Vikan


Vikan - 04.04.1968, Qupperneq 15

Vikan - 04.04.1968, Qupperneq 15
sjálfa sig, stóreyg, þegjandi og tók til fótanna eins og héri ef einhver ávarpaði hana. Svo allt í einu blómstraði hún aftur. Björt, hlý, glaðbeitin, talaði við alla, vingaðist við alla. En ég átti von á einhverjum óþæg- indum þegar hún kæmist til þroska og ég hafði rétt fyrir mér. — Hversvegna væntirðu þess? Gáfuleg augun störðu á Breckenridge gegnum þykk sjónglerin. — Þú og ég vinur minn höfum þann sjúkdóm sem við fengum í bernsku. Við höf- um kvíðann. Jezzie fékk auka- byrði og það var uppbót, ekki aðlögun. Það var komið með hana eina nóttina, þegar hún var fimmtán ára, með háan hita og óráð og hægri handleggur- inn uppblásinn af eitrun og leit út eins og stór, rauð sleggja. Ég barðist fyrir þessum hand- legg og hún hélt honum. En blóðeitrunin gerði hana að beinagrind. Það voru líka göm- ul brunasár við hliðina á þeim sem blóðeitrunin hafði hlaupið í. Þegar hún fór og styrktist ögn spurði ég hana út úr, en hún vildi ekkert segja mér. Hún tók ekki dáleiðslu, þar til ég pump- aði ofboðlitlu sodium pentothal í hana. Þá hafði ég sígilt dæmi í höndunum. Alger vöðvastjarfi, draumar og sýnir. Móðursýki með trúarlegu ívafi. Hún hafði haldið handleggnum yfir kert- isloga og notaði sér þjáninguna til að komast í dá, krossfesta holdið og reka burt djöfulinn. Móðursýkin var svo mikil að hún fann ekki til sársaukans. Ég reyndi að tala við Mary Jackman um þetta. Það var eins og að tala við vegg. — Komst Jezzie yfir það? — Hvað heldur þú? Hún er ein sú líflegasta og hraustasta, fullþroska kona, sem ég hef nokkurn tíman séð, en hver ein- asta von um eðlilegt líf og full- nægju var' barið úr þessum likama fyrir langa löngu, bak við bílskúr. Hún er tilfinninga- lega fötluð. Líkaminn á í stríði við sjálfan sig, allt í nafni dyggðarinnar. Einhverskonar brigðult jafnvægi hefur komizt á. Þetta jafnvægi sýnir eðlilegt og þægilegt andlit gagnvart um- heiminum, en hverfur eitt sér inn í drauma og sýnir í einrúmi. Persónuklofningur. Persónujafn- vægi gerir mig alltaf smeykan, þegar ég hugsa um það. — Væri hægt að gera hana ábyrga fyrir morði? — Hún myndi ekki hugsa um það sem morð, heldur sem af- töku. — Og hún væri snjöll? — Með alla þessa reynslu af að lifa. í tveimur heimum, dreng- ur minn, væri hún slunginn eins og snákur, — Aftaka Lucille og aftaka Hernandez? Fyrir eitthvað um þrem mán- uðum fékk Gus hægðatregðu sem hann var hræddur við og ég rannsakaði hann mjög ná- kvæmlega. Hann hafði að því er virtist heilbrigt hjarta. Lík- skoðun ætti nú að hafa unnið sitt starf. Ég ætla að hringja. Nile var lengi í símanum. Þegar hann kom aftur var hann með tvær fullar bjórkrúsir. — Það var ekki mikið gagn af því, Bart. Mjög illa farin og rifin þind. Áverkar á neðsta hluta hjartans. Gollurshús rifið. Það er þunnur, seigur vefur. Engir meðfæddir gallar sjáanlegir. Mar og áverkar neðst á hægra hluta hjartans. Bart sagði að það hefði verið eins og einhver hefði látið Gus detta ofan á girðing- arstaur og hitt eins ólánlega og hægt væri. — Væri