Vikan


Vikan - 04.01.1968, Side 29

Vikan - 04.01.1968, Side 29
— Sannarlega! Ég veit ekki hvort þú tókst eftir þvi í fyrrakvöld, þegar ég spuröi krypplinginn um Azoreyjar og hann vildi ekki svará mér. Og Þó, eins og við vitum eru þessar eyjar i beinni stefnu okkar, ef við ætlum til Vestur-Indía. Ég væri alls ekki hissa, þótt við færum framhjá Asensioneyju, sem þýðir það að við ættum að vera i suð- lægri stefnu, en staðreyndin er sú að við siglum í vestur, og það er afar einkennileg átt, ef við ætlum að komast til Antillieseyja hinna meiri, eða einhverra annarra af hitabeltiseyjunum. — Ég hef eyrun opin og hlusta eftir bjöllunni, sem hringir, þegar vaktaskiptin eru um hádegið. Ég veit að þeir hringja eftir stjarn- fræðilegu hádegi, vegna þess að þegar ég var uppi á stjórnpalli notaði ég tækifærið til að svipast um. Og Það eru dáfögur tæki um borð í skipinu, allt sem hugurinn girnist! Svo þegar bjöllunni er hringt, veit ég að hún hringir á réttum tíma. Og þeir eru ekki af þeirri gerðinni að þeir íari að villast í ógáti. Nú er úrið mitt enn með La Rochelle tima og ég ber þessa tvo tíma saman. Síðan ber ég saman timana, átta- vitann og stöðu sólarinnar, þegar hún er í hádegisstað og þegar hún sezt, og þannig veit ég nóg til að fullyrða, að við erum á „norður- leiðinni", leiðinni sem þorskveiðararnir og hvalveiðararnir fara. Ég hef aldrei farið þessa leið sjálfur, en ég þekki hana af lýsingu. Líttu bara á sjóinn og sjáðu hvað hann er orðinn allt öðruvisi. Angelique var ekki sannfærð. Þessar flóknu aðferðir mannsins voru i hennar augum ekki nógu vísindalegar, til að hægt væri að reiða sig fullkomlega á þær. En hvað hafið snerti var það sannarlega öðru- vísi en Miðjarðarhafið, en þetta var Atlantshafið, og hún hafði oft heyrt sjómennina tala um ofveðrin, sem þeir höfðu lent í, langt út af Biscayflóa. Hún hafði einnig heyrt þá segja að á sumum tímum árs gæti verið mjög kalt, jafnvel umhverfis Azoreyjar. — Sjáið bara hvað hafið er mjólkurhvitt, Dame Angelique, hélt Bretoninn áfram, og hefurðu ekki tekið eftir himninum á morgnana, hann er eins og perlumóðurskel á litinn. Þetta er himinn norður- hvelsins, trúðu mér til! Og hvað snertir þessa þoku, er hún líka þung eins og snjór. Þetta er ákaflega hættuleg leið, meðan von er á jafndægrastorminum. Þorskveiðararnir fóru aldrei þessa leið á þess- um tíma árs, og hér erum við, í því miðju! Megi guð vera með okk- ur! Rödd Le Galls var orðin æði ógnþrungin, en hvernig sem Angelique glennti upp skjáina, sá hún enga þoku, aðeins ljósan himinin, hvert sem augað eygði, og í norðri skildist hann frá hafinu, með mjórri, rauðleitri línu, sjóndeildarhringnum. — Þetta þýðir að við eigum von á storrni og þoku, í nótt eða á morgun, hélt Le Gall válega áfram. Hann var greinilega ákveðinn að mála allt með sem dekkstum lit- um. Með tilliti til þess að hann hafði verið sjómaður sjálfur, fram til þessa, virtist hann taka þessa víðáttu hins ókunna hafs, ótrúlega nærri sér. Þau höfðu að vísu ekki séð eitt einasta skip síðan þau létu í haf, ekki svo mikið sem segl við sjóndeildarhring. Farþegunum þótti þetta tilbreytingarlaust, en Angelique naut þess. Hún óttaðist að rekast á önnur skip í hafi. Hún þreyttist aldrei af að horfa á bylgjandi Atlantshafið. Hún hafði ekki þjáðst neitt af sjóveiki, eins og flestir hennar ferðafélagar í upphafi. Nú héldu flestir þeirra til í híbýlum sínum allan daginn vegna