Vikan - 04.04.1968, Qupperneq 21
Langt er síðan dularfullir hlutir tóku að sjást á svifi um himingeiminn hingað og þangað yfir yf-
irborði jarðar, einkum í Ameríku. Hafa hlutir þessir tíðast verið nefndir fljúgandi diskar og er ætl-
an margra að þeir séu farartæki fólks frá öðrum hnöttum. Ekki hafa þessir gestir úr geimnum
sýnt af sér neina vonsku gegn lífverum þessa heims - utan einu sinni, að sögn frú Berle Lewis
og nágranna hennar í Heilagshlöðvésdal í Kóloradó, Bandaríkjunum. Þau eru sem sé sannfærð
um að menn utan úr geimnum hafi slátrað reiðhesti frúarinnar, slitið úr honum flest mikilvæg-
ustu líffærin og þar á ofan sogið úr honum merg og blóð. Fyrr má nú vera frekjan!
hann. Þaðan af síður fundust ó staðnum nokkrir hnífar eða slík óhöld, er
gætu hafa verið notuð til að fremja þær fagmannlega útfærðu skurðað-
gerðir, sem leifarnar af hestsskrokknum vitnuðu um.
Ellefta september hófu Lewis-hjónin og Harry King nákvæma rannsókn
á staðnum, þar sem Snippy fannst. Þau fundu þar lykt, sem King segir
að hafi verið „sætvelgiuleg" og Lewis-hjónin segja að minnt hafi þau
á lyf. Þau fundu eitthvað, sem virtust vera fimmtán kringlótt spor eftir
öflugan útblástur úr einhverskonar vél. Spor þessi voru á svæði, sem
var hundrað sinnum fimmtíu metra að flatarmáli. Þá fundu þau á einum
bletti sex álíka holur í jörðina, og voru þær allar fimm sentimetra að
ummáli og tíu sentimetra djúpar.
Þau urðu smeyk og gengu nú heim til Mrs. King. Gamla konan, sem
er áttatíu og sjö ára að aldri, sagði þeim að síðasta kvöldið, sem hest-
urinn sást lifandi, hefði hún tekið eftir einhverjum stórum hlut, sem
flaug í þakhæð yfir lóðina hennar. En því miður hittist svo á að hún
var ekki með gleraugun sín, svo að hún gat ekki lýst hlutnum nánar.
Þetta var Mrs. Lewis nóg. Hún reyndi að fá sériffa Alamoso-svæðis,
Ben Philips, til að fara með geigerteljara á staðinn. En sériffinn neitaði
og sagði kaldranalega:
— Ég trúi ekki á fliúgandi diska. Ég er viss um að eldingu hefur
slegið niður í hrossið. Mér var sögð þessi saga um diskinn nokkrum
dögum eftir að hræið fannst, en fór ekki á staðinn. Við erum bara tveir
hérna, aðstoðarmaður minn og ég, og við höfum svo sannarlega nóg
að gera. Gamla konan sér oft hina og þessa furðulega hluti, og við
höfum annað að starfa en flakka um auðnirnar og skoða hestshræ. í
meira en fimm ár höfum við verið að fá þessar frásagnir af fljúgandi
diskum, og hafa flestar þeirra borist til Þjóðvegalögreglu Colorado.
Mrs. Lewis gafst ekki upp að heldur, sízt eftir það sem fyrir kom, að
hennar sögn, þann sextánda september, þegar hún í annað sinn kom á
staðinn þar sem Snippy fannst. í runna rétt hjá hestshræinu fann hún
einskonar „klump", sem húðartætlu var vafið um. Hann var ekki stærri
en kjúklingslifur, og útfrá honum voru hárlufsur sem hlutu að vera úr
faxi eða tagli hestsins. Mrs. Lewis stakk prjóni í klumpinn, og út streymdi
þykk, Ijósgræn leðja. Engin lykt fannst af þessu. Með vinstri hendi sleit
frúin lausa hárlufsuna, en sleppti henni er hún fann að hárin voru
klístruð. Tíu mínútum síðar kenndi hún ákafs sviða ! vinstri lófanum.
Jafnframt varð hörundið eldrautt. Hún fór þá aftur til sumarhúss, sem
fjölskyldan átti og var í hálfs sjöunda kílómetra fjarlægð. Það sápuþvoði
hún höndina hvað eftir annað. Að klukkutíma liðnum var sviðinn á brott
og höndin aftur með eðlilegum lit.
Tuttugasta og þriðja september fór Duane Martin, skógaeftirlitsmaður,
að áeggjan Mrs. Lewis á staðinn, þar sem hesturinn fannst. Hann hafði
með sér geigerteljara. Hann sýndi mikla geislun kringum „útblásturs-
sporin"!, en geislunin varð því minni sem nær dró hestshræinu. Þar með
sannfærðist Mrs. Lewis um að morðingjar Snippys hennar væru ekki af
þessum heimi. Hversvegna gat hún ekki (myndað sér. Hefði hún á réttu
að standa, var þetta fyrsta vígið, sem kunnugt var af hálfu geimbúa
á jörðu hér. Þeir, sem rannsakað hafa frásagnir af flugdiskum, hafa
aldrei grunað áhafnir þeirra um slíkt gerræði.
Uppveðruð af öllu þessu hringdi Mrs. Lewis í blað eitt í Pueblo, sem
hún öðru hvoru hafði haft samband við, og sagði alla söguna. Arangur-
inn lét ekki á sér standa. Hvaðanæva úr Heilagshlöðvésdal hringdi nú
fólk, sem tekið hafði eftir dularfullum fljúgandi hlutum á lágflugi yfir
fjöllunum og einmitt þá sömu nótt, sem talið var hin síðasta í lífi Snippys
hérna megin. Auðvitað minntust menn nú þess atburðar, er skeð hafði
tuttugasta og fjórða apríl, þegar lögreglumenn frá Rio Grande-svæðinu,
þar á meðal Sam Grazier aðstoðarsériffi og Joe Perea varasériffi, for-
mæltu sér upp á að hafa séð undarlegan, lýsandi hlut æða yfir himin-
hvolfið. Og hver mundi ekki eftir „fljúgandi körfuboltanum" stóra, sem
Ben King kvað hafa elt bílinn hans, og hafði snöggstanzað í hvert skipti
er hann hemlaði, farið af stað jafnskjótt og hann aftur steig á bensín-
gjafann og verið með blárauðum, blikkandi Ijósum?
King, sem var bróðir Mrs. Lewis, sagði hlut þennan hafa haldið sig í
kurteislegri fjarlægð, um hundrað metra fyrir aftan bílinn og í um fimm-
tíu metra hæð. Ég bjóst við að „boltinn" færi í veg fyrir mig áður en ég
næði heim til Berle, sagði King. — En skömmu áður en þangað kom,
hvarf hann skyndilega. Hann hvorki flaug eða valt í burtu. Hann bara
hvarf.
Seytjánda maí ók kennarastúdentinn Steve Hardwick sem leið lá frá
Adams-kennaraskóla til heimilis síns í Þrenningu (Trinidad), sem er bær
Framhald á bls. 36.
i3. tbi. yiKAN 21