Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 28
^togeUque f ♦ * siorcemngum Framhald af bls. 25. 4. KAFLI Það var nú liðin viha síðan Gouldsboro hélt írá La Rochelle, á vestlægri stefnu. Angelique taldi saman dagana á fingrunum. Næstum vika liðin og enn hafði hún ekki gefið Maitre Berne svar. — En hvað gat gerzt? Henni fannst eins og hún biði óþolinmóð eftir að eitthvað mikilsvert gerðist. Og eins og hún hefði ekki haft nóg að hugsa um að skipuleggja allt við þessar erfiðu aðstæður. Og samt hafði það einhvernveginn heppn- azt. Mercelot, pappírskaupmaður var farinn að segja glettnislega: — Nöldrið i Madame Manigault hefur nokkurnveginn jafn mikil áhrif og helgiseiður pápista. Og hvað börnin snerti var dvölin á skipinu nægjanleg til að halda þeim ánægðum og Þau létu sér fátt um finn- ast þau óþægindi sem fullorðna fólkinu þóttu hvimleiðust. Og prest- urinn hafði skipulagt trúarsamkomur, sem neyddi útflytjendurnar til að safnast saman á ákveðnum tímum dagsins. Ef veður leyfði fór síðasti biblíulestur hvers dags fram uppi á þilfari, fyrir augliti allrar áhafnarinnar. — Við ættum að sýna þessum guðlausu og löglausu mönnum hve trúin er okkur mikils virði og hana verðum við að flytja óskerta með okkur, var presturinn vanur að segja. Þótt þessi gamli maður léti ekki uppskátt um kviða sinn, var hann því lengstum vanur að kanna sálir mannanna og hann gerði sér ijósa þá hættu sem steðjaði að þessum litla hópi, hættuna, sem kom að innan og var því ef til vill hættulegri, en sá voði fangavistar eða dauða, sem yfir þeim hafði vofað í La Rochelle. Þessir borgarar og verkamenn, sem að mestu leyti höfðu lifað þægilegu lífi innan borg- arveggjanna, höfðu verið hrifnir þaðan allt of skyndilega. Þessi snöggu óvæntu og sáru umskipti, höfðu sett sitt mark á hjörtu þeirra. Þeir voru jafnvel breyttir til augnanna. Meðan á kvöldbænunum stóð sat Angelique ofurlítið til hliðar með Honorine á hnjánum. Orð hinnar heilögu bókar bárust til hennar gegnum næturmyrkrið: — Hvað hefur sinn tíma og allt á jörðinni hefur sinn tíma...... Aö drepa hefur sinn tíma, að lœlcna hefur sinn tíma, . ... að elska hefur sinn tíma, að liata hefur sinn tíma .... — Og hvenær kæmi tími hennar ástar á ný? En ekkert gerðist og Angelique beið eftir því að eitthvað gerðist. Hún hafði ekki séð Rescator siðan fyrsta kvöldið um borð, þegar hún eyddi svo löngum tíma til að hugsa um margvislegar og breyti- legar tilfinningar sínar í hans garð. Þegar hún haðfi einu sinni ákveð- ið að vera varkár gagnvart honum og sjálfri sér, hefði hún átt að vera ánægð með fjarveru hans, en í þess stað haíði hún áhyggjur af henni. Það var eins og hann hefði horfið. Þegar farþegarnir komu upp á þilfarið á ákveðnum timum dagsins, til að hreyfa sig, komu þeir endrum og eins auga á svarta skuggamynd hans, uppi á stjórn- pallinum og svarta skikkjuna blakta fyrir vindinum. En hann skipti sér ekki lengur að þeim og það varð varla séð að hann fengist neitt við daglega stjórn skipsins. Það var kapteinn Jason, sem stóð uppi á stjórnpallinum og hróp- aði skipanir sínar í gegnum kopargjallarhorn. Hann var fyrsta flokks sjómaður, en fáskiptinn og einrænn í skapi og sýndi þessum farmi af mótmælendum litinn áhuga, þar að auki hefðu þeir vafalítið verið fluttir um borð á móti viija hans. Andlit hans var hart og kalt, þeg- ar hann tók af sér grímuna, og það vogaði enginn að tala við hann. Engu að siður varð Angelique að fara til hans á hverjum degi vegna félaga sinna, til þess að ræða um vandamál daglega lífsins um borð. Hvar gátu þau þvegið fötin sín? Hvaða vatn ætluðu þau að nota? Ferskvatnsskammtur þeirra var aðeins til drykkjar, svo þau urðu