Vikan


Vikan - 10.04.1968, Side 40

Vikan - 10.04.1968, Side 40
fhRHALLUR SIGURJÚNSSON' simi 18450 Pingiioltsstr. n. Paö er samá «*■ hver sidd kjólsins er... défilé 30-50Den — Ég er ekki beinlínis veikur, sagði hann. -— Við viljum ekki að þú verð- ir veikur. -— Þessi fleirtala sjúkrahúss- ins, við! Hvernig líður okkur í dag? —- Þá það. Ég vil ekki að þú verðir veikur. -—- Þetta var erfitt fyrir þig, Barbara. Erfitt allan tímann. Mér er sagt að þú hafir bjargað lífi mínu. Takk fyrir það. — Erfitt. Já. Ég gat ekki ein- faldlega látið frænku mína eða mömmu bara .... frétta um þetta í sjónvarpinu eða eitthvað í þá áttina. Ég varð að hringja til þeirra, og þær skilja ekkert. Og .... ef þú hefðir líka .... hefði ég ekki afborið það. Hann seildist í hönd hennar. — Þú ættir ekki að vera að vaka yfir mér núna. — Það er betra að hafa eitt- hvað að gera. Eitthvað, sem gagn er að. Vesalings stúlkan. Ég get ekki hætt að hugsa um hana. Bart? — Já? — Þegar þú ert orðinn frískur, geturðu þá komið með mér til Boston? Gætir þú ekki hjálpað mér að útskýra þetta allt fyrir þeim, svo að þær skilji það betur. — Auðvitað. — Gætirðu verið hjá okkur ... bara svolítinn tíma? Hann sleppti hendinni á henni og strauk upp eftir handleggn- um upp að öxt. Svo dró hann hana að sér og teitaði að vörum hennar. Eftir langan koss fól hún andlitið í hálsakoti hans og stundi lágt. Þetta var feginleikastuna eins og sá stynur, sem loksins er kominn heim eftir langa fjar- vist. Hann brosti upp í dimmt loftið. — Svotitla stund. Nokkur ár. Svo þú fáir tækifæri til að kynnast mér. Þessi þrýstna, hljóðláta og dá- samlega dökkhærða stúlka kyssti hann á hálsinn, andvarpaði aftur og sagði: — Ég hef þekkt þig alla mína ævi. Ég vissi bara ekki hvar þú varst. Hann hélt henni fast að sér og brosti og brosti og brosti og brosti. SÖGULOK. Eining - elja - nákvæmni Framhald af bls. 29. þetta á heima í myndinni, er nauðsyntegt vegna sameiningar formanna. Listin í sameiningu þeirra er það sem endist lengst, ekki fyrirmyndin. Mér finnst því skipta litlu máli hvað ég hafði í huga þegar ég hóf gerð myndar- innar. — Þú leggur meira upp úr formi en lit? -— Já. Formið er alltaf hið sama. Liturinn er hins vegar háður birtunni. — Hvað skiptir mestu máli við mótun góðs listaverks? — Þar þarf saman að fara elja, eining og nákvæmni. Og listamaðurinn þarf að hafa öðl- azt þroska. Góðar listir verða ekki lærðar, en þær verða ekki heldur til fyrirhafnarlaust, af sjálfu sér. Sá sem vill verða góð- ur listamaður verður að hafa lif- að Iífinu, hafa öðlazt víðtæka og gagngerða reynslu. Sköpun listar verður ekki líkt við þróun, held- ur stökk eða fæðingu. Sérgreinir Kristínar í Iistinni eru photo-etching, portrett og „beinaskúlptúrinn“, eins og fólk hefur látið það heita, þótt svo að hér séu bein hvorki efni né fyr- irmynd. Satt er það að skútptúr Kristínar minnir ósjálfrátt á beinagrind einhvers undradýrs, — en þetta er bara gips utan á járnpípum, segir hún. Photo- etching er uppfinning Kristínar sjálfrar; hún byrjaði á þessu fyr- ir vestan og nú eru einhverjir þar famir að taka þetta upp eft- ir henni. Photo-etching er sam- runi koparstungu og ljósmyndar. Margar andlitsmyndir Kristínar hanga uppi í vinnustofu hennar. Þær eru málaðar í sterkum, nán- ast átakanlegum litum og drátt- um, eitthvað við þær sem minnir ósjálfrátt á Bacon, en Kristín neitar öllum áhrifum frá honum, — ég kynntist honum ekki fyrr en ég sá hann í Tate Gallery, segir hún. — Það er innri mað- urinn, karakterinn, djúplægustu eigindir hugans sem ég vil fá fram. Það þýðir ekki fyrir mig að reyna að mála manneskju sem ég ekki þekki, ég verð að hafa séð hana oft og kynnzt henni verulega. Ætli sálfræðingurinn standi ekki á bakvið þetta hjá mér, þetta er nú einu sinni það sem maður hefur lært. — Þú leggur áherzlu á innlif- un. — Megináherzlu. Maður verð- ur að lifa í því sem maður gerir, í hverjum pensildrætti í hverj- um málmdropa, annars er þetta allt saman dautt og einskisvert. Listsköpun er eins og fæðing. Maður verður að þjást og pínast meðan á þessu stendur. Gerð verksins verður að fylgja tilfinn- ing, þjáning, togstreita, annars verður það einskisvirði. Það er ekki nóg að hafa til að bera verk- lega kunnáttu og fingralipurð. — Þú ert þá líklega ekki með- mælt því að láta ráðast hvemig myndin verður, treysta á það spontana. — Nei, síður en svo. Ég er andstæð allri tilviljunardýrkun. Ég get ekki orðið hrifin af list þeirrar tegundar, þar sem útlitið er aðalatriðið e» þýðingin engin. 40 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.