Vikan - 04.01.1968, Qupperneq 39
ar eftir að herskarar Rússa brut-
ust inn í Slésíu, nágrannafylki
Saxlands að austan. Hinir sið-
litlu, rússnesku hermenn og Pól-
verjarnir, sem í kjölfar þeirra
komu, voru gagnteknir af hatri
og hefndarþorsta vegna illvirkj-
anna, sem nazistar höfðu framið
í heimalöndum þeirra, og svöl-
uðu sér hömlulítið á íbúum
þýzkra borga og sveita, jafnóðum
og þær féllu þeim í hendur. Erf-
itt er að gera sér í hugarlund þá
ógnaröldu morða, pyndinga,
nauðgana og rána, sem gekk yfir
íbúa Austur-Prússlands, Pomm-
erns, Slésíu og fleiri þýzkra
landshluta er Rússar flæddu þar
yfir. Og þó kastaði fyrst tóifun-
um er Pólverjar höfðu tekið við
stjórninni þar, því að þeir inn-
limuðu mestallt svæðið austan
við fljótin Oder og Neisse og
flæmdu þaðan nær allt fólk af
þýzku bergi, þótt svo að héruð
þessi hefðu verið þýzk að máli
og menningu í sex eða sjö aldir.
Enda eiga margir Þjóðverjar erf-
itt með að sætta sig við svo bú-
ið, og lái þeim það hver sem vill.
Þótt bandamenn væru Þjóð-
verjum að mestu sammála um
hernaðarlegt lítilvægi Dresdenar,
voru þeir ekki alveg vissir um
að rétt væri að láta borgina al-
veg í friði. f október fór herráð
brezka flugflotans, með sam-
þykki Churchills, fram á það við
Rússa að þeir gerðu loftárás á
Dresden- Hér mun þó að líkind-
um ekki hafa verið átt við borg-
ina sjálfa, heldur olíuhreinsunar-
stöðina í Ruhland, sem er rétt ut-
an við Dresden. Úr árás af hálfu
Rússa varð þó ekkert, enda var
sprengjuflugfloti þeirra of lítill
til að nokkurra stórvirkja væri
af honum að vænta. Sjöunda
október gerðu svo nokkrar
bandarískar sprengjuflugvélar
loftárás á tvö úthverfi Dresden-
ar, þar sem talsvert var um verk-
smiðjur. Olli árásin verulegu
eigna- og manntjóni, meðal ann-
arra fórust þar nokkrir banda-
rískir stríðsfangar. En svo sann-
færðir voru borgarbúar um ör-
yggi sitt, að þeir gengu að því
gefnu að árásarflugvélarnar
hefðu villzt. Skólabörn flykktust
út á árásarsvæðið til að safna
sprengjubrotum sem minjagrip-
um. Engum datt í hug annað en
þessi fyrsta reynsla Dresdenar-
búa af stríðinu yrði einnig sú
síðasta. En það átti öðruvísi að
fara.
Þjóðverjar voru ekki einir um
það að harma fyrrnefnda hrað-
sókn sovézku herjanna undir
stjórn Sjúkoffs og Koníeffs, sem
hófst skömmu fyrir miðjan janú-
ar 1945- Hæpið er að Vesturveld-
in hafi fagnað velgengni banda-
manna sinna öllu meir en þeir
Hitler og Göbbels í Berlín. Á
sama tíma og Sovétmenn óðu yf-
ir hvert austur-þýzka héraðið af
öðru og varla leið svo dagur að
ein meiriháttar borg eða fleiri
BILJL
IJKAUPBÆTI
félli þeim ekki í hendur, komust
herir Vestanmanna á ítalíu varla
fetið og á vesturvígstöðvunum
voru þeir ekki búnir að ná sér
eftir Ardennasókn Þjóðverja. Þá
hafði Jaltaráðstefnan verið
ákveðin og þeir Churchill og
Roosevelt hlökkuðu ekkert til að
hitta Stalín þar og bera afrek sín
saman við árangur hans.
Eitthvað varð því að gera í
málinu. Það varð að sýna og
sanna Sovétmönnum, að þrátt
fyrir lítinn árangur landhersins
undanfarið væri flugher Vestur-
veldanna fær um að greiða Þjóð-
verjum slík högg, að þau jöfnuð-
ust fullkomlega á við mestu her-
virki, sem brynvagnalegíónir og
fótgöngumúgur Sjúkoffs gæti
unnið á óvinunum. Bretum var
þetta sérstaklega mikið áhuga-
mál, því þeir voru staðráðnir í
að sjá til þess, að Rússar kæm-
ust sem skemmst vestur á bóg-
inn. Roosevelt forseti, sem þá var
orðinn fárveikur, skeytti hins
vegar furðulítið um gang mála á
austurvígstöðvunum.
Yfirmenn brezka flughersins
komust að þeirri niðurstöðu, að
heppilegast mundi að ráðast nú
á borgir, sem litlu tjóni höfðu
orðið fyrir til þessa, þannig að
eyðilegging þeirra stingi þeim
mun meir í augu. Einnig væri
rétt að velja hin nýju skotmörk
flughersins sem næst víglínu
Rússa, svo þeir yrðu aðgerðanna
vel varir- Mætti þá halda því
fram við hina austrænu banda-
menn, að Vesturveldin væru að
sýna þeim samstarfsvilja með
því að eyðileggja bakstöðvar
þýzku hersveitanna, sem börðust
A JÞENJSAN MIÐA
GETIÐ J»É n FENGIÐ
CA MAUO SPORTBIL
SEM VEBÐ UB'
AUJKAVINNINGUB IMAI
VÖBUBAFFBBÆTTI
SÍBS
196S
1 tbl VIICAN 3Ö