að dugast sem bezt þau gátu við sjó; þessi óvænta kvöð olli konunum óánægju, því það sem þær þvoðu var alltaf stamt og aidrei almenni- lega hvítt. Hún þurfti einnig að vita hvenær þau máttu koma upp á þilfar, án þess að trufla störf skipverjanna. Og svo framvegis. Og svo framvegis. Hinsvegar komst hún að því að Nicholas Perrot, maðurinn með loð- húfuna var einstaklega hjálpsamur. Staða hans með áhöfninni var óljós. Oftast nær var hann aðeins á róli með pípuna sína, svo sat hann löngum stundum hjá Rescator. Angelique gat sent kvartanir og beiðnir til Rescators í gegnum hann. Hann tók upp hjá sjálfum sér að flytja svörin til baka, draga úr ölium óþægindum, því hann var góðlyndur og viðkunnanlegur. Á fimmtudeginum, til dæmis, höfðu eldasveinarnir komið með beiska og bragðmikla stöppu, sem átti að bera fram með saltkjöti og allir höfðu fengið skipun um að borða eitthvað af þessu. Þetta or- sakaði allsherjar ramakvein meðal farþeganna. Manigault áleit þessa stöppu afar tortryggilega og neitaði að snerta við henni. Fram til þessa hafði maturinn verið vægur og til þess að gera góður, en ef þau áttu að fara að borða skemmdan mat nú þegar, myndu börnin verða veik og ferðin, sem nú var rétt byrjuð rnyndi enda með ósköp- um. Þá var langtum betra að láta sér lynda saltkjötið og nauman 28 VIKAN tbl- skammtinn af skipskexi, sem var hinn venjulegi matur til sjós. Þegar brytinn heyrði að þau neituðu að borða kom hann til þeirra og hrópaði að þau yrðu að éta sauerkraut þótt svo hann yrði að láta halda þeim á höndum og fótum og troða Því ofan í þau. Hann var skrýtinn búálfur, af óvissu þjóðerni, sem hlaut að vera alinn upp við erfitt líf á hafinu, einhversstaðar í Norður-Bvrópu — í Skotlandi eða Hollandi, eða af ströndum Balkanskaga. Hann talaði blöndu af ensku, frönsku og hollenzku og þrátt fyrir að kaupmenn- irnir kunnu öll þessi tungumál, var næstum ómögulegt að ræða við hann. Enn einu sinni bar Angelique vandkvæðin upp við Nicholas Perrot, sem var raunar eini maðurinn á Gouldsboro, sem hún gat með góðu móti snúið sér til. Hann fullvissaði hana um að það væri fyllilega óhætt og hvatti hana til að gera eins og brytinn hafði gefið þeim fyrirmælum um; hann hefði hvort sem er aðeins endurtekið skip- anir Rescators sjálfs. — Það eru margir um borð, með tilliti til matarbirgðanna sem við höfum. Við höfum þegar hafið skömmtun. Við eigum enn eftir ögn af nýju kjöti lifandi — tvo grísi, eina geit og eina kú. Þessi dýr verða látin lifa, eins lengi og kostur er á, ef einhver skyldi verða veikur, sem alltaf er möguleiki. En Rescator hefur ákveðið að opna káltunnur sínar, sem hann hefur ævinlega með sér. Hann álítur að ef þið borðið kálið munið þið aldrei fá skyrbjúg, og ég held að hann hafi rétt fyrir sér, því ég hef farið þessa leið tvisvar með honum og ég hef aldrei séð skyrbjúg meðal áhafnarinnar. Reynið að láta vini yðar skilja að þeir verði að borða ofurlitið á hverjum degi. Það er standandi skipun um borð í þessu skipi og hver sá sem óhlýðnast henni verður læstur niðri í lest. Og jafnvel þar, kemst hann ekki hjá því að kálinu verði troðið ofan í hann, rétt eins og þegar gæs er fóðruð. Næsta dag var betur tekið á móti brytanum, þegar hann kom og horfði á þau éta, með sínum litlu, ísbláu augum, sem skutu annarleg- um neistum i andliti hans, sem var svo sólbrúnt að það var engu líkara en reyktu svínakjöti. — Vitið þið hvað. Ég er alltaf að verða vissari og vissari um að við erum komin út á höfin í konungdæmi hins illa, sagði Mercelot, upp- úr þurru. — Lítið bara á þessa veru, sem undirheimarnir hafa spúð úr sér.... Svo sannarlega sjáum við allskonar menn í hafnarborgun- um, en ég