kulda. Síðustu tvo dagana höfðu sjómennirnir fært þeim leir- potta, með frumstæðum teikningum á. Þeir voru opnir að ofan, með rifum á hliðunum. Þessa potta fylltu þeir með glóandi kolum, þetta var einskonar eldstæði eða frumstæðar hlóðir, nógu heitar til að halda hibýlunum sæmilega heitum og þurrum, og einkum gerðu þeir miklu hlýlegra á kvöldin, þegar birtunni stafaði af þeim og tólgar- kertum. Enginn frá La Rochelle gat staðizt það að sýna þessu eink- kennilega hitunarkerfi um borð í skipinu, áhuga, og allir höfðu ein- hverja skoðun á málinu. — Nú sé ég það að þetta er miklu hættuminna en opin eldstæði. Mér leikur hugur á að vita hvaðan þessir furðulegu leirdallar koma. Allt í einu minntist Angelique þess sem Nicholas Perrot hafði sagt. — Þegar við komum inn á íssvæðið færum við ykkur eitthvað til að ylja ykkur á. — En það getur örugglega ekki verið nokkur ís á móts við Azor- eyjar, er það? hrópaði hún uppyfir sig. Éinhver sem kom í áttina til hennar svaraði ertnislega: — Hefur þú séð ís hér í grenndinni, Dame Angelique. Manigault, Maitre Berne og Mercelot komu til þeirra. Þessir þrír Húgenottar höfðu vafið um sig skikkjunum og dregið hattana, næstum ofan i augun. Allir voru þeir stórir og þrekvaxnir og tilsýndar mátti vel villast á þeim. — Það er að vísu svalt, það skal ég viðurkenna, en það er næstum kominn vetur og jafndægrastormarnir hljóta að kæla hafið á þess- um slóðum. Le Gall muldraði: — Engu að síður er einkennilegur svipur á hafinu á þessum slóð- um eins og þú kallar það Manigault. — Óttastu storm? — Ég óttast allt! Og svo bætti hann við: — Sjáðu ....... Sjáðu bara! Heimsendir er í nánd. Hafið var nú allt í einu miklu kyrrara, en það var einhver ólga í sjónum, þótt hann sýndist stilltur. Rauð sólin kom allt í einu í gegnum hvít skýin og allt fékk lit af bráðnuðum kopar. Svo hvarf sólin jafn snöggt og hún kom og eitt andartak varð allt grátt, siðan svart. — Haf myrkursins, andvarpaði Le Gall. Hið forna haf Vikinganna. — Við vorum bara að horfa á fagurt sólsetur, það er allt og sumt, sagði Mercelot. — Hvað er svo stórmerkilegt við það? En jafnvel Angelique gat sér þess til að hann hefði orðið fyrir áhrifum af einkennilegu útliti alls. Myrkrið sem í fyrstu var svo algert að þau sáu ekki handa sinna skil, var nú ekki eins svart og það vottaði fyrir ljósaskiptabjarma. Og allt í einu varð allt sýnilegt á ný, jafnvel sjóndeildarhringurinn, en heimurinn sem þau sáu var gersneyddur öllu lífi, hér skorti bæði lit og yl. — Þetta er það sem þeir kalla heimskautanóttina, sagði Le Gall. — Heimskauta! Reyndu að finna eitthvað betra! hrópaði Manigault. Þrumuhlátur hans varð næstum eins og svívirðing við þögnina. Hann skynjaði það og snöggþagnaði. Svo litaðist hann um, leit upp á segl- in, sem voru orðin lin og slöpp. — Hvað er áhöfnin að braska á þessu draugaskipi? Eins og sjómennirnir hefðu aðeins beðið eftir þessari athugasemd skutust þeir nú fram úr öllum gáttum. Sumir þutu upp í reiðann. Aðrir skutust um þilfarið, en eins og venjulega heyrðist lítið í þeim og þessir kviku skuggar juku aðeins á annarlegt andrúmsloftið. .