Vikan - 10.04.1968, Side 20
FRAMHALDSSAGAN 16. HLUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON -
^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★■.★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^]
MADAME ANNA ÝTTI TIL HLIÐAR NOKKRUM TÖTRUM OG DÁLITLU AF HÁLMI, SEM SAFN-
AÐ HAFÐI VERIÐ SAMAN í EINU HORNINU, SVO í LJÓS KOMU UM ÞAÐ 8IL TÍU MÚSKETT-
UR, SKJÖÐA MEÐ SKOTUM OG KASSI MEÐ PÚÐRI.
■¥-¥¥~¥¥-¥-¥¥-JF+-¥¥-¥-¥¥-¥-¥¥-¥-¥'¥-¥"¥¥-¥-¥¥-¥-¥*¥¥-¥¥-¥*JF¥-¥-¥-¥¥"¥-¥¥-¥¥*-¥1-¥¥-¥-¥-¥*¥-¥¥~¥¥-*¥-¥-¥-¥+¥¥-¥-¥-¥**¥¥-¥'¥¥-¥-¥-¥¥JF¥*J¥¥"¥¥-¥'¥-¥+-¥¥-*-¥¥JF¥
Þarna kom hann viö snöggan blett. Peyrac hætti að hlæja og hleypti
i brýrnar. — Haldinn ? Hefurðu nokkurn tíma séð mig haldinn nokk-
urri konu, Jason?
— Nei, aldrei. Aldrei áður. En þú ert haldinn þessari. Kom hún
þér ekki tii að fremja nóg heimskupör í Candia og eftir það? Öll sú
fyrirhöfn, sem í það fór að leita að henni og allt til einskis. Reyndu
bara að muna, hvað þú vanræktir allt, vegna þess að þú varst ákveð-
inn í að finna hana, hvað sem það kostaði, og vildir engu öðru sinna!
— Þú hlýtur þó að verða að viðurkenna, að maður vilji grípa aft-
ur þann þræl, sem hefur kostað þrjátíu og fimm þúsund pjastra.
— Það er meira en það, sagði Jason þrákelknislega. — Það var
eitthvað, sem þú sagðir mér aldrei frá, og ég vil ekki vita um það.
Það var allt í fortíðinni. Ég hélt í alvöru, að hún væri horfin fyrir
fullt og allt, að hún væri dáin og grafin, og svo skýtur hún allt í
einu upp kollinum.
— Jason, þú ert forhertur kvenhatari. Aðeins þótt einhver gála,
sem þú varst svo óforsjáll að kvænast einu sinni, hafi látið senda þig
á galeiðurnar, svo hún gæti lifað sinn unga ástardraum með elsk-
huga sínum, skerð þú upp almenna herör af hatri gegn öllu kven-
íólki, og það hefur svipt þig margri ánægjustund. Hugsaðu þér bara,
hvað margir óhamingjusamir eiginmenn, sem að eilifu eru bundnir
einhverri leiðindaskjóðu, myndu öfunda þig af því frelsi, sem þú
hefur svo hrapallega vanrækt að notfæra þér!
Jason var enn fýlulegur.
— Það eru til þær konur, sem eitra svo illilega fyrir mann að
manni skánar aldrei aítur. Hvað um þig, herra minn? Ertu viss um,
að þú munir aldrei þjást á þann hátt? Ég óttast Það, sem þrællinn
þinn frá Candia getur gert.
— En þér ætti að vera huggun að núverandi útliti hennar. Það
kom mér á óvart og ég verð að viðurkenna, að ég varð fyrir nokkr-
um vonbrigðum að finna hana með skuplu eins og virðulega eigin-
konu borgara.
Jason skók höfuðið í ákafa.
— Bara önnur gildra, herra minn. Geíðu mér þá heiðarlega skækju,
allsnakta, fremur en þessar hræsnisfullu kvenpersónur, sem dúða
sig í íöt, en ganga þannig frá að mönnum finnst að þeir eygi him-
ininn sjálfan undir þessu fatadrasli. í staðinn fyrir sterk eitur bjóða
þær upp á eiturlyf ........ of dauft til Þess að þú takir eftir því og
varist það. Sagði ég lyf? Ég hefði átt að segja ólyfjan.
Joffrey de Peyrac hlustaði á hann og strauk hugsi um höku sér.
— Þett.a er allt mjög einkennilegt, Jason. Afskaplega einkennilegt.
Ég hélt, að ég hefði engan áhuga fyrir henni lengur, ekki hinn
minnsta.
