Vikan - 04.01.1968, Page 16
TEIKNING BALTASAR
JÖKUL
JAKOBSSON
Pilturinn tók út úr sér sígarett-
una og horfði nú á stúlkuna
mjög gaumgæfilega, horfði á
stuttklippt hárið og stór blá
augu, hvarmarnir voru dálítið
þrútnir eftir grátinn og hún saug
enn upp í nefið. Hún var sautján
ára og fóstureyðingin hafði
reynt talsvert á hana.....
16 VIKAN !• tbl-
— Skyldi Jesús Kristur nokkurn tíma geta
fyrirgefið okkur? sagði stúikan og saug upp
í nefið.
Unglingspilturinn hafði horft niður í gólf-
ið drjúga stund og tottaði krumpaða sígarettu,
nú leit hann upp:
■— Jesús Kristur? Hvar kemur hann inn í
málið? Þú hefur aldrei minnzt á hann.
Stúlkan þurrkaði sér um nef og augu með
óhreinum vasaklút, í eitt hornið var saumað
fangamark hennar með bleikum þræði, í
peysubarminn var saumað með sams konar
þræði: BAN THE BOMB.
— Nei, ég hef aldrei minnzt á hann.
Svo varð þögn á þurrkloftinu og heyrðist
ekki nema dripp-drappið í regndropunum
sem seytluðu inn með þakglugganum. Piltur-
inn horfði góða stund upp í naktar sperrurn-
ar, milli þeirra voru límdar í ioftið stórar
myndir af Bítlunum, auglýsingaspjald sem
sýndi fiskiþorp á Costa Brava, ennfremur
Eiffelturninn og þarna var líka málverka-
eftirprentun: Móna Lísa. Hún hafði yfirskegg
og gleraugu og reykti pípu, það vantaði í
hana framtennurnar-
— Jesús Kristur, sagði unglingurinn loks,
hvar kynntistu honum? í Þórskaffi?
- í Fíladelfíu, sagði stúlkan blátt áfram.
Pilturinn tók út úr sér sígarettuna og horfði
nú á stúlkuna mjög gaumgæfilega, horfði á
stuttklippt hárið og stór, blá augu, hvarm-
arnir voru dálítið þrútnir eftir grátinn og
hún saug enn upp í nefið. Hún var sautján
ára og fóstureyðingin hafði reynl talsvert á
hana.
— Fíladelfíu? sagði pillurinn loks og
horfði enn gaumgæfilega á stúlkuna og gat
ekki leynt því að hann hafði ekki átt von á
þessu. Gat verið hún væri allt í einu orðin
fyndin?
Nei, hún var hreint ekki fyndin. Henni
var alvara með atombombuna og henni var
líka alvara þegar hún svaf hjá. Það fyrra
gat stundum orðið hlægilegt og það seinna
óþægilegt. En hvorugt skipti höfuðmáli, aft-
ur á móti var þetta alveg nýtt með Jesú
Krist. Þó var hann búinn að þekkja hana í
rúmt ár- Fram að þessu hafði hann haldið
það væri nóg.
•—■ í Fíladelfíunni, endurtók hann ioks eins
og þætta væri lúmskur brandari sem hann
kynni að meta á sinn hljóðláta hátt. Hún
sagði ekki neitt en tróð nú vasaklútnum sín-
um í buxnastrenginn og galdraði fram lítinn
spegil og skoðaði á sér andlitið, svo leitaði
hún i posanum sínum að bláa varalitnum og
græna augnskugganum en fann ekki neitt.
—■ Lánaðu mér greiðuna þína, sagði hún
loks, ég finn ekki neitt. Það er allt týnt. —
Vasabókin mín líka. Ég hlýt að hafa verið
voða full.
Þú bara dóst. Það var allt í lagi, sagði
hann og bætti svo við ívið mannalega: Ann-
ars hélt ég að þú þyrftir að fara varlega
svona fyrst á eftir-
— Já. Ég þarf að fara varlega.
Hún lét spegilinn niður og skilaði honum
aftur greiðunni þegar hún hafði strokið hár-
ið fram á ennið, svo horfði hún tómlátum
augum fram fyrir sig. Það var eins og hún
væri týnd.
— Viltu heyra plötu? sagði hann loks.
— Nei. Ég vil ekkert heyra.
— Ekki Donovan?
— Nei, Ekki Donovan-
Kannski What have they done to the
Rain?
— Nei. Ekki það.
— Ekki neitt?
— Ekki neitt.
Rigningin hélt áfram að seitla inn um þak-
gluggann: dripp-drapp, dripp-drapp. . . .