Vikan


Vikan - 04.04.1968, Qupperneq 34

Vikan - 04.04.1968, Qupperneq 34
KJOLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SlMI 18647 McGrath nauðugan á brott með aðstoð lyftudrengjanna. Dymar lokuðust og frú Beauvais gekk rólega inn í baðherbergið og opn- aði tannburstann sinn. Hún tók skartgripina upp úr handtösku sinni og setti þá innan í tann- burstann. Hún skrúfaði lokið á og brosti enn einu sinni með sjálfri sér sigri hrósandi yfir því, hversu vel þetta hefði gengið allt saman. Hún þurfti aldeilis að gera sér glaðan dag í tilefni af því. Hún fór niður og inn á barinn. Hún dreypti á pernod-glasi og virti fyrir sér karlmennina, sem sátu við barinn. Enginn þeirra var af sömu manngerð og Mc- Grath. Hún vissi það, því að hún hafði kynnzt náungum eins og honum út um allt landið, sérstak- lega þó í New York. Hún þekkti þá um leið og hún sá þá. Sumir hófu svik sín á því að tala um hlutabréf; um öll þau reiðinnar ósköp af peningum sem mætti græða á einhverjum olíunámum — ef aðeins fengist fé til að nýta þær og hefja framkvæmdir. Aðr- ir voru ekki eins stórtækir né hugmyndaríkir, litlir karlar eins og þessi McGrath. Þeir reyndu að opna skartgripaskrín gamalla kvenna með persónutöfrum sín- um. En hún, —- sjálft fórnar- lambið — hafði skotið þeim öll- um ref fyrir rass! Þetta var áhættusamt líferni og oft þurfti að tefla á tæpasta vað, en það var spennandi og ævintýraiegt og hún naut þess að bjarga sér á síð- ustu stundu með því að nota hið frjóa ímyndunarafl sitt. Celine Beauvais, hugsaði hún og saup á glasinu. Þau voru orð- in mörg nöfnin, sem hún hafði borið og sömuleiðis sögurnar sem hún hafði spunnið upp. Hún var hreykin yfir því, sem henni hafði dottið í hug í þetta sinn, — sögunni um ljónin tíu. Hún hafði nýlega lesið þetta spakmæli eftir Coolidge og allt í einu hafði því skotið upp í huga hennar. Og þetta spakmæli hafði heldur bet- ur sannazt á vesalings McGrath. Hún hafði í rauninni aðvarað hann, þegar hún sagði honum, að tíunda ljónið kæmi ævinlega á óvart, eins og þruma úr heiðskíru lofti. En hann hafði ekki skilið við hvað hún átti. Hún borgaði þjóninum, fór út úr barnum með þetta indælis pernod-bragð á tungunni. Við af- greiðsluborðið sagði hún skrif- stofumanninum, að hún færi af hótelinu eftir klukkutíma. Hún sagði honum hreinskilnislega, að hún ætlaði að skipta um hótel — fara á betra og virðulegra hótel, þar sem gamlar konur gætu ver- ið í friði og búið við fullkomið öryggi. Hún heimtaði að fá end- urgreitt það sem hún hafði greitt fyrirfram. Hann kinkaði kolii, tautaði nokkur afsökunarorð og reyndi að brosa. Þegar hún hafði lokið við að pakka niður dótinu sínu, hringdi hún í afgreiðsluna og bað þá um að senda Jerry upp til þess að bera farangurinn. Hún gerði sér ljóst, að hún mundi sakna þessa glaðlega stráks, sem hafði verið svo hændur að henni og látið sér svo annt um velferð hennar. Hún viðurkenndi fyrir sjálfri sér, að hún þarfnaðist einmitt þess kon- ar umhyggju og verndar sem Jerry hafði sýnt hénni. Að sjálf- sögðu var hann alltof ungur, en eldri maður sem hefði til að bera sömu kosti og hann, mundi hæfa henni vel. Ef hún hitti slíkan mann, þá gæti hún hætt að leika sér að óþokkum eins og köttur að mús. Hún hafði að vísu gaman af því, en gerði það fyrst og fremst til að geta haft nóg fé handa á milli og lif- að því lífi sem hún var vön. Hún hrökk upp úr hugleiðingum sín- um, lyfti brúnum og sagði við tómt herbergið: „En svona er iífið- Því verður víst ekki breytt." Hún var nýkomin inn á bað- herbergið og var í þann veginn að fara að pakka niður snyrti- dótinu sínu, þegar barið var að dyrum. Hún þaut fram og opn- aði dyrnar upp á gátt og ætlaði að fagna Jerry innilega. En það var ekki Jerry sem stóð þarna í dyrunum. Það var gamall karl- fauskur, sennilega um sjötugt. „Ég sagði þeim að senda Jerry upp til mín,“ sagði hún vonsvik- in. „Það er því miður ekki hægt,“ sagði gamli maðurinn. „Hann er bölvaður flautaþyrill, strákurinn; sennilega einn af þeim sem tollir hvergi. Hann sagði upp og fór fyrir klukkutíma síðan. Sagði bara bless og var farinn; engin skýring og ekki neitt!“ „Hvað segið þér?“ „Eina sem hann skildi eftir voru skilaboð til yðar. Eruð þér ekki frú Beauvais?“ „Jú.“ „Gjörið þér svo vel.“ Hann fékk henni lítinn pakka með brúnum umbúðapappír og teygju utan um. Henni hlýnaði um hjartaræt- urnar. Hvað þetta var fallega gert af honum! Gjöf frá Jerry að skilnaði! Hún opnaði pakk- ann og varð undrandi, þegar hún sá innihald hans: Tannbursti! „Ég skil þetta ekki,“ tautaði hún, en á samri stundu skildi hún hvernig í öllu lá. Hún hljóp inn í baðherbergið. Allt var á sínum stað: naglalakkið, púður- dósin, hárlakkið . . . allt nema eitt. Það vantaði tannburstann! Hún hélt að hún mundi falla í öngvit. Góða stund stóð hún hreyfing- arlaus, þar til hún heyrði rödd, sem henni fannst hljóma einhvers staðar langt í burtu. Það var rödd gamla mannsins: „Það fylgir miði með pakkan- um, frú Beauvais." Hún gekk út úr baðherberg- inu eins og í svefni og greip mið- ann úr höndum karlsins. Á hann var skrifað með stórkarlalegu letri: „McGrath vissi ekki hvar hann átti að leita. Þegar þið voruð öll farin, leitaði ég — og fann. Bless! Jerry.“ ☆ LILJU LILJU UJ ÍSJ LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu bú9 34 VIKAN 13- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.