Vikan


Vikan - 04.01.1968, Qupperneq 40

Vikan - 04.01.1968, Qupperneq 40
gegn Sovétmönnum. Gerðu Bret- ar sér og vonir um, að ef þeim nú tækist að þurrka út nokkrar þýzkar þorgir á nógu áhrifamik- inn og ægilegan hátt, myndi bar- áttuþrek þýzks almennings hjaðna. Þar með yrði stríðinu tokið í einu vetfangi. Sir Arthur Harris stakk nú upp á nokkrum borgum, sem heppilegt væri að ráðast á sam- kvæmt þessari áætlun, þar eð þær hefðu gildi sem samgöngu- miðstöðvar fyrir austurvígstöðv- arnar og hýstu auk þess fjölda flóttafólks. Ef ráðizt yrði á borg- ir, sem yfirfylltar væru af flótla- mönnum, hlyti það að skapa að baki þýzku víglínunnar ringul- reið er torvelda myndi samgöng- ur við vígstöðvarnar. Ein þeirra borga, sem þessi grimmúðlega atlaga Harrisar átti að ná til, var Dresden. Churchill var fljót- ur að lýsa ánægju sinni með þessa áætlun, þótt ekki sé til þess vitað að hann hafi haft neinn sérstakan áhuga á eyðingu Dresdenar. Flugmálaráðherrann, Sir Archibald Sinclair, var á sama máli. Hann var þeirrar skoðunar að Dresden, Leipzig, Chemnitz og fleiri borgir, sem hingað til höfðu að mestu slopp- ið við árásir, hefðu nú öðlazt nokkra hernaðarþýðingu vegna nágrennisins við austurvígstöðv- arnar- Lagði Sinclair megin- áherzlu á að olíustöðvar í borg- um þessum yrðu eyðilagðar, hvar sem þær fyndust. Áhugi herramanna þessara og þá eink- um forsætisráðherrans varð til þess, að yfirmenn flughersins hröðuðu mjög framkvæmdum í sambandi við hina nýju áætl- un, sem hlotið hafði dulnefnið Thunderclap (þrumugnýr). — Bandaríkjamenn fengust til sam- starfs um þetta hryllilega morð- prógramm —- hikandi þó og með ýmislegum fyrirvara — og að loknum fundi þeirra Sir Art- hurs Tedders og Carls Spaatz, yfirhershöfðingja flugherja bandamanna, var gefin út til- skipun, þar sem kveðið var blá- kalt svo að orði, að ráðizt skyldi á Berlín, Leipzig, Dresden og önnur þéttbýlissvæði í austan- verðu Þýzkalandi, í þeim til- gangi að sprengja flóttafólkið, sem þar hafði leitað hælis fyrir sovézka barbaraskrílnum, út á á gaddinn. Var gert ráð fyrir að það myndi þá teppa alla vegi og þannig hindra aðflutninga til hersveita Þjóðverja á vígstöðvun- um. í þessari tilskipun var ekki verið að afsaka Thunderclap með hjali um olíustöðvar og sam- göngumiðstöðvar, heldur var af hrollvekjandi hreinskilni lýst yf- ir, að takmark árásanna væru óbreyttir borgarar og þá fyrst og fremst hrjáð og örmagna flótta- fólk, sem þegar hafði fengið ærna reynslu af skelfingum stríðsins. Thunderclap hófst fyrir alvöru 40 VIKAN 1 tbl- síðdegis þriðja febrúar, er þús- und flugvirki bandarísk réðust á Berlín og ollu miklu tjóni. Síðan voru gerðar harðar árásir á Magdeburg og Chemnitz. Sam- kvæmt áætluninni gat því ekki liðið á löngu áður en Dresden yrðu gerð sömu skil. Þess er að vísu skylt að geta, að í forustu- liði flugherja bandamanna voru þó nokkrir menn svo greinar- góðir, að þeir efuðust um siðferð- islegt réttmæti slíkrar árásar og einnig að hún hefði nokkra hernaðarþýðingu- Þeirra á meðal var Sir Robert Saundby, næst- ráðandi Harrisar. Harris sjálfur virðist ekki hafa verið laus við efasemdir, því það var með hans samþykki að Saundby hafði sam- band við flugmálaráðuneytið og spurði, hvort nokkur meining væri í því að hafa Dresden á árásarlistanum. Ráðuneytið vís- aði málinu áfram til þeirra Churchills og Sir Charlesar Portals, yfirmanns foringjaráðs flughersins (undir það heyrðu þeir Harris og Saundby), sem þá voru á þríveldaráðstefnunni í Jalta. Frá Jalta var svarað um hæl að Dresden skyldi ekki strik- uð út af listanum. Ekki er vitað með vissu hvort Portal tók þessa ákvörðun upp á