Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 46
ANDRÉS INDRIÐASON
HlJlMAR
Gunnar
msm
*nSS&
Víst má telja, að Hljömar hafi aldrei
átt jafn miklum vinsældum að fagna
og einmitt nú. Hafa þeir þó leikið
saman í um það bil fimm ár — eða
lengur en nokkur önnur íslenzk hljóm-
sveit — og iðulega hafa þeir á þessu
tímabili verið kjörnir vinsælasta
hljómsveitin í blöðum eða á hljóm-
leikum. Skemmst er að minnast skoð-
anakönnunnar Morgunblaðsins nú í
ársbyrjun, en þá hlutu Hljómar rúm-
lega 80% atkvæða. Þessi úrslit, sem
eru órækur vottur þess, hvílíkra vin-
sælda Hljómar njóta um land allt,
eru harla athyghsverð — svo og það,
að þeir skuli hafa haldið saman svo
lengi. en þeir eru allir komnir af
táningaskeiðinu fyrir þó nokkru.
Þær eru ekki margar atvinnuhljóm-
sveitirnar hér á landi. Ég veit aðeins
um Hljóma. Með orðinu „atvinnu-
hljómsveit" er átt við, að liðsmenn
viðkomandi hljómsveitar séu hljóð-
færaleikarar að atvinnu og stundi
ekki aðra vinnu né séu í skóla. All-
flestir hljóðfæraleikarar stunda aðra
vinnu að deginum til en grípa svo í
hljóðfærin með hljómsveitum sínum,
sem ekki gera annað en sinna músik-
inni, en þess munu fá dæmi, að allir
46 VIKAN 13-tbl-
Vettvanour unoa fúlksins
Dagana 3
og 5. apríl verður úr því skorið,
livaða stúlka mun hljóta sæmdarheitið
„Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968“.
Myndirnar af stúlkunum hafa verið
að birtast hér í blaðinu að undanförnu,
og í þessu blaði eru myndir af þeim
öllum saman. Það eru Vikan og Karna-
bær, tízkuverzlun unga fólksins, sem
gangast fyrir þessari samkeppni, og hún
mun fara fram í Austurbæjarbíói, eins
og í fyrra. Tilhögun verður með svipuðu
sniði nú og í fyrra: fyrir utan keppnina
sjálfa verður sýndur nýjasti tízkufatnað-
ur unga fólksins og Hljómar, Flowers
og íleiri munu sjá um að flytja nýjustu
lögin. Þessar skemmtanir þóttu tak-
ast hið bezta í fyrra og voru ungu fólki
til hins mesta sóma. Þær hafa hlotið heitið <&».'
„Véttvangur unga fólksins“ enda kemur fram
fjöldi ungs fólks, sem fær tækifæri til að sýna,
hvað í því býr. Ovenju vel hefur verið vand-
að til þessara skemmtana, og er það
von þeirra, sem að þeim standa,
að þær geti orðið árlegur við-
burður. — í þessari VIKU
segjmn við frá hljómsveit-
um, sem munu
láta
í ser
heyra á. skemmtununum
3. og 5. apríl n.k., — Hljóm-
um og Flowers.
Erlingur
liðsmenn einnar hljómsveitar sinni
músikinni eingöngu — og mæti á æf-
ingar klukkan níu á morgnana og
vinni við það fram eftir degi hvcrn
dag. Þetta hafa Hljómar gert. Þeir
hafa ekki sinnt öðru en músik í fjög-
ur ár.
Fátitt mun vera, að hljómsveit leggi
jafn mikla vinnu í músik sína og
Hljómar gera — og er hér ekki verið
að halla á neina hljómsveit, síður en
svo. Það getur tekið þá tvo daga að
æfa eitt einasta lag. Og eklcert lag
leika þeir opinberlega, fyrr en þeir
eru allir fullkomlega ánægðir með
það. Með slíkum vinnubrögðum sem
þessum hlýtur árangur að nást — og
hann hefur svo sannarlega komið í
ljós hjá Hljómum.
Maðurinn bak við músikina er Gunn-
ar Þórðarson, þessi hægláti og hóg-
væri piltur, sem hefur áunnið sér vin-
sældir og næstum óvenjulega virðingu
kollega sinna í öðrum hljómsveitum.
Gunnar útsetur músik Hljóma, og
hann hefur líka samið fallegustu lög-
in, sem þeir hafa flutt á hljómplöt-
um, „Bláu augun þín" og „Þú og ég"
svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur
hann samið lög fyrir aðra söngvara
og hljómsveitir, t. d. lagið „Æskuást"
fyrir Sigrúnu Harðardóttur.
Þegar 12 laga plata Hljómanna kom
út skömmu fyrir síðustu jói, heyrðist
hvarvetna, að platan markaði tíma-
mót í íslenzkri hljómplötuútgáfu. Og
þetta var mikið rétt, að minni hyggju.
Þarna fengu Hljómar að sýna, hvað
í þeim bjó við hinar beztu aðstæður.
Og þeir sýndu, svo ekki var um vilizt,
að þeir standa mörgum erlendum
hljómsveitum, sem hafa getið sér
frægðar, fyllilega á sporði. Ekki hef
ég heldur heyrt plötur frá skandinav-
iskum hljómsveitum i þessum gæða-
flokki.