Vikan - 04.01.1968, Síða 47
raylor og ftioliarcls Burton
— —.——-----i
CHVERSDflGSHORNIO)
KARTÖFLULENGJUR.
Flysjið stórar kartöflur og skerið í
ca. cm breiðar lengur. Þvoið úr köldu
vatni og þerrið vel. Hafið allar lengj-
urnar jafnlangar og endana skásniðna.
Bindið lengjurnar nokkrar saman við
annan endann. en varizt að brjóta
þær. Setjið í djúpsteikingarkörfu og
setjið hægt niður í mjög heita feiti.
Þegar suðubólurnar hætta, á að taka
körfuna strax upp úr, hita svo feit-
ina á ný og setja körfuna aftur ofan
í. Steikt í 5 mín., eða þar til lengj-
urnar eru gulbrúnar og stökkar. Lát-
ið renna af þeim á þykkum pappír.
Stráið salti yfir persilju. Berið fram
samstundis.
BAKAÐAR KARTÖFLUR í
HÝÐINU.
3 stórar, gamlar kartöflur, salt og
pipar, 1 ounca smjör, tómatar eða
grænir laukar.
Hitið ofninn þar til hann er meðal-
heitur. Burstið kartöflurnar og þurrk-
ið vel. Stingið í þær með gaffli á víð
og dreif. Setjið á bökunarplötu 1
miðjan ofn. Bakið í 30 mín. og snúið
og bakið í aðrar 30 mín. Þegar þær
eru meyrar, eru þær skornar til helm-
inga, salti, pipar og persilju stráð yfir.
Skreytt með tómötum eða lauk. Líka
má fylla þær með osti, hökkuðu,
steiktu kjöti eða stökku baconi, sem
feitin hefur runnið vel af.
KJÚKLINGA-KARTÖFLURÉTTUR.
1 lítill laukur, 6 kjúklingastykki,
salt, 450 gr spínat, 500 gr kartöflur,
1 sléttfull tsk. paprika, V* bolli smjör-
líki, tómatar til skreytingar.
Hitið ofninn fyrst upp í meðalhita.
Smyrjið eldfast form. Flysjið laukinn
og saxið smátt. Flysjið kartöflumar
og þvoið í köldu vatni. skerið í stykki,
séu þær stórar. Setjið í pott og hyljið
með köldu vatni. Þerrið kjúklinginn
með rökum, hreinum klút og kryddið
með salti og papriku. Bræðið næstum
allt smjörlíkið á pönnu, setjið kjúk-
lingastykkin þar í og steikið hægt í
ca. 25 mín. og snúið öðru hverju, eða
þar til þeir eru gegnsteiktir. Meðan
kjúklingarnir eru að steikjast, er tsk.
af salti sett í kartöfluvatnið og þær
soðnar í ca. 20 mín. eða þar til þær
eru meyrar, en detta ekki í sundur.
Meðan kjúklingar og kartöflur eru að
soðna er það sem eftir er af smjör-
líkinu sett á pönnu, lauknum bætt í
og hann soðinn þar til hann er meyr
og gegnsær. Látið renna vel af hon-
um. Þvoið spínatið og setjið í pott
með engu vatni, nema því sem hangir
á blöðunum. Setjið 1 tsk. salt saman
við og látið malla í 10 mín. Látið
renna af því í sigti og merjið það.
Hellið af soðnu kartöflunum, merjið
þær og pressið gegnum sigti í spín-
atið, bætið lauknum í og hrærið. Tak-
Framhald á bls. 33.
Röndótt
felpna
golf-
freyja
Stærðir 6 og 8 ára.
Yfirvídd: 63',í> (68—
—73(2) sm.
Baksídd: 33 (38-
43) sm.
Efni: Um 300 (300—
350) gr af fremur
grófu ullargarni og
dálítið af 2 litum í
rendur.
8 (9—10) hnappar.
Prjónar nr. 5.
Prjónið það þétt að
6 1. mæii 2.5 sm ó
breidd og 14 umf. 3,8
sm á hæð.
Munstur: Garðaprj.
sem prjónað er slétt
bæði frá réttu og
röngu.
Prjónaðir eru 6
garðar (■= 12 umf.)
með mislitri rönd á
milli.
Röndin er prj. frá
réttu sl. og br. frá
röngu og síðan byrj-
að aftur á munstur-
litnum frá réttu.
Rendurnar eru prj.
til skiptis sín með
hvorum lit.
Stærð 8 ára er í
svigum í 2 stærðum.
Bakstykki: Fytjið
upp 72 (78—84) 1. og
prjónið munstur þar
til stk. frá uppfitjun
mælir 21 \'x (24—26V2)
sm. Takið þá úr fyr-
ir skáermunum. —
Fellið af 4 1. i byrjun
prjóns 2 sinnum. —
Takið þá úr 1 1.
hvorum megin í
næstu 6 (5—3) umf.
og eru þá 52 (60—70)
I. eftir. Prjónið 2
Þá er ég og við líklega flestar komnar aftur í hversdagshornið
eftir allar hátíðarnar. Mér þykir alltaf vænt um virka daga, a. m.
k. vildi ég ekki skipta þannig, að helgidagar eða frídagar væru sex
daga vikunnar og aðeins einn virkur dagur. Það er indælt um há-
tíðar og aðra þá daga, sem ætlaðir eru til hvíldar og skemmtunar,
en einhvern veginn finnst mér, að þeir séu til að varpa ljóma endur-
minninganna yfir yirku dagana, fremur en þeir virku séu aðeins
undirbúningur undir hátíðarnar. Sem sagt, virkir dagar séu aðal-
atriðið, þeir séu lífið sjálft, daglegt brauð, dásamlegt brauð, en frí-
dagarnir eins og kryddið, góðir með í hófi. Mér finnst gaman að
fara í veizlu eða á mannamót öðru hverju, en mikið er alltaf gott að
koma heim aftur. Hins vegar yljar veizlugleðin mér lengi á eftir
við dagleg störf hversdagslífsins.