eigin spýtur eða ráðgaðist við Churchill fyrst, en hið síðarnefnda er trúlegra. Kunnugt er að gamla manninum var mjög í mun að geta hampað framan í Stalín, vin sinn, ein- hverju stórafreki af hálfu brezka flughersins áður ráðstefnunni lyki. Hitt hefur hinn aldni stríðs- þjarkur líklega ekki hugsað út í, að héðan af var ómögulegt að koma árásinni í framkvæmd fyr- ir lok ráðstefnunnar. Eftir að svarið barst frá Jalta, var ekki um annað að ræða fyr- ir þá Harris og Saundby en hraða framkvæmd árásarinnar- Eða eins og Harris sagði í endurminn- ingum sínum: „Þegar hér var komið, álitu mér miklu áhrifa- meiri menn nauðsynlegt — af hernaðarástæðum — að ráðast á Dresden.“ „Þótt ég væri engan veginn laus við efasemdir," sagði Saundby síðar, „átti ég ekki ann- ars kost en fyrirskipa þessa stór- felldu loftárás." ☆ Dropar á strjálingi Framhald af bl. 17. — Þú ferð ekki til Lása, sagði hún, komdu með mér í sveitina. — Haha! Datt mér ekki í hug. Og svo náttúrlega í Fíladelfíuna. Svo þagnaði hann og sagði kæruleysislega: Ég þarf að fara annað. Það er beðið eftir mér. — Ég hélt krakkarnir hefðu ætlað að koma í kvöld, sagði hún- — Já, sama er mér, sagði hann, þau mega koma fyrir mér. — Ætlarðu þá ekki að vera heima? — Ég verð einhvers staðar. Hún fór á salernið við upp- ganginn á þurrkloftinu og þar dvaldist henni nokkrar mínútur, hún þvoði sér í framan og greiddi sér enn einu sinni, hún fór líka úr bláu gallabuxunum og klæddi sig í köflótt pils. Svo burstaði hún tennurnar í fimmta sinn þann , daginn með þessum sam- eiginlega tannbursta þeirra. Loks lét hún kalt vatn renna um hend- urnar á sér og fannst hún hress- ast mikið. Þegar hún kom fram aftur sá hún hann hafði flutt stólinn þeirra undir gluggann og hún kom rétt mátulega lil að sjá annan fótinn á honum hverfa upp og út um gluggann. — Steini, hvað ertu að gera? Andartak stóð hún kyrr í sömu sporum, svo flýtti hún sér að stólnum, steig upp á hann og leit út. Hún sá hann hvergi á þakinu, hún sá bara autt, regn- vott þakið og þökin á næstu hús- um. Hún steig niður af stólnum, hún settist niður í sófann þar sem hann hafði legið með hend- ur í vösum fyrir fáeinum mínút- um- Hún hafði ekki afl í sér til að hlaupa niður þessa fimm stiga í húsinu. Hún sat ennþá í sófan- um þegar hún heyrði í síren- unum. f stað þess að hækka og síðan fjarlægjast eins og venju- lega, þá héldu þær áfram að hækka þangað til vælið ætlaði að æra hana og hún tók fyrir eyrun og lokaði þessum stóru, bláu augum sínum. Loks þögn- uðu sírenurnar og þá fyrst tók hún eftir því að hann hafði sett á fóninn lagið hennar What have they done to the Rain. ☆ íslandsklukkan Framhald af bls. 20. I tilefni umskiptanna í hlutverka- skipun Klukkunnar hittum við að móli þó Brynjólf Jóhannesson og Róbert Arnfinnsson, Jón Hreggviðs- son hinn eldri og þann yngri. A þessu stigi málsins er varla hægt að ímynda sér annað en viturlega hafi verið ráðið, þegar Róbert var valinn sem eftirmaður Brynjólfs í hlutverkinu. Um Brynjólf hefur kunnur leikhúsmaður sagt, að hann hafi „stokkið alskapaður úr höfði Þalíu," og ég hef heyrt hörku- greinda leikhúsgesti, sem sáu Ró- bert í Nashyrningnum lonescus, fullyrða því sem næst í blákaldri alvöru, að þeir hafi með eigin aug- um séð hann breytast í nashyrning. Enda sagði Brynjólfur: Ég treysti Róbert manna bezt í hlutverkið. — Þetta er nú raunar ekki annað en dæmi um eðlilegan gang lífsins, að hinir yngri taki við af þeim gömlu. Þetta er ekki heldur í fyrsta sinn, sem tekið hefur verið við hlut- verkum af mér. Það hefur til dæm- is þegar verið gert f Gullna hlið- Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.