Vikan - 04.01.1968, Qupperneq 18
Liebmann heyrði þennan tón.
Hann vissi að Karz heyrði hann
líka. Og Karz var ( verri aðstöðu
en hann hafði verið nokkru sinni
áður. Tvíburarnir voru glataðir.
Blaise var ónothæf. Herinn stóð
frammi fyrir þeirri hættu að glata
snerpunni, sem var svo nauðsynleg.
Karz hafði ekki efni á að valda
óánægju á þessu stigi. Vandamál
hans sem foringja voru honum
meira en nóg eins og var. Ekkert
kortum. Það var ákvörðun Karz.
Dulúðin og spennan í öllu þessu
hafði gert mikið fyrir siðferðin í
þessum litla her, með því að rjúfa
tilbreytingarleysi þjálfunarinnar. —
Karz óskaði eftir því ástandi sem
lengst.
Einn spilamannanna, Skoti, ýtti
sex spilapeningum inn á mitt borð-
ið. Það voru engir peningar í búð-
unum. Þessir spilapeningar voru út-
gefnir af yfirstjórninni, og hver átti
að vera eins dollars virði, þegar
að segja: — Þetta er ein af brellun-
um hennar, hélt hann áfram. — Hún
fellur í eins konar dá. Hún getur
dáleitt sjálfa sig. En ég þekki brell-
urnar hennar.
— Þú vissir ekki um þessa með
andskotans blýið ( erminni, sagði
Skotinn. Hann leit með viðbjóði á
spilin sín og kastaði þeim frá sér.
— Víst þekkti ég hana, sagði
Willie kuldalega. — En ég vissi ekki
að hún hefði gengið þannig frá
EFTIR
PETER O'DONNEL
FRAMHALDS-
SAGAN
22.HLUTI
af þessu sást á andliti Karz, og
hann kinkaði hægt kolli.
— Þetta var Heilbrigð uppá-
stunga, Garvin. Hann sneri höfð-
inu aftur og beindi nú orðum sín-
um til Liebmanns. — Það verður að
gera sérsfakar ráðstafanir. Blaise
er hættuleg. Þú sérð um það.
18.
— Hún ska( svo sannarlega
vakna, þegar ég fer að fást við
hana, sagði Willie Garvin.
Hann gaf spilin, með fimi sem
aðeins vinnst með langri þjálfun,
og tók síðan uþp höndina sína.
Dagsverkinu var lokið og hann var
( einum deildarbragganum með
mönnum sínum.
— Ekki held ég það, Amigo,
sagði Gamarra. Þetta var stór Bóli-
víumaður með innfallin augu og
þunnar varir. Það vantaði helming-
inn á vinstra eyrað á honum, það
hafði verið bitið af ( slagsmálum,
á bar, í Suður-Ameríku. Hann sneri
sér að Ijóshærðum manni sem lá á
einu fletinu, skammt frá borðinu (
miðjum bragganum. — Hún er ekki
góð, Zechi. Ertu ekki sammála?
— Hún er eins og sofandi, sagði
Pólverjinn fýlulega. Það er ekki
eins og maður sé með kvenmanni,
heldur stórri brúðu.
Þrír dagar voru liðnir sfðan ein-
vígið var háð. Aðra nóttina hafði
því verið lýst yfir, að Modesty væri
fáanleg; það var Liebmann, sem
gerði það kunnugt. Gamarra hafði
pantað hana á græna kortinu sfnu,
eftir að dregið hafði verið um, hver
fyrstur ætti að hljóta hnossið. Þriðju
nóttina hafði Zechi verið hjá henni.
Hún var ekki fáanleg á hvítum
kæmi að hinum mikla útborgunar-
degi.
— Farðu varlega, sagði Skotinn.
Hún gæti vaknað og gert út af við
þig, eða að minnsta kosti stungið
úr þér augað. Jesús, hún fór svo
sannarlega illa með Tvíburana.
— Handleggirnir eru bundnir aft-
ur fyrir bak, sagði Boliv(umaður-
inn og glotti. — Svo ef hún reynir
eitthvað, má refsa henni. Það er
engin regla, sem bannar að blakað
sé við henni.
Willie Garvin kyngdi spýunni sem
kom upp i hálsinn á honum og
neyddi sig til að brosa. ( hundrað-
asta skipti beitti hann hörku til að
eyðileggja myndina, sem varð til
í huga hans, myndina af sínum
eigin höndum um háls Gamarra;
um háls Zechis; það voru aðrar
myndir, sem hann hafði barizt við
að útiloka, þessar tvær, löngu, und-
anfarandi nætur, meðan hann lá
vakandi ( klefa sínum, vitandi að
Gamarra var hjá henni . . . að
Zechi var hjá henni. . . .
Með hverri klukkustund, sem leið
varð hann æ hræddari um, að múr-
arnir sem hann hafði hlaðið í kring-
um huga sinn, væru ( þann veginn
að hrynja, og hann myndi ganga
berserksgang.
— Ég sagði, gefðu mér tvö, sagði
Skotinn í annað sinn.
— Fyrirgefðu. Willie gaf honum
spilin.
— Garvin er að hugsa um, hvað
hann ætli að gera við hana ( nótt,
og hann er að vona eitthvað, sagði
Zechi fyrirlitlega.
— Ég skal Kfga hana við, endur-
tók Willie. Hann átti í æ meiri örð-
ugleikum með að finna eitthvað til
einkennisbúningnum sínum, bölvuð
merin.
Þögull Ástralíumaður dró til sín
þrjátíu spilapeninga.
— Eins og tuskubrúða, muldraði
Zechi reiðilega. Hann var geðvond-
ur. — Ef maður lyftir henni upp,
lyppast hún aftur á bak. Ef maður
veltir henni við, liggur hún eins og
dauð með engin bein. Þótt maður
rekur henni einn á hann, deplar
hún ekki einu sinni augunum. Hann
leit með eftirsjá á nýja skrámu á
hnúanum og hélt áfram að skýra
frá reynslu sinni í þriðja sinn, í
klúrum smáatriðum.
— Þú ert bara áhugamaður,
Zechi, greip Willie Garvin fram í,
reis á fætur og ýtti spilabunkanum
í áttina að Skotanum. Hann vissi,
að ef hann forðaði sér ekki frá þess-
um mönnum núna, undir eins,
myndi hann bresta. — Ég er hættur.
Ég þarf að fara að hitta Delgado
varðandi þjálfunina á morgun.
Gamarra hló. — Reyndu að fá
sem mest út úr þjálfuninni í nótt,
amigo. Jafnvel þótt hún sé sofandi,
hefur hún allt til að bera, sem ein
kona þarf. Það sást ekki meðan
hún var í einkennisbúningnum, en
ég segi þér satt. Hún er mikil kona.
Líkami hennar er þess virði að sjá
hann, það veit guð. . . . Og hann
hellti sér út í smáatriðalýsingu, um
leið og Willie snaraði sér út fyrir
dyratjaldið og í gegnum dyrnar.
Sólin var sezt og rökkrið lá yfir
dalnum. Willie staðnæmdist og dró
að sér loftið. Hjarta hans barðist,
eins og hann væri nýkominn úr tíu
mflna hlaupi og ógleðin skall yfir
hann. Hann beið eftir því að hjart-
sláttinn lægði og ógleðin viki, og
18 VIKAN 1 tbl'