hægt að gera það með hnefa? — Það getur enginn slegið svona fast. Eklcert 1 bílnum get- ur hafa haft þessar afleiðingar, og hann getur ekkert hafa ekið eftir að neitt þessu líkt gerðist. Ef ég hefði slegið Gus niður og getað teygt á honum upp við eitthvað, hefði ég ef til vill get- að þrýst nógu fast á þindina til að hindra hjartahreyfingar og stöðvað þær. — Veit Jezzie nokkuð fyrir sér í líffærafræði? — Hún byrjaði aðeins á hjúkr- unarnámi og stundaði það ? nokkra mánuði. Hún hefði get- að orðið góð hiúkrunarkona, ímynda ég mér. Hún hætti vegna þess að hún þoldi ekki lauslætið í hinum hiúkrunarnemunum. Á síðasta ári sagði ég Skip Kim- berton að Jezzie þarfnaðist hjálpar. Hún vann svolítið fyr- ir mig á skrifstofunni. Eftirvinnu til að lappa upp á bókhaldið mitt. Ég hafði til þess stúlku sem varð ástfangin og þegar hún loksins skreið í hjónaband var bókhaldið mitt allt komið í hund og kött. Jezzie var fullkomin. Hún var kát og ýelvirk. Hún bjó yfir þessari einstöku mildi sem getur verið lykillinn að ákafri spennu. — Hafði hún Ivkil að skrif- stofu þinni? — Já. Hverju máli skiptir það? — Svo sem engu. Hvað varstu að segja? — Eitt kvöldið var ég að rannsaka ungan mann, mjög gaumgæfilega. Mjög gott eintak. Hann var kominn úr öllu. Jezzie vissi ekki að ég var með sjúkl- ing inni. Hún kom skálmandi beint inn. Hún afsakaði sig með mestu rósemi. hörfaði út og lok- aði á eftir sér. Ég hafði vænzt ákafara viðbragðs frá henni, en komst svo að því að hún sá ungan mann í hvítum sjúkra- hússslopp, sem náði niður fyrir hné á honum, það var það sem hún sá. Næst þegar ég sá Skip sagði ég honum að Jezzie væri veik. Ég vildi óska að ég hefði haldið því til streitu. Ég trúi nefnilega þessu öllu. Lucille, Gus og öllu því. Hún er ekki skrímsli. Hún hefur bara borið of þunga byrði of lengi og nú er hún að kikna. — Og hvað er nú til bragðs að taka? — Sodium pentothal, dáleið- ing. Það gæti hrifið aftur. En afgangurinn yrði að vera eftir beiðni hennar eða móður hennar eða samkvæmt úrskurði réttar- ins. — Myndi hún segja þér hvað hún hefði gert? — Ég er víss um það. Svo til þess að fá dómsúr- skurð fyrir því verðum við að fá hana til að beita einhverju ofbeldi eða sleppa sér í vitna viðurvist. Nile hleypti í brýrnar: — Farðu varlega. Farðu mjög var- lega, vinur minn. Klukkan átta næsta morgun sátu Bart Breckenridge og Skip Kimberton í stóru setustofunni í íbúð Kimbertons á fjórðu hæð. Skip var í slopp úr flóneli, inni- skóm og var með sólarhrings skegg. Hann hristi höfuðið og sagði: Ég horfi á hana og ég fæ enga brú í þetta. Ég tala við þig og þá er það ekki lengur fjarstæða. Hversvegna verðum við að reyna að gera svona nokkuð. Er ekki hægt að leggja þetfa allt fvrir Harv Walmo og láta hann ganga frá öllu saman? — Ég hef ekki minnsta snefil af löglegum sönnunargögnum og ég held ekki að hann geti fund- ið neitt. Trúðu mér Skip. þetta er þess virði að reyna það. SkÍD slakaði á og benti með þumalfingrinum í áttina að stóru dvrunum. — Hún er þarna frammi í fremri skrifstofunni núna og vinnur eins og biarkur. Hvernig