Vikan


Vikan - 04.01.1968, Síða 9

Vikan - 04.01.1968, Síða 9
MNUM DAGBLÖÐIN BIRTA OFTAST MYNDIR Ef við veltum vöngum yfir tölum hans, kemur í ljós, að Morgun- blaðið birti af honum mynd að meðallali fjórða hvern dag allt árið. Minna mátti ekki gagn gera! Hins vegar sá Alþýðublaðið ekki ástæðu til að láta ásjónu hans skína á síðum sínum nema sjö sinn- um. Þjóðviljinn birti hins vegar svo oft myndir af honum, að hann fór upp fyrir sjálfan Einar Olgeirsson. Líklega hefur þó tilgangur- inn verið látinn helga meðalið á þeim bæ. Það vekur athygli, að Morgunblaðið hampar talsvert ráðherrum samstarfsflokks síns, en Alþýðublaðið geldur ekki í sömu mynt. Þeir á höfuðbólinu hafa kannski hugsað sem svo fyrir kosningar, að Golíat þyrfti að styðja svolítið við bakið á Davíð litla. Eftir kosningar kom hins vegar í ljós, að viðureigninni hafði lyktað á svipaðan hátt og dæmisagan góða í Gamla testamentinu. Enginn skyldi vera annars bróðir í pólitík, mætti segja. Ef kosningar hefðu ekki farið fram á árinu, hefði forseti íslands ugglaust orðið efstur. Hann hefur jafnastar tölur, svo að fagmann- lega sé tekið til orða. Næstur honum mundi líklega hafa orðið Valur Gíslason, leikari. Frammistaða hans hlýtur að teljast með ágætum. Honum tekst að skjóta fjórum ráðherrum aftur fyrir sig, þrátt fyrir allt kosningafárið. Vísir hefur svolitla sérstöðu meðal blaðanna. Honum tókst að leiða kosningaslaginn að mestu leyti hjá sér í lengstu lög. Það var ekki fyrr en síðustu dagana, sem sami berserksgangurinn rann á hann og hin blöðin. Einnig má segja Vísi til hróss, að hann er alþýðlegastur í myndbirtingum sínum. Hann birti á þessu tíma- bili myndir af fleiri lítt þekktum einstaklingum en önnur blöð. ÞEIR SEM STARFAÐ HAFA við blöð, kunna margar sögur af birtingu mynda og viðbrögðum fólks við slíkt tækifæri. Það er til dæmis fjarska ánægjulegt að eiga þátt í því að birta mynd af manni í fyrsta sinn. Kannski er um ósköp venjulegan almúga- mann að ræða, sem átti ekki von á því, að mynd birtist af honum, fyrr en hann yrði sjötugur eða geispaði golunni. Gleðin skín úr andlitinu, á meðan ljósmyndarinn tekur upp sín margvíslegu tól og býr sig undir myndatökuna. Úr svipbrigðum hins lukkulega manns má lesa eitthvað á þessa leið: Sjáum til! Þetta átti maður eftir! Mynd af mér í blaðinu! Og síðan hið gagnstæða: Ungur blaðamaður getur orðið svolítið undrandi, þegar hann verður vitni að því, að virðulegur ráðherra setur ritstjórn blaðsins á annan endann, af því að birt var mynd af honum, sem konunni hans fannst ómöguleg! En slíku venjast blaðamenn, þegar þeir taka að velkjast í starfinu. Þeir hætta að kippa sér upp við smámuni. VIÐ LJÚKUM ÞESSU spjalli og látum tölurnar tala í staðinn; látum lesendum eftir að gera hver sínar athugasemdir. Það er von okkar, að þeir hafi ofurlítið gagn en meira gaman af að rýna í þessar óvenjulegu skýrslur. Þær spegla eina hlið á því merldlega fyrirbæri, sem kallasi á hátíðlegu móli þjóð'líf vort. G. Gr. 1. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.