Vikan - 04.01.1968, Side 34
LAVENiTE TVÍLITU hreinlætistækin eru víðfræg fyrir fegurð og hreinan stíl, enda framleidd af hinum
viðurkennda ítalska fyrirtæki.
iiiehard - Glnorl
(stofnsett 1 735).
LAVENITE (skrásett vörumerki) er fyrsta flokks gæðavara úr keramik.
Þessi tegund af glerkenndu postulíni einkennist af því að glerungurinn nær mjög langt inn í leirinn,
þolir vel högg og er ónæm fyrir snöggum hitabreytingum og áhrifum frá sýru (hitaveituvatni) og litum.
Richarc) - GínOri verksmiðjurnar eru einnig heimsþekktar fyrir framleiðslu sína
á gólf- og veggflísum og alls konar borðbúnaði úr postulíni.
BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN
NYBORG
HVERFISGÖTU 76
s
,F
SÍMI 12817
V.
Sögunnar mesta morS
Framhald af bls. 26.
ingur þess fólks konur og börn.
Þýzka áróðursmólaráðuneytið
undir stjórn Göbbels brá að sjálf-
sögðu við hart, fordæmdi þessi
dráp á óbreyttum borgurum sem
fúlmannlegan stríðsglæp af hálfu
bandamanna og hótaði grimmi-
legri hefnd, ef slíkir atburðir
endurtækju sig. Sakaði það
Frakka um að hafa gert árásina,
hverju bæði þeir og Bretar harð-
neituðu og báru Þjóðverjum
hins vegar á brýn, að þeir hefðu
framið verknaðinn sjálfir til að
fá átyllu til hömlulausari loft-
hernaðar en áður. Og raunar
sýndi það sig löngu síðar, er
málið var rannsakað, að flugvél-
arnar sem á Freiburg réðust
höfðu verið þýzkar. Ekki var
árásin þó gerð með vilja, heldur
höfðu flugmennirnir, sem voru í
árásarleiðangri gegn frönskum
flugvöllum, farið villir vegar í
skýjaþykkninu.
En þótt Þjóðverjar hefðu ekki
sett atburðinn á svið, eins og
óvinirnir báru þeim á brýn, not-
uðu þeir hann engu að síður sem
afsökun fyrir því að hefja harð-
ari og miskunnarlausari lofthern-
að en áður hafði þekkzt- Fengu
Hollendingar að kenna á því
fyrstir manna, þegar þýzki flug-
herinn réðist á Rotterdam í því
skyni að brjóta á bak aftur vörn
hollenzka hersins þar. Var mið-
borgin að mestu lögð í rústir og
nærri þúsund manns létu lífið.
Þessi loftárás, sem kom harðar
niður á óbreyttum borgurum en
nokkur áður, vakti gífurlega
reiði og hrylling í löndum banda-
manna. Áróðursmálgögn Breta,
Frakka og hollenzku útlaga-
stjórnarinnar blésu að þeim kol-
um að öllum mætti og birtu hin-
ar hroðalegustu frásagnir af árás-
inni, og voru sumar þeirra að
minnsta kosti stórýktar eða fjarri
öllum sanni. Þannig héldu banda-
menn því fram, að um þrjátíu
þúsund manns hefðu farizt í
Rotterdam, og var sú tala tekin
góð og gild þangað til nýlega,
að yfirvöld staðarins birtu að
undangenginni nákvæmri rann-
sókn hina réttu dánartölu, sem
sýndi svart á hvítu að fleiri gátu
verið skröksamir en Göbbels
greyið.