heldurðu að þetta fari með hana. Kannske lætur hún sig þetta engu varða. — Það verður að tefla á tvær hætt.ur. Hún hefur komizt. unn með þetta tvisvar. Nú er hún viss um sig. Ég vil aðeins að hún fái frekari ástæður. Ég vil ekki gera meira til að koma henni úr jafnvægi, en hun verður að fá enn eina helgiköllun. -— Ég er nú ekki mikill leik- ari. sagði Skip. Barbara kom út. úr svefnher- berginu bar sem hún hafði haft fataskipti. Hún var með úfið hárið og hafði smurt á sig skær- um varalit. Hún var í slonp yfir gagnsæum náttkiól. Hún fór hiá sér, þegar beir störðu báðir á hana. — Er ég sennileg? spurði hún súr. Skip hristi höfuðið með undr- un: — Ég var nærri því sann- færður. Bart. snéri sér að Skip. — Ég. hef látið flytja Barböru í her- bergi sem liggur upp að mínu, númerin eru tuttugu og tutt- ugu og eitt, svo ég geti verið við höndina ef þetta hrífur. Nú þurfum við ekki annað að gera en láta þetta kvisast og bíða. — Heldurðu að hún trúi svona nokkru? spurði Barbara. — Ég er hérum bil viss að hún er undir það búin að sjá það illa, hvert sem hún lítur, sagði Bart. — Við skulum ljúka þessu af, sagði Skip. Bart gekk að stór- um skápnum og gekk þannig frá hurðinni að hann gat séð sem mest, án þess að til hans sæist. Barbara hnipraði sig upp í horn á stóra leðursófanum og tók glasið sem henni var ætlað. Skip gekk að stóru dyrunum, opnaði þær og kallaði: — Jezzie? Góðan daginn. Viltu aðeins koma hingað? Góðan daginn, herra Skip, sagði hún líflega og kom í gegn- um dyrnar. stór. hjartanleg og brosandi. Um leið og hún sá Barböru hvarf brosið. — Elskan, þetta er Jezzie Jackman og það er hún sem heldur öllu gangandi. sagði Skip léttilega. — Jezzie, þetta er ung- frú Barbara Horne, yngri syst- ir Lucille. — Sæl. sagði Barbara kæru- leysislega. Hún saun á glasinu. Jezzie kinkaði kolli en enginn dráttur hreyfðist í andliti henn- ar. Skip hélt áfram og sagði: — Jezzie ég ætla bara að segia þér að Bai’bee hefur áloæðið að stanza hér um hríð. Knnnske lengi. Hún er vngri svstir Luc- ille. Hún ætlar að halda til á Motel Kamínu. þar t.il við get,- um fundið henni betri stað. Kannske íbúðina, sem Lucille bafði. Ég veit bað ekki ennþá. Ég vildi að bú hittir þana og vissir um hana. -Tezzie. bvf ég hef sagt henni að hún geti snúið sér til bín ef hún barfnast ein- hvers og év er ekki við og ég vona að þú bregðist við bví, eins og ég hefði saat, bér það. — Ég er búin úr glasinu, vin- ur. sagði Barbara sífrandi. — Þú skilur hvað ég á við, Tezzie? spurði Skip. — Já. — Þá geturðu haldið áfram með það sem bú ert að gera. Ég kem kannske fram í skrif- stofuna seinna. Kannske ekki. Þú sérð um þetta. Jezzie snéri sér hægt við. onnaði dyrnar og fór fram fyrir. Dyrnar lokuðust og bað heyrðist skellur þegar bær læstust. Bart kom fram úr skánnum bað varð vandræðaleg þögn. — Ertu alveg viss. Bart? spurði Barbara. Hún er svo sæt. og indæl. Og hún leit út eins og einhver hefði rekið rýting 5 hiarta hennar. — Ég er níutíu og átta nrósent Framhald á bls. 41 i3. tbi. yiKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.