Vikan


Vikan - 10.04.1968, Side 10

Vikan - 10.04.1968, Side 10
r LIDHLMIPINNI GNAFNfSINU Lognið á undan storminum, sagði Montgomery marskálkur. í annarri viku desember gat hann tilkynnt frá aðalstöðvum áttunda hersins að allt væri með kyrrum kjörum á vígstöðvunum. Við erum nú hér um bil fimmtán kílómetra sunnan við Kýrenu í Barka, Líbíu. Við biðum eftir skipun um að ráðast á Ben Gasí. Lands- lagið minnti mig á heimaslóðir mínar í Trans- vaal; í norðri gnæfðu fjöll og klettar við himin en nær tók við hið breiða haf eyðimerkursands- ins. — Eg vona að ég eigi eftir að koma hingað aftur, sagði Simon bróðir minn meðan við lág- um þarna og biðum. — Eg er sannfærður um að fjöllin þarna og eyðimörkin búa yfir meiri sögu en Egyptaland. Simon var biblíurannsakari. Ekki af því að hann væri trúaður, heldur sökum þess lifandi áhuga sem hann hafði á fortíðinni. Hann hafði grandskoðað kóraninn og þótt hann væri að- eins tuttugu og fjögurra ára, var hann vel heima í trúarlegum bókmenntum. Nú hafði hann að vísu annað að starfa, en gat þó ekki slitið hugsanirnar frá megináhugamáli sínu. — Hvernig geturðu sagt svona nokkuð? spurði ég. — Vegna þess að bærinn Kýrena, sem við fórum frá fyrir þremur dögum, var stofnaður sex hundruð árum fyrir Krist. Eg hef á tilfinn- ingunni að hafa verið hér fyrr og get alls ekki vikið því frá mér. — Þú hefur lesið of mikið um þetta eyði- merkurland, sagði ég. Simon hristi höfuðið. — Nei, sagði hann. Ég man við gengum að lítilli mishæð, og hann benti á klöpp, sem stóð upp úr sandinum. — Þarna voru jarðaðir herforingjar úr her hinnar fornu Kýrenaíku, sagði hann. — Hvernig veiztu það? — I rauninni veit ég það ekki, svaraði Simon hæglátlega. — Eða réttara sagt — ég finn það á mér. Ég vildi gjarnan athuga þennan hól bet- ur. Ef við mokuðum upp sandinum um 50 metr- um austar, myndum við finna þykka steinhellu! Ég varð steinhissa. Simon stóð um hríð í djúp- um þönkum, svo sagði hann. — Að hugsa sér ef við finndum smurða lík- ami hershöfðingja og háttsettra liðsforingja ásamt öllum þeirra jarðnesku dýrindum. Þvílíkt og annað eins! Við vorum báðir í stórskotaliðinu. Um nótt- ina var loftárás gerð á stöð okkar. Þegar sú martröð var afstaðin, fengum við skipun um að leggja til atlögu. Við rukum af stað og óðum áfram í myrkr- inu. í öllu uppistandinu missti ég af Simon. Hann var ! annarri einingu, svo að við sáumst sjaldan í bardögum. A sjálfu jólakvöldinu tókum við Ben Gasí og sóttum áfram til Bardía, sem féll okkur í hendur annan janúar. Þegar loksins dró úr bardögun- um, fékk ég skipun um að gefa mig fram hjá ofurstanum. Þegar ég heilsaði að hermannasið, leit hann upp með aivörusvip. — Van Schalkwyk, sagði hann stillilega. — Ég hef fengið slæmar fréttir af bróður yðar, Simoni. Hans er saknað, mun hafa horfið rétt eftir að við fórum yfir landamærin og hefur ekki sézt síðan. Við megum trúlega búast við hinu versta. Ég spurði hvort hann hefði sent móður minni tilkynningu. — Nei, við höfum ekki slegið því föstu að skrá hann týndan, og við töldum líklegt að þér vilduð sjálfur skrifa móður yðar. Ég vona að þér heilsið henni frá mér. Ég hef sent hermála- ráðuneytinu í Pretóríu tilkynningu, en bað þá að láta ekkert frá sér fara um málið fyrr en þér hefðuð skrifað heim. Það verður flogið héð- an til Pretóríu síðdegis. Móðir yðar myndi fá bréfið annað kvöld ef þér skrifuðuð henni nú þegar. Ofurstinn tók fram skjalapakka og rétti mér. — Bróðir yðar bað aðstoðarforingja minn fyr- ir þetta áður en við lögðum til atlögu. Ég veit ekki hvað í pakkanum er. Mér datt í hug að þér vilduð kannski senda pakkann ásamt bréf- inu. Ég skrifaði móður minni, sem er ekkja, og áður en ég innsiglaði bréfið, opnaði ég pakk- ann og blaðaði í innihaldinu. Þar var meðal annars kort, sem Simon hafði teiknað af svæð- inu umhverfis Kýrenu, þar sem hann hugði grafna herforingja þá háttsetta, sem fallið höfðu í orrustum fyrir þúsundum ára. Þar var líka teikning af klöppinni, sem við höfðum fundið, og á klöppina hafði hann teiknað hurð með rittáknum á. Hann hafði þýtt textann og ég las: Hér hvílir Simon. Nú vissi ég vel að Simon var algengt nafn á tlð biblíunnar, en mig furðaði á hver'nig bróðir minn hefði tengt örlög sín örlögum Simonar þess, er grafinn var þarna í eyðimörkinni. Hitt undraði mig þó meir, hvernig honum hefði tek- izt að grafa niður í hauginn og finna hurðina með áletruninni. Ég vissi að hann hafði ekki haft tíma til þess. Ég lokaði pakkanum og sendi sorgarfréttina heim. Skömmu síðar héldu bardagarnir áfram. í október 1946 var ég kominn heim aftur og vann á bænum okkar. Við móðir mín vorum bæði búin að sætta okkur við þá dapurlegu til- hugsun að Simon væri dáinn. Við vissum að lík hans hafði ekki fundizt, en það var síður en svo neitt einsdæmi, svo að okkur skipti það engu. Hann var einn af mörgum þúsundum óþekktra hermanna. Samt fann ég ekki frið. Ég athugaði skrifin eftir hann hvað eftir annað, og að síðustu fór ég með þau til þekkts söguprófessors í Pretór- íu. Sagan hefur ekkert um þetta að segja, sagði hann. — Ég skal athuga málið, en ég get full- yrt án tafar að á þetta hefur aldrei verið minnzt fyrr. En hversvegna skrifið þér ekki British Mu- seum og spyrjið þá þar? Ég gerði það, og fékk það svar sem ég hafði átt von á. Engar sögulegar staðreyndir, sem gætu staðfest það sem bróðir minn þóttist hafa uppgötvað, lágu fyrir. Hann hlaut að hafa dreymt þetta allt saman! Jafnframt þessu hafði ég rannsakað allt, sem viðkom bardaganum við Ben Gasí, í von um að SDNN DEBSAGA EFTI R HERMANN VAN SCHALKWYK 10 VIKAN 14-tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.