Vikan


Vikan - 10.04.1968, Side 45

Vikan - 10.04.1968, Side 45
SUMARHÚS MMM* ' > r; i • ''ý-i-?'-.-' - ÚTVEGUM ÞESSI SUMARHÚS FRÁ ENGLANDI Á MJÖG GÖÐU VERÐI. ENNFREMUR GRÖÐURHÚS OG GARÐHÚS AF ÝMSUM STÆRÐUM. UPPLÝSINGAR: HEILDVERZLUN Lárus Ingimarsson - VITASTiG 8a. SiMI 16205. Þeir bæta hvor annan upp og geta því sameiginlega náð mjög góðum árangri í hverri grein. Hrúturinn og krabbinn er |afn ólíkir og eldur og vatn. Hrúturinn vill fyrir hvern mun geysast áfram; krabbinn er hins vegar allt eins gjarn á að fara afturábak. Sá fyrr- nefndi er harður í horn að taka, sá síðarnefndi viðkvæmur. Þeir eiga erfitt með að skilja hvor annan. Öðru máli gegnir um hrútinn og Ijónið. Þeim er auðvelt að keppa að sama marki. Hrútur og jómfrú átta sig sjaldan hvort á öðru, en geta þó unnið saman ef mikið liggur við. Hrútur og vog eru gagnstæðrar náttúru og því gjörn á að móðga og særa hvort annað. Engu að síð- ur dragast þau gjarnan saman og geta náð góðum árangri með því að bæta hvort annað upp. Þar eð hrútur og sporðdreki eru báðir fremur herskáar skepnur, hættir þeim til að lenda í illindum. Takist þeim hinsvegar að ná sam- komulagi, geta þeir sameiginlega áorkað miklu. Hrúturinn og bogmaðurinn skilja hvor annan vel, báðir sóknargjarn- ir. Verr gengur það með hrút og steinbukk. Hrúturinn er upp- fæddur í peningshúsum og grósku- miklum bithögum,- hann er hold- mikill og af heitu blóði. Vettvang- ur steinbukksins er á háfjöllum; hann er holdgrannur og kaldrifjað- ur. Enda mega þessar skepnur varla sjást svo að þær renni sér ekki saman. Hrútur og vatnsberi eiga vél sam- an; báðir gæddir hugsjónaanda og trúnaðartrausti. Hrútur og fiskur eiga fátt sam- eiginlegt og komast naumast að gagnkvæmum skilningi í nokkrum meiriháttar vandamálum. Ungir hrýtlingar eru sjaldnast í neinum vandræðum með að ákveða hvaða hlutverk þeir eigi að kjósa sér í lífinu. Geðslagi þeirra er þann- ig varið að reglubundin og tilbreyt- ingalaus störf henta þeim lítt. Þeir hneigjast fremur til líkamlegrar vinnu en skrifstofustarfa, einkan- lega hvers konar málmsmíða. Þeir eru upplagðir slátrarar, hrossa- temjarar, dýragarðsverðir, námu- menn, íþróttamenn, málafærslu- menn, klæðskerar og vélamenn. — Innan læknastéttarinnar eru þeir fyrst og fremst skurðlæknar, tann- læknar og dýralæknar. Þeim er öll- um öðrum betur lagið að komast að góðu samkomulagi við vinnufé- lagana; þeir vilja miklu frekar vinna ásamt öðrum en einir sér. þótt þeim sé hins vegar mjög um- hugað að skera sig úr og skara fram úr. Hrúturinn leggur vinnuáætlanir sínar í aðalatriðum, en hirðir minna um smáatriði. Undirmönnum sínum þolir hann ekki minnstu óhlýðni. Framhald á bls. 48. i4. tbi. yiKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.