Vikan - 04.01.1968, Side 19
einbeitti sér aS því, sem framund-
an var. Það var satt, að hann
þurfti að hitta Delgado, en það var
annað, sem hann þurfti að gera
fyrst. Hann óætlaði, að það myndi
taka hólfa klukkustund. Segjum
fimmtón mínútur í skrifstofunni hjá
Delgado, síðan klukkustund í mat-
sal foringjanna, vegna þess að það
var fullkomlega eðlilegt, og þá
yrði klukkan orðin tíu. . . . Hálf-
tími liðinn frá því mennirnir með
um við endann á ganginum. Það
marraði ofurlítið í hjörunum, þegar
hún opnaði þær. Fyrir innan var
ofurlítið anddyri og einar dyr inn
úr þvf.
— Þetta er skemmtilegt her-
bergi, sagði Maya og fálmaði eftir
lykli í pilsvasanum. — Og hún er
tilbúin. Við settum böndin á hana
fyrir klukkustund. Hún leit varnað-
araugum á Willie. — Það er aðeins
ein regla með þessa Blaise. Bann-
að að taka af henni böndin. Hún
þremur hnöppum á hvorri öxl, svo
hægt var að fjarlægja hann, án
þess að eiga nokkuð við fjötrana.
Hún var ekki í öðru en þessum
kjól. Hún var hrein, eins og hún
hefði nýlega verið sett í bað. Hár-
ið var laust og bundið aftur með
skærgrænum borða.
Annars vegar var andlit hennar
gulmarið eftir málmglófann, frá
einvfginu við Tvíburana. Varir henn-
ar voru ofurlftið aðskildar. Öðru
megin voru þær illa bólgnar eftir
Það var spenna f blágráum augurí-
um. Hljóðin úr herberginu í kvenna-
búrinu heyrðust lágt, en greinilega.
Það hafði verið hans eigin hug-
mynd að fylgjast með Garvin á
þennan hátt. Ofurlítill efi leyndist
í huga hans, allt síðan í radíóstöð-
inni, þegar Modesty var staðin að
verki, þar sem hún var að reyna að
koma burt skeyti. Hann hafði séð
til þess að hún færi úr herberginu
eina klukkustund fyrr um daginn,
Það var spenna í blágráum augunum. Hljóðin úr her-
berginu í kvennabúrinu heyrðust lágt, en greinilega.
grænu kortin máttu fara til kvenna-
búrsins.
Willie Garvin hafði sérstakt kort,
það voru forréttindi flokksforingj-
anna, og hann hafði verið svo hepp-
inn að vera bókaður hjá Modesty
Blaise þessa nótt. Þessi kort flokks-
foringjanna giltu sjöttu hverja nótt,
og hann var veikburða af fögnuði
við þá tilhugsun, að það var núna,
næstu nótt. Ef hann hefði þurft að
bíða einn sólarhring í viðbót, hefði
hann brugðizt.
Hann bretti grönum af sjálfsfyr-
irlitningu. Hann hefði brugðizt? —
Guð minn almáttugur, hvað þá um
hana?
í kvennabúrinu voru eitthvað um
þrjátfu herbergi á tveimur hæðum,
í hluta hallarinnar, sem var vand-
lega lokaður frá hinum.
Maya, feita, miðaldra Evrasíu
konan, sem var mamman í hóru-
húsinu, leit upp af plankanum, sem
hún notaði fyrir afgreiðsluborð og
merkti í þvælda kompu sína.
— Ert þú Willie Garvin? Það
skein f gular tennurnar, þegar hún
brosti.
— Það er ég.
— Þú hefur ekki komið til okkar
áður.
— Nei. Þetta er sérstakt. Hann
glotti skelmislega til hennar.
— Ójá. Þessi Blaise. Komdu, ég
skal vísa þér veginn.
Hún skálmaði af stað eftir stutt-
um gangi. — Þú kemur síðastur f
kvöld, sagði hún. — Þú kemur seint.
Ég þurfti að gera dálítið. Þar að
auki er ég ekki fyrir það að hraða
svona verki um of.
Maya flissaði, svo feitur skrokk-
urinn skalf. Hún beygði til hægri
og skálmaði áfram að þykkum dyr-
lækkaði röddina og hvíslaði með
dramatískum tilburðum. — Það er
. . . Oheilbrigt. Þú skilur.
— Ég hef lesið fyrirmælin, mútta,
sagði Willie óþolinmóður.
— Gott. Klósett og snyrting,
vinstra megin, frammi í ganginum,
ef þú vilt. Við hringjum bjöllunni
klukkan hálf sjö. Allir menn eiga
að vera komnir út klukkan sjö. —
Hún opnaði dyrnar með lyklinum
og ýtti þeim upp að nokkru, vék
sér til hliðar svo Willie kæmist inn.
Hann leit á hana. — Allt í lagi,
mútta. Ég er stór strákur. Nú get
ég sjálfur.
