnst Vikan ágæt og þess vegna ætla ég að spyrja þig: Hvert er álit þitt á hægrihandar-breyt- ingunni? Ég er alveg á móti henni. En eins og margoft hefur komið í Ijós að und- anförnu, þá er eins og það séu tómir vitleysingar, sem stjórna landinu! Jæja, ég ætla þá ekki að skrifa meira í þetta sinn. Með fyrirframþökk fyrir birtinguna, Mercedes-aðdáandi. P. S. Svo er þetta venju- lega: Hvernig er skriftin? Hvað getur þú séð úr skrift- inni um framtíð mína? Ég er strákur. Bílaprófun Vikunnar liggur venjulega niðri um háveturinn, vegna slæmrar færðar. En strax í vor byrj- ar hún af fullum krafti. — Benz 250 er áreiðanlíega ekki stæling á Volvonum nýja. Hins vegar er það sameiginiegt með báðum þessum bílum, að þeir eru mjög vandaðir. Það má ef til vill segja, að þess ger- ist varla þörf að prófa Mer- cedes Benz. Hann er fyrir löngu orðinn viðurkenndur og sígildur. — Það er gagnslaust að rífast út af hægri-akstrinum lengur. Hann kemur 26. maí, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það kann rétt að vera, að stjórnend- ur landsins séu tómir vit- leysingar. Stundum er að minnsta kosti freistandi að álíta það. En þá er líka meirihluti landsmanna enn þá meiri vitleysingar. Þeir hafa nefnilega valið þessa „vitleysinga“ til að stjórna landinu okkar. — Og þá er loks að lesa úr skriftinni þinni: Framan af ævinni verður þú að láta þér nægja að hökta. á einhverri ó- merkilegri bíldruslu. En sá dagur kemur í lífi þínu, að þú ekur um bæinn eins og greifi — í Mercedes- Benz af dýrustu gerð! HANN MEÐ STÓRUM STAF. Kæri Póstur! Ég hef séð, að fólk leitar mikið til þín með vanda- mál sín. Nú langar mig að gera slíkt hið sama, og ég vonast eftir svari fljótt. Fyrir um það bil einu og hálfi ári kynntist ég manni, sem ég varð mjög hrifin af. Við vorum mikið saman og hann elti mig á röndum, eins og Hann ætti í mér hvert bein. En svo fór sam- bandið að dofna og endaði með því, að við hættum að vera saman. Ég veit ekki enn hvers vegna. Og hví- lík ástarsorg! Auðvitað kynntist ég fleiri mönnum, en gat ekki gleymt Hon- um. Ég sá Hann oft, en þorði ekki að tala við Hann af fyrra bragði. Ekki alls fyrir löngu frétti ég, að Hann væri óður að ná sam- bandi við mig aftfur og vildi, að við byrjuðum að vera saman á ný. Og eitt kvöldið hitti ég Hann, og Hann lofaði mér gulli og grænum skógum, 'ef ég vildi taka saman við Hann aftur. Og Hann er ósveigj- anlegur. Ég elska Hann ennþá og vildi ekkert frem- ur en taka Honum. En mér finnst hálfpartinn eins og Hann sé að kaupa mig til sín. Er þetta bara vitleysa hjá mér? Á ég að þiggja það, sem Hann býður mér? (Hann vill að við förum að búa saman o. s. frv. og ég hef alls ekkert á móti því). Ég las í Póstinum ekki alls fyrir löngu bréf frá sonu, sem spurði um bók- ina „Seinni kona læknis- ins“, hvar hún fengizt. Bók- in er eftir Mignon G. Eber- hart og fæst í bókabúð Máls og menningar við Lauga- veg. Með fyrirframþökk fyrir birtinguna, Trilla. Þaff leynir sér ekki, aff þú ert dauðhrifin af þessum manni, hvernig sem hann annars kann aff vera. Viff höfum fengiff mörg bréf, þar sem bréfritarar lýsa ást sinni á einhverri viffkom- andi persónu, en enginn hefur haft svo mikiff viff, aff skrifa Hann með stórum staf, eins og sjálfur skap- arinn ætti í hlut. Þess vegna ráffleggjum viff þér, aff þiggja þaff sem Hann býffur þér. x« ÉG KÝS BaUerup HRÆRIVÉL M Hún hjálpctr mér við að HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKIUA SKRÆLA — RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA Bal/erup 'Ba&e&et— stærðir Ba/lerup HAND- hrærivél Fæst með standi og skál. Mörg aukatæki |*FALLEGAR| *VANDAÐAR kFJÖLHÆFAR MILLI- STÆRÐ Fæst í 5 Iltum. Fjöldi tækja. D m Ballina r NÝ r AF H lNÝ BRAGI RÆRIVI AFBRAi ÐS ' :L 3ÐS i L TÆKNI J STÓR-hrserlvél 650 W. Fyrlr mötuneytl, sklp og stór heimili. ÁBYRGÐ OG TRAUST VIÐ-GERÐAR- ÞJÓNUSTA * Elektrónisk hraðastilling * Sama afl ó ölfum hröS- um * Sjólfvirkur tímarofi * Stólskól * Hufin raf- magnssnúra: dregst inn í vélina' * Mjög öflugur 400 W mótor * Yfirólagsöryggi * Bteinar tengíngar ailra aukatœkja * Tvöfalt hringdrif. SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK. Sendið undirrit. mynd af Ballerup hrærivél með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðslusikilmála NAFN .................................... HEIMILI...........................1...... TIL Fönix s.f. pósthólf 1421, Reykjavík 1. tbJ, VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.