— Eitthvað gerist í kvöld eða nótt, sagði Angelique við sjálfa sig. Hún lagði höndina á hjartastað, eins og hún ætti erfitt með að draga andann. Maitre Berne stóð við hlið hennar og samt var hann ekki viss um að hann gæti hjálpað henni. Kapteinn Jason hrópaði fyrirskipanir á ensku ofan af stjó.rnpall- inum. Manigault hristi sig með feginleika tilfinningu. — Víkjum aftur að þvi sem við vorum að tala rétt í þessu; þú varst að tala um Azoreyjar. Nú hefur þú Le Gall siglt mun meira .en ég. Getur þú sagt hvenær við ættum að taka land þar? Mér leikur hug- ur á að vita, hvort portúgalski aðstoðarmaðurinn minn þar hefur tek- ið á móti höfuðstólnum sem ég sendi þangað frá Gullströndinni. Hann klappaði á vasana á ríkmannlegum jakkanum sínum. — Þegar ég hef fengið peningana mína aftur verð ég í aðstöðu til að standa uppi á hárinu á þessum ósvífna sjóræningjaforingja. Sem stendur meðhöndlar hann okkur öll eins og hóp af einskisverðum aumingjum. Við verðum að kyssa á hendurnar á honum. En bíðið bara þangað til við komum til kanadisku eyjanna, þá verður ekki eins hátt á honum risið. — Sjóræningjar eru alls ráðandi á kanadisku eyjunum, sagði Maitre Berne lágt. — Ónei, kæri vinur, það eru þrælakaupmennirnir. Og ég hef þegar náð nokkurri kjölfestu, þar á meðal. Og þegar ég er kominn þangað til að skipuleggja alla skapaða hluti sjálfur, hef ég hugsað mér að koma upp einokun á þrælaverzluninni. Hvaða gagn er að skipi, þótt það fari með tóbak og sykur til Evrópu, ef það sækir ekki í leiðinni farm af svertingjum til Afríku. Þetta skip sem við erum á er ekki þrælaskip. Þá væri það öðruvísi útbúið. Sjáið hvað ég uppgötvaði, þegar ég lét sem ég hefði villst ofan í lestarnar. Hann opnaði lófann og sýndi þeim tvo gullmola með ígreyptri mynd sólarinnar. — Þetta þýðir Inka-fjársjóðir! Þeir eru líkir þeim sem Spánverj- arnir koma stundum með. Og ég tók sérstaklega eftir því að önnur lest var full af annarlegum búnaði, til djúphafsköfunar, sérstökum tækjum og stigum — og guð má vita hvað. Hinsvegar er allt of lítið rúm fyrir flutning um borð, til þess að þetta geti verið heiðarlegt kaupfar. — Hver er tilgáta þín þá? — Ég er ekki að geta mér neins til. Ég sé í hendi mér að þessi sjóræningi lifir á sjóránum. Hvernig hann fer að því er hans mál. Ég vil rniklu frekar komast að því sem ég veit á þennan hátt, heldur en standa andspænis mögulegum keppinauti. Ójú, þessir menn sýna svo sem töluvert hugrekki, en þeir vita ósköp lítið um öflug viðskipti. Og þeir munu ekki ráða á höfunum að eilífu. Smám saman munum við atvinnukaupmennirnir taka málin í okkar hendur. Það er þessvegna sem ég er töluvert spenntur fyrir því að hitta hann og ræða við hann. Hann hefði að minnsta kosti getað boðið mér að borða með sér. — Það er sagt að híbýli hans þarna aftur á, séu mjög íburðarmikil og full af ýmsum dýrmætum munum, sagði pappirskaupmaðurinn. Þeir biðu eftir því að Angelique leggði til málanna, eins og ævin- lega, þegar Rescator bar á góma, en hún var óörugg og sagði ekkert. Maitre Berne virt.i hana vandlega fyrir sér. öll réttindi áskitin — Opera Mundi, París. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS N O A? er alltaf uml leihurlnn í hennl Ynd- Isfrff okkar. Hdn hefur falið örkina hans N6a elnhvers staðar í blaflinu og heitir géflum verðlaunum handa þeim, sem getur fundifl örklna. Verfliaunln evu stér'kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framUlfandlnn tr auflvitafl SselgsetísgerV- In Nflt. Nafn Heimllft örkln er á ble. Sfflast er dreglfl var hlaut verfllaunin: Vilborg Þorsteinsdóttir, Sogavegi 130, Rvk. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vlkunnar. 1. 1. tbi. vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.