Hún flissaði aftur og tiplaði
burt, fram á ganginn og læsti dyr-
unum. Aftur marraði ofurlítið f
hjörunum.
Willie dró djúpt andann og gekk
inn í herbergið, skellti dyrunum á
eftir sér.
Þetta var sæmilega stórt herbergi
með engum gluggum. Fornir leir-
veggirnir höfðu verið skreyttir með
ódýru, glannalega litu tauefni.
Fjögurra feta rúmbálkur stóð upp
við annan vegginn. Þarna var slit-
inn hægindastóll og Iftið tréborð. Á
borðinu var emeleruð vatnskanna
á málmdiski. Ljósið kom frá einni
rafmagnsperu, á vinkilröri út úr
veggnum, og yfir perunni var bleik-
ur skermur.
Modesty Blaise lá á hliðinni á
fletinu, handleggir hennar voru
bundnir á bak aftur með sverri
taug, sem var bundin rammlega
fyrir ofan olnbogana, og aðeins sex
þumlungar á lengd yfir bakið, svo
þótt hún hefði hendurnar lausar,
þá gat hún svo Iftið hreyft þær, að
hún var nokkurn veginn varnarlaus.
Hún var í þunnum, ermalausum
nælonkjól, sem var hnepptur með
högg og það vantaði þríhyrning á
eina framtönnina.
Willie flaug í hug skeinan á hnú-
anum á Zechi, en það hafði ekk-
ert að segja núna. Hugur hans var
sem lamaður, taugar hans dauðar.
Hann gat aðeins hugsað um það,
sem þurfti að gera næst, því hún
hristi höfuðið og setti stút á var-
irnar til viðvörunar.
Willie kinkaði kolli. Skildi hvað
klukkan sló, og hóf hlutverk sitt,
eins og gervimaður eftir gata-
spjaldi.
— Jæja, sagði hann hörkulega.
— Vaknaðu, tíkin þín.
Hann lagði snyrtitöskuna sfna á
borðið og gekk yfir herbergið. Mjög
varlega hjálpaði hann henni að
setjast upp og leggja fæturnar fram
á gólfið, um leið og hann tætti af
sér reiðihljóð ógnanir og klám.
Hún kinkaði kolli í viðurkenn-
ingarskyni. Augun hlý og uppörv-
andi, svo kraup hún við endann á
rúmbálkinum og hnykkti klaufa-
lega til höfðinu.
Willie sló harkalega með ann-
arri hendinni yfir framhandlegginn
á henni og sagði illskulega. — Þetta
er til að byrja með. Ef þú ætlar að
láta, sem þú sért dauð, væna mín,
skulum við sjá hvað það hefur að
segja að halda trýninu á þér ofan
í vatnsskálinni.
Hann kraup, lyfti rúmbálkinum
ofur varlega og gægðist undir
hann. Vissi, að hverju hann átti að
leita. í einu horninu á trégrindinni
var lítill málmsívalningur, á stærð
við bómullarvöndul.
Hljóðnemi.
I sfnu litla svefnherbergi, um
hundrað metra í burtu, sat Delgado
með heyrnartæki við annað eyrað.
svo hann gæti komið hljóðnemanum
fyrir.
Nú heyrði hann rödd hennar í
heyrnartækjunum . . . lága ögrandi
og heiftúðlega. — Ræfillinn þinn,
Garvin! Svikula kvikindi! Ég dró
þig upp úr götunni og gerði þig að
manni! Og svo gerir þá mér þetta,
vegna þessa krakkaorms....
— Haltu kjafti. Það var rödd
Garvins, þrungin af reiði og henni
frylgdi annað þungt högg.
Síðan varð stundarþögn og svo
heyrðist Garvin grípa andann á
lofti.
Svo kom formæling, ýmiss konar
hávær hljóð, skellur og átök og brak
og svo þagnaði þetta allt f einu.
Delgado lagði frá sér heyrnar-
tækin, sem ekkert heyrðist f lengur,
ekki einu sinni suð, og lyfti augna-
brúnunum. Að minnsta kosti hafði
Garvin heppnazt að vekja hana. En
einhvern veginn hafði hún barizt á
móti, þótt hún hefði ekki annað en
tennurnar og nakta fæturnar til að
berjast með.
Eða hafði hún gert það? Ef henni
hefði nú heppnazt að slíta taugina
á einhvern hátt og koma Garvin á
óvart: . . .
Delgado reis á fætur. Það var
bezt að fara og aðgæta málin.
Willie virti fyrir sér rúmbáknið
sem lá á hliðinni. Hann sá ekki
hljóðnemann lengur. Hann hafði
örugglega eyðilagzt af sparkinu,
sem hann hafði greitt honum.
Hann sneri sér að Modesty með
spurn í augum.
— Þetta er sá eini, sagði hún
lágt. — Ég leitaði f allt kvöld. Del-
gado útbjó þetta einhvern tfma f
Framhald á bls. 44.
1. tw. VIKAN 19