Vikan


Vikan - 04.01.1968, Síða 13

Vikan - 04.01.1968, Síða 13
Hann heitir Patrick Frank Cardinale, níu ára gamall glaðlynd- ur piltur. Honum hefur nýlega verið sagt, að sú stúlka og kyn- bomba, sem hann hefur fram til þessa haldið vera stóru systur sína er atls ekki nein stóra systir, heldur mamma hans. Og móðirin er engin önnur en hin þekkla leikkona Claudia Cardinale. Það hafði lengi gengið orðrómur um að hún væri orðin móðir fyrir löngu, þegar hún fyrir skömmu sagði frá því á opinberum vettvangi. Og hún bætti því þá við, að hún hefði gift sig í desember síðastliðnum. Sá lukkulegi er ítalski leik- stjórinn Franco Cristaldi. Claudia Cardinale er hæggerð stúlka og hefur aldrei tilheyrt þeirri tegund ítala, sem situr á börunum við Via Venito og talar um náungan. Því meira varð „hneykslið“ þegar hún loksins gerði þetta lýðum ljóst. — Nú finnst mér ég loksins vera frjáls. Þetta var hræðilegt. En ég gerði þetta hans vegna, þetta stóð ekkert í sambandi við leikferil minn. Hún er alin upp í Túnis, en þar eru allar skoðanir um konuna langt á eftir tímanum, og annað eins og þetta þykir voðalegur hlutur. Og þar hitti hún föður Patricks. Það hefði verið brjálæði að giftast honum, það hefði verið dæmt til að misheppnast, segir hún. Leikferill hennar á Italíu byrjaði einmitt þegar hún var ófrísk. Þá hafði hún gert samninga um þrjár kvikmyndir. Hún lét ekki á neinu bera, meðan það var hægt, en þegar það varð útilokað, fór hún til Englands, og átti barnið þar. Tíu dögum eftir að hún hafði átt barnið hélt hún aftur til ítalíu. Það hefði varla skipt nokkru máli fyrir feril hennar, þótt hún hefði ekki leynl barninu í þessi níu ár. Enda var það ekkert atriði. Hitt er mikilsverðara, að á ítalíu ríkir ennþá miðalda- hugsunarháttur varðandi öll siðferðismál ásamt öllu falsinu og gervimennskunni, sem fylgir í kjölfar þess. Þetta hefði getað verið slæmt fyrir þau bæði á sínum tíma. Það var á margan hátt auðveldara að vera systkini en að vera mæðgin. Auk þess er hún níu árum eldri nú en hún var þá, og þar af leiðandi betur undir það búin að taka við skyldum móðurinnar, að dómi fólks- ins á ítalíu. Og nú byrjar hún á nýjan leik og hún er staðráðin í að verða drengnum góð móðir. í. tbi. vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.