Sama kvöldið og árásin á Rolt-
erdam var gerð, hóf brezki flug-
herinn árásir á ýmsa staði í
Þýzkalandi austan Rínar. Bret-
um var Ijóst, að ef þeir ætluðu
að sigra þýzka flugherinn, sem
var miklu öflugri en þeirra eig-
inn, yrðu þeir að tæla hann til
úrslitaorrustu yfir Bretlandi
sjálfu. Með því móti ættu brezku
flugmennirnir hægara um vik,
vegna þess hve stutt þá yrði til
stöðva þeirra, en úthaldsmögu-
leikar þýzku flugvélanna yrðu
takmarkaðir að sama skapi, sök-
um þess hve langa leið þær ættu
til flugvalla sinna. Orrustunni
um Bretland hefur oft verið lýst
sem neyðarvörn Breta, er þeirj
hafi orðið að heyja hvað sem
raulaði og tautaði og án þess að'
ráða nokkru um stað og stund,
en í raun og veru hösluðu þeir
óvininum völl og ginntu hann
sem þurs- Luftwaffe Görings
greiddi harða atlögu að brezkum
borgum og flugvöllum, en úrslit
þeirrar viðureignar urðu ná-
kvæmlega þau, sem Bretar höfðu
gert sér vonir um. Til að espa
Þjóðverja enn frekar, byrjuðu
þeir nú loftárásir á Berlín. Þessi
fífldirfska þjóðar, sem Hitler
taldi því sem næst sigraða, kom
honum alveg úr jafnvægi. „Ef
þeir kasta sprengjum á borgir
okkar, þurrkum við þeirra borg-
ir út!“ hrein hann upp yfir sig
í íþróttahöll höfuðborgar Þriðja
Ríkisins. Og því til staðfestingar
var nú öllum eyðileggingarmætti
þýzka loftflotans beitt gegn
Lundúnum. Tjónið varð mikið,
þótt því færi fjarri að það lam-
aði mótstöðuþrek Breta. Og þeg-
ar loftsókninni um síðir linnti,
hafði Luftwaffe goldið slíkt af-
hroð, að þetta skæða vopn For-
ingjans náði aldrei aftur sínu
fyrra biti.
En þótt brezka orrustuflugliðið
hefði sýnt að það var andstæð-
ingunum snjallara, þá var þýzki
sprengjuflugflotinn stórum skæð-
ari en sá brezki fyrstu ár stríðs-
ins. Yfirburðirnir voru einkum
fólgnir í betri leitar- og miðun-
artækni- Hvað þetta snerti voru
Bretar þá svo aftarlega á mer-
inni, að algengt var að sprengju-
flugsveitir þeirra fyndu alls
ekki skotmörk sín, og þótt svo
að þær römmuðu á þau, þá komu
sprengjurnar gjarnan niður víðs
fjarri þeim og ollu engu tjóni.
Gerðu Þjóðverjar óspart grín að
þessu og bentu til samanburðar
á eigin árangur: hið gífurlega
tjón, sem sprengjuárásir þeirra
á Lundúni, Liverpool, Coventry,
Cardiff, Portsmouth og fjölda
annarra brezkra borga höfðu
valdið.
Yfirmenn og tæknifræðingar
brezka flughersins gerðu sér
fljótlega ljóst, hve háskalega
máttvana sprengjuflugfloti þeirra
var, og einbeittu sér að endur-
bótum. Nýjar og byltingakennd-
ar uppfinningar í ratsjártækni
urðu þeim til mikillar hjálpar,
og vorið 1943 var svo komið, að
brezki flugherinn gat fyrst fyrir
alvöru byrjað að færa Þjóðverj-
um stríðið heim í þeirra eigið
land. Á því skeiði stríðsins var
löngu hætt að skeyta um þótt
óbreyttir borgarar færust hrönn-
um saman í sprengjuárásum;
loftárásir Þjóðverja á Bretland,
sem kostað höfðu tugþúsundir
óvopnaðra manna lífið, höfðu
vikið á brott síðustu samvizku-
spurningunum um það efni-
Æðsti yfirmaður hins endur-
nýjaða brezka sprengjuflugflota
var nú skipaður Sir Arthur
Harris, stríðlundaður og fremur
34 VTKAN tbl