— Þvi miður! andvarpaði Jason mæðulega. — Bf það væri nú að-
eins raunin, en því er ekki aldeilis að heilsa.
Joffrey de Peyrac tók um annan handlegg hans og ieiddi hann út
á pallinn fyrir utan.
— Komdu út fyrir ........ Það er óþolandi pest af „dýrgripunum"
hans vesalings Abdullah míns.
Hann starði hugsi upp í himininn, sem tekinn var að roðna, en
hafið var hart og kalt eins og ævinlega.
— Við erum nærri komnir þangað. Reyndu að sannfæra mennina.
20 VIKAN 14-tM-
Bentu þeim á, áð spánska gullið er enn um borð. Um leið og við
tökum land, eftir fáeina daga, skal ég greiða þeim nokkuð fyrir-
fram.
— Já, þeir fá borgað svo sem, það hefur aldrei staðið á því, en þeim
finnst að þessi ferð hafi verið til einskis. Þeir vilja fá að vita, hvers-
vegna við fórum með svo mi'klum flýti frá L^. Rochelle. Og hvers-
vegna tókum við allt þetta fólk um borð, sem er ekki til annars
en óþæginda, og vegna þessa fólks höfum við orðið að láta okkur
lynda minni og verri mat; þeir reikna ekki með að við fáum svo
mikið sem hveitikorn eða baun hjá þeim, Þvi það leynir sér ekki, að
Þeir eiga ekkert annað en íötin, sem þeir standa í.
Joffrey de Peyrac sagði ekkert og kapteinn Jason var afar dapur á
svipinn.
— Ég býst við að þér þyki sem ég sé að skipta mér af því, sem
mér kemur ekki við, og þú sért að reyna að koma mér í skilning
um, að ég hefi engan rétt til að skipta mér af þinum málum, en það
er einmitt þar sem hundurinn liggur grafinn. Áhöfnin og ég, okkur
finnst að þú sért ekki raunverulega með okkur. Einkum er þessi
tilfinning rik meðal hásetanna. Þú veizt, hvernig þeir eru þessir
sjómenn, hvaðan sem þeir koma. Þeir leggja mikið upp úr ýmsum
táknum og merkjum og taka miklu meira eftir því sem sést ekki,
heldur en því sem sést. Þeir halda því fram, að þú verndir okkur
ekki lengur.
Rescator brosti.
Ef við fengjum storm myndu þeir bráðlega sjá hvort ég verndaði
þá eða ekki.
— Ég veit að þú ert hérna ennþá á meðal okkar, en samt er eins
og þú sért alltaf að fjarlægjast meir og meir.
Jason skaut fram hökunni í áttina fram í stafn.
— Setjum nú svo, að þú ætlir að nota þetta fólk, sem þú hefur
náð um borð, til að manna landið, sem þú hefur eignast í Dawn
East? Hvað græðum viö á því? Við sjómennirnir á Gouldsboro?
De Peyrac greiíi lagði höndina á öxl vinar síns. Hann starði á eitt-
hvað, handan við sjóndeildarhringinn, en með hinni hendinni hélt hann
íast um handriðið, sem hann hafði svo oft hallað sér fram á, á þeirra
liðnu, sameiginlegu sjóferðum.
— Jason, vinur minn. Þegar þú hittir mig fyrst, var ég Þegar
kominn á miðjan aldur. Þú veizt ekki allt, sem um mig er að vita,
íremur en ég ímynda mér að ég viti allt um þig. Leyfðu mér að
seg.ja, að síðan ég fæddist, hef ég skipzt milli tveggja ástriðna —
þeirra fjársjóða, sem jörðin heíur að bjóða og unaðs hafsins.
— Og fagurra kvenna?
— Fólk ýkir, það veiztu. Við skulum segja, að fagrar konur liafi
endrum og eins verið hluli af öðru hvoru þessara miklu ævintýra,
Landið og hafið, Jason. Það eru þessir einu tveir raunveruleikar.
Landið og hafið eru tvær kröfuharðar hjákonur, þegar ég gaf ann-
arri of mikið, mótmæiti hin. Nú eru meira en tíu ár síðan Stórtyrk-
inn fékk mér það hlutverk að einoka silfurmarkaðinn og síðan hef
ég aldrei farið nema skamma hríð frá skipsfjöl. Þú heíur léð mér
rödd þína, svo ég gæti hrópað skipanir til hinna mislyndu einda, og
þú og ég höfum lifað spennandi tíma á Miðjarðarhafinu og Atlants-
hafinu, allt frá heimskautasvæðunum suður að Karabiska hafi.