Vikan


Vikan - 10.04.1968, Side 44

Vikan - 10.04.1968, Side 44
handyðncfy URFtma M£Ð AÐE/NS MM YRRPURMUN meyja sinna, hættir þeim til að beita þær ógn og kúgun. Þeir vilja umfram allt drottna. Hrúturinn hef- ur óseðjandi þörf fyrir að auglýsa karlmennsku sína við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Oft óttast hann að konan verði honum fjötur um fót. Veruleg hætta er ó að hon- um þyki hjónabandið leiðinlegt og tilbreytingarlaust. ... hreinsar MÁLHÐB VEGGI, VRSKH, BBKBROFNA, GÓLF, betur, hraðar, auðveldar! Límkennd óhreinindi? Fitukennd óhreinindi? Leðjukennd óhreinindi? Handy Andy hreinsar öll óhreinindi ó brott með aðeins einni yfirþurrkun. Nútíma húsmæður, hvar sem er, eru sammála um það að hann sé bezti alhliða hreinsunarlögur, sem völ er á. Handy Andy hefir öflugan styrkleika til að hreinsa allskonar heimilishluti betur, hraðar, auðveldar. Notið hann annð- hvort eins og hann kemur úr flöskunni, eða þynntan með vatni ef hreinsa skal stærri svæði. Þér þurfið ekki að nota nema lítið í hvert sinn — Handy Andy er svo kröftugur, svo drjúgur! Kaupið hann strax í dag! CLEANS PAINTWORK WITHA iV/Pf /ItlHENS •TILES • FLOORS B«T< i konar umferðarhindranir eru eitur í beinum þeirra. Hrúturinn er að öllu eðlisfari kól- erískur (uppstökkur, bráðlyndur), og í samræmi við það er líkamleg heilsa hans og tímanleg velferð. Hann er að vísu hraustur líkamlega og þreytist seint, á líka auðvelt með að styrkja sig með íþróttum og fim- leikum. Blóðrás og öndunarfæri eru yfirleitt í bezta lagi. Elja hans er slík að oft á hann erfitt með að festa svefn nema með því að ganga áður langan spöl eða leggja á sig einhverja hliðstæða áreynslu. Veikist hann á hinn bóginn, fær hann oft heiftarleg hitaköst. Höfuð hans er öðrum líkamshlutum næm- ara fyrir sjúkdómum, til dæmis augu, eyru og tennur. Ogætni hans og ófyrirleitni gerir að verkum að honum er slysagjarnt. Hann gefur sér ekki tíma til að treina lífsnautn- ina, en hneigist til öfgafullra lifnað- arhátta. Fjölmörg stórmenni fædd í hrútsmerki hafa dáið eða örkuml- azt með voveiflegum hætti. Tímúr- lenk og Gambetta misstu annað augað, Baudelaire dó úr heilasýf- ilis. Zola úr gaseitrun, Albert fyrsti Belgakóngur fórst í fjallgöngu. í ástum er hrúturinn ofsafenginn og óþjáll; viðkvæmni og nærgætni eru honum fjarlægir eiginleikar. Astir hans eru meira í ætt við Marz en Venus. Enginn er ötulli og ákaf- ari elskhugi en hann. Þar nýtur elja hans og orka sín fullkomlega. í augum karlhrúts er ástin dýr- legt ævintýr, sem hann kastar sér út í af lífi og sál. Enginn er gjarn- ari á „ást við fyrstu sýn." Á vett- vangi Venusar er hann hinn bar- áttuglaði, óþreytandi orkuhlaðni sigurvegari — svo lengi sem áhuginn endist. Heimskir og grófir hrútar líta að jafnaði á konuna sem áhald til að svala með fýsnum sinum, en hinir göfugri leita hinsvegar í fari konunnar einhvers, sem þeir geta dáð og tilbeðið. Þeir vilja að hún líti upp til þeirra og hvetji þá til nýrra og nýrra dáða. Mistakist þeim að vekja virðingu og aðdáun ást- Hvað klæðbúnað snertir er það einkenni fyrir hrútkarla að þeir ganga næstum alltaf berhöfðaðir. Engu að síður hafa þeir mikinn og þykkan hárvöxt. Þeir láta að jafn- aði snöggklippa sig og burstaklipp- ing fellur þeim sérlega vel í geð. Sem eðlilegt má kalla, hefur hrútkonan margá sömu eiginleika og karlmaðurinn sem í þessu merki er fæddur. Hún vill drottna í ást og hjónobandi. Hún gerist ekki undirgefin öðrum en þeim, sem hef- ur greinilega yfirburði yfir hana hvað snertir andlega og likamlega orku. Oft sýnir hún vissa karllega drætti. Hún á það til að fá ástríðu- köst, sem hún hneigist til að svala á stundinni og staðnum. Hún á erfitt með að halda aftur af þörf- um sínum og fýsnum. Til ástmanns síns eða eiginmanns gerir hún þær kröfur að hann fullnægi öllum ósk- um hennar strax, en missir ósjald- an virðingu fyrir honum ef hann gerir svo. En þegar hrútkona elskar fyrir alvöru, þá er það ást sem segir sex. Sá sem hún elskar er þá hinn mesti, bezti og fallegasti af öllum. Bæði karlar og konur, sem fædd eru í hrútsmerki, eiga oft í mikl- um erfiðleikum á gelgjuskeiðinu og er því tiltölulega hætt við að verða að kynferðislegum óhemjum, og eru Casanova og Don Juan vel þekkt dæmi þess. í ástalífi þeirra var baráttufýsnin, einkennið frá Marz, allsráðandi. I klæðaburði fer hrútkonan gjarn- an sínar eigin götur, sem á fleiri sviðum. Hún eltist lítt við tízku stundarinnar, vill sjálf vera fyrir- mynd annarra. Takist henni að inn- leiða nýja tízku, fitjar hún undir eins upp á annarri. Henni fellur vel að ganga stuttklippt og í ögrandi stuttum kjólum, svo að henni ætti að líka lífið þessi árin. Hún hefur einnig oft tilhneigingu til að mjókka bilið milli fatatízku kvenna og karla. Hún sækist eftir fötum í sterkum litum og notar smink í stórum stíl. Að sjálfsögðu semur hrútmennum misvel við fólk af öðrum merkjum, og er vissara að taka tillit til þess þegar stofnað er til hjúskapar og annarra vináttubanda. Tvö hrútmenni eiga að jafnaði vel saman, tilhneigingar þeirra eru svipaðar og þau hvetja hvort ann- að. Nokkur hætta er þó á að sam- anlagt sóknareðli þeirra leiði þau út í öfgar. Hrúturinn og tarfurinn hafa fátt sameiginlegt og eru framandi hvor öðrum, en geta þó orðið hvor öðr- um að miklu liði. Hrút og tvíbura kemur vel ásamt. 44 VIKAN 14- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.