Vikan


Vikan - 04.04.1968, Page 40

Vikan - 04.04.1968, Page 40
S£wiwíii|i.(«w i mrnmm mmmmm lliigi >X;X',> með vi! : : •>",: : r ' • >>:>: ■ xx>::>>>::>>>::>:;>> ■■P Philip Hin vota gröf Framhald af bls. 15 viss og ef ég reynist hafa rangt fyrir mér, munum við Skip út- skýra nákvæmlega fyrir henni. hversvegna við gerðum þetta. Barbara fór aftur inn í svefn- herbergið að hafa fataskipti. Um leið og hún var horfin sagði Breckenridge. — Farðu varlega, líka, Skip. — Er þér alvara? — Þú ert líka syndari. Ef til vill ertu ekki lengur friðhelgur. Skip brosti með erfiðismun- um. — Ég er næstum búin að missa allt annað. Hvað þurfum við nú að bíða lengi? — Ég efast um að það verði lengi. Ég held að hún láti fljót- 40 VIKAN 13-tbl- lega til skarar skríða. Sennilega í kvöld. — Hugsaðu vel um stúlk- una. — Ég skal ekki fara langt frá henni. — Veiztu hvernig hún horfir á þig? Eins og Lucee horfði stundum á mig. Ef hún er eitt- hvað í líkingu við Lucee áttu þarna hundrað prósent konu. — Ég á skjólstæðing, Skip. Barbara kom aftur með snyrtitöskuna. Eftir nokkrar tilgangslausar og innihaldslaus- ar samræður hurfu Bart og Bar- bara á brott í einkalyftunni og út um bakdyrnar og gengu al- veg upp við húsið, þar til þau voru komin þangað sem Jezzie gat alls ekki séð þau. Hann ók henni aftur heim á mótelið og fór inn í hennar herbergi. — Jafnvel þótt ég hefði haft hreina samvizku, sagði hún, fannst mér ég vera ódýr og rotin, þegar ég sá, hvernig hún horfði á mig. — Þú stóðst þig vel. Þú of- lékst ekki. Það var einmitt vel til fundið að biðja um aftur í glasið. Hún heyrir raddir, Bar- bara. Hún fær fyrirmæli varð- andi þig. Henni finnst hún vera ósýnileg. Hún er refsiengillinn, og hún kemur áreiðanlega til með að fara slóttuglega að þér, mjög skynsamlega. — Þú ert svo viss. — Hún sóaði engum tíma varðandi Gus. — En ef ekkert gerist? — Þá verðum við að finna upp eitthvað annað. Einhverja aðra leið til að örva hana. Klukkan hálf ellefu, þegar Skip hafði verið í skrifstofu sinni fáeinar mínútur kom Jezzie Jackman hægt inn og lok- aði dyrunum og settist í stólinn við hliðina á borði hans og horfði á hann með mildri dap- urlegri örvæntingu. — Er eitthvað að, Jezzie? — Ég held að allt hafi snúizt á móti mér, herra Skip. Allt. — Viltu segja mér frá því? Hún lokaði augunum andar- tak og ýtti dökku hárinu frá enninu með handarbakinu. — Ég get ekki afsakað þig lengur, herra Skip. Ég reyndi það, en ég finn engar afsakan- ir lengur. Ekki með þessa stúlku sem var þarna inni hjá þér. Ekki með þessa fyrirlitlegu, máluðu konu. ■ — Kemur þér þetta nokkuð við? spurði hann lágt. — Það er bara meira en ég get umborið, sagði hún og and- varpaði. — Þetta hleðst upp. Maður ímyndar sér að þetta fari nú að jafna sig og þá kem- ur alltaf meira. Þú hefur verið góður við mig, en ég verð að komast héðan burt, áður en ég refsa þér líka. Um leið og hann gerði sér ljóst mikilvægi þess sem hún hafði sagt, fann hann kalt vatn renna milli skinns og hörunds. Hann starði á hana. Hann sá enga sekt, aðeins þreytulega uppgjöf. Refsaðir þú Lucille? spurði hann hvíslandi og röddin var rám. — Lucille og Gus, þau voru svört af synd. Ég hélt að þú værir bara veiklundaður. Ég vissi ekki, að þú varst óheiðarlegur. Ég varð að víkja freistingunni úr vegi fyrir þér, konunni og pen- ingunum. Hann starði á hana: — Þú skilur ekki einu sinni hvað þú hefur gert! Jessie! Ég gæti slit- ið þig í sundur vegna þess, sem þú hefur gert mér. Þú verður að fá . . . fá hjálp. Viltu koma með mér núna og segja Walmo frá Lucille og Guc? — Mér er sama. Það er eins og mér sé sama um allt síðan . . . ég sá konuna þarna inni. En ég held, að þú ættir að fá pen- ingana aftur fyrst. — Hvar eru þeir? — Við tjörnina, bak við hús- ið þitt, við Beetle Creek. Ég get sýnt þér það. Þessi herra Breck- enridge gat sér réttilega til um mig. Ég vil ekki segja Walmo frá þessu. Ef herra Breckenridge gæti hitt okkur þar útfrú, gæti ég sýnt þér hvar peningarnir eru og þá gæti ég sagt þér og herra Breckenridge frá öllu, og svo gætuð þið sagt Walmo. — Ég held, að Harv ætti að hilta okkur þar útfrá líka. niUiliM Á UTJJJÁK' - • •

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.