hef aldrei séð annað eins samsafn af tortryggilegum eintök- um af tegundinni maður, eins og á þessu skipi. Þú hefur sannarlega leitt okkur inn í undarlega veröld, Dame Angelique. Angelique var við eina af fallbyssunum, þar sem hún var að reyna að fá Honorine og nokkur önnur börn, sem hún hafði safnað þar i kringum sig, til að kyngja nokkrum munnbitum af beisku kálinu. — Látum sem þið séuð litlir fuglar í hreiðrum. Opnið goggana, sagði hún. Þegar einhver gagnrýndi .Gouldsboro, .stjórnanda skipsins, eða áhöfn, fannst henni því beint gegn henni og hún væri ábyrg, þótt guð vissi að hún hefði ekki átt neinna kosta völ. Hún svaraði: — Eg veit Það ekki! Haldið þið að örkin hans Nóa hafi verið minna skrýtin pn okkar skip, 'og þó sýndi guð henni velÞóknun sína. — Þetta er sannarlega íhugunar virði, sagði séra Beaucaire og néri hökuna. — E'f bæði við og áhöfnin væru komin að drukknun myndum við vera álitin þess verð að fjölga mannkyninu á nýjan leik og end- urnýja sáttmálann? — Mér finnst það afar ólíklégt, þar sem hópur gálgafugla á borð við þá er annarsvegar, tautaði Manigault. — Ef þið skoðið þá nánar, sjáið þið merki þess að þeir hafa allir verið hlekkjaðir á fótunum. Angelique vogaði ekki aö svara, því í hjarta sínu var hún sama sinnis, og Það var rökrétt ályktun, að þessi sjóræningi, sem eitt sinn hafði verið sjóræningi á Miðjarðarhafinu, hefði ráðið til sín, þakk- látustu og tryggustu galeiðuþrælana, sem hann hafði bjargað. Þessir sjómenn, sem voru af svo mörgum mismunandi kynstofnum, höfðu allir sama svipinn í augunum, sem hún, ef til vill alein, gat skilið. Þeir höfðu þjáðst af hlekkjum og fyrir engum þeirra var heimurinn eða hafið nógu stórt lengur. Og samt höfðu þeir snúið aftur til þessa heims, sem hafði svo lengi afneitað þeim, með þeirri sáru tilfinningu að þeir hefðu engan rétt til að dveljast í honum, og undir niðri blundaði óttinn við að tapa aftur því dýrmæta frelsi sem þeir höfðu öðlazt. —• Heyrðu krypplingur, sagði Le Gall. — Af hverju ertu að plága okkur með þessu þýzka káli þínu? Við ættum að vera komnir á móts við Azoreyjar núna, og þar gætum við tekið birgðir af ávöxtum og sett mat umæ borð. Maðurinn gjóaði augunum útundan sér á hann og yppti öxlum. —- Hann skilur þig ekki, sagði Manigault. — Hann skilur mig fullvel, en hann vill ekki svara, hreytti Le Gall út úr sér, og horfði á litla feita hlunkinn í leðurstígvélunum. yfir- gefa vistarveru þeirra, á eftir sjómönnunum sem báru föturnar. Næsta dag, þegar Angelique var á gangi á þilfarinu kom hún auga á Le Gall, niðursokkinn í einhverja dularfulla útreikninga, sem hann mátaði úrið sitt og áttavita við. Þegar hann heyrði hana koma hrökk hann við og faldi tæki undir regnjakkanum sínum. — Treystirðu mér ekki? spurði Angelique. — Ég get ekki látið mér detta í hug hvað þú ert að dralla hérna aleinn með úrið þitt og átta- vita. — Ónei, Dame Anelique. Ég hélt bara að þetta væri einn af áhöfn- inni. Þú gengur mjög hljóðlega um eins og þeir. Þú ert komin allt í einu, án þess að nokkur heyri til þín. Það getur gert manni bilt við. En úr því það er bara þú, er enginn skaði skeður. Hann lækkaði röddina: —• Það er bara einn náungi á vakt og fylgist með mér ofan úr tunn- unni í meginsiglunni, en það skiptir ekki máli. Hann getur ekki skilið hvað ég er að bralla. Og allir aðrir eru að borða, nema maðurinn við stýrið. Það getur verið að það endist ekki lengi, en í kvöld er hafið kyrrt og fagurt og skipið siglir eins og af sjálfu sér, svo ég er að neyta færis að komast að því, nákvæmlega, hvar við erum stödd. — Erum við langt frá Azoreyjum? Hann brosti kuldalega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.