Undir þessari fyrirsögn ætla ég öðru hverju að spjalla við ykkur
um ýmistegl hversdagslegt, stundum kannski svo hversdagslegt, að
álitamál getur verið, hvort það taki því, að minnast á það. En e. t.
v. flýtur eitthvað með, sem einhvern varðar.
☆
En meðan við erum enn að tala um hátíðir og veizlur, langar mig
til að minnast aðeins á grein eftir Bjarna Konráðsson, lækni, sem
er í tímaritinu „Heilbrigt Líf“, I. hefti 1967. Ég hef oft lesið margt
fróðlegt í því tímariti og er þessi grein ekki sízt. Hún heitir „Um
áfengi og áhrif þess“. Engin leið er að rekja hér efni greinarinnar,
enda hægt um vik fyrir fólk að afla sér tímaritsins. Ég ætla aðeins
að benda ó örfá atriði, sem konur hefðu e. t. v. gaman og gott af að
vita. Það er t. d. engin tilviljun, að sérstök glasastærð er notuð und-
ir hinar ýmsu áfengistegundir. í greininni er yfirlit um vínanda-
magn margra áfengra drykkja, og hve mikið sé í glasi af hefðbund-
inni stærð fyrir hverja tegund. Það kemur þá í ljós, að nokkurn
veginn sami skammtur, þ. e. 10—11 g af vínanda fæst úr hverju
glasi, því að glasastærð fer minnkandi með vaxandi áfengismagni
drykksins. Fæstar konur kæra sig um að verða drukknar, þótt þær
taki þátt í eðlilegri samkvæmisdrykkju. Þeim má benda á, að kol-
sýra í kampavíni, öli, sódavatni og öðrum gosdrykkjum í vínblönd-
um flýta fyrir því að áfengi berist inn í líkamann og verða menn
þá fyrr ölvaðir yfirleitt. Sé ekki drukkið meira en 7,5 g af hrein-
um vínanda á klukkustund eyðist hann að mestu jafnóðum þannig,
að vínandamagn í blóðinu verður þó aldrei verulegt, nema áfengis
hafi verið neytt áður. Þunn áfengisblanda drukkin á löngum tíma
gefur meltingarfærunum svo lítið til að vinna úr, að líkaminn hef-
ur tíma til að losna við töluvert af því, meðan á upptökunni stendur.
Sé áfengis neytt með mat, berst það mun hægar inn í blóðið. Fæða,
einkum kjöt, mjólk og fita, bindur allt að 10% af áfenginu og hindr-
ar að það komist inn í blóðið. Alkohol er töluvert fitandi vegna
næringargildis þess, það ættu þær að hafa í huga, sem eru að grenna
sig, en stunda samkvæmislífið vel. Og að lokum, þær, sem eru
rauðar í andliti, ættu að forðast portvín, því að í því eru efni, sem
víkka út háræðarnar, einkum í andliti!
☆
Núna eftir jólin verður sjálfsagt eins og alltaf áður mikið um það,
að hlutum, sem keyptir hafa verið til jólagjafa og af öðru tilefni,
verði skipt eða skilað aftur í búðir. Það væri því hollt fyrir okkur
að rifja upp hvar við stöndum og hver réttur okkar neytenda er í
þeim efnum, en hann er alveg skýr, þakkað sé Neytendasamtökun-
um okkar. Hafi varan verið gölluð eða reynzt önnur en gefið var
upp og seljandi getur ekki útvegað nákvæmlega sama hlut ógallað-
an, ber honum skylda til að endurgreiða hlutinn — ekki bara gefa
innleggsnótu. Það er ekki nóg að hann bjóði fram sambærilega vöru
ef kaupandinn vill ekki sætta sig við það, t. d. annan lit eða lag eða
á einhvern hátt frábrugðið þeim hlut, sem keyptur var í upphafi.
Ekkert annað en peningarnir á borðið dugir í því tilfelli. Sé hins
vegar vöru skilað aftur vegna þess, að kaupandi hefur einhverra
hluta vegna iðrazt kaupanna, án þess að nokkuð megi að vörunni
finna, er það samkomulagsatriði milli kaupanda og seljanda hvem-
ig fram úr því er ráðið. Flestir seljendur skipta umyrðalaust eða
láta innleggsnótu fyrir andvirðinu, oft hefur líka verið um það sam-
ið við kaupin. Einstaka ganga svo langt að endurgreiða vöruna, þótt
þeim beri ekki skylda til þess, og hljóta ævarandi þakklæti við-
skiptavinarins og um leið meiri viðskipti við hann framvegis en
ella hefði kannski orðið.
☆
1 tbl VIKAN 47