Vikan - 24.04.1968, Side 4
MMkkTjc
GULL ER ÞJOD
SBVILÍKAMA BIÚD
fc'ftir að gengi steriingspundsins
var skert, fór sem jafnan óður
um þúsundir ára, allt frá Krös-
Usi til „gullæðisins" í Kalíforníu:
eftirspurnin jókst ofboðslega á
markaði víða um heim.
Þegar sterlingspundið féll var
eins og bjargi væri ( vatn kastað,
öldurnar bárust að ströndum allra
landa, viðskipti í kauphöllum juk-
ust fram úr öllu valdi. [ hinum
þremur helztu viðskiptamiðstöðvum:
London, París og Zurich voru á fá-
einum dögum keypt hundruð tonna
af þessum dýrmæta málmi. Sama
máli gegnir um gullverzlun ýmissa
annarra landa (Bandaríkjanna,
Bretlands, Þýzkalands, Kanada,
Japans, Hollands, Belgíu og Sviss-
lands), sem hafa (að Frakklandi
undanskildu) skuldbundið sig til að
láta gjaldmiðil sinn fylgja dollaran-
um, en sá samningur var gerður
árið 1934, að únza af gulli skyldi
gilda sem 35 dollarar.
Hlutaðeigendur hinna helztu
banka hafa varpað á gullmarkað-
inn gullforða banka sinna, eftir-
spurninni hefur verið svarað, og
gengi gjaldmiðils hvers lands fyrir
sig haldizt óskert. Með þessu móti
hefur tekizt að láta gengi gjald-
miðils stórþjóða haldast f hendur,
og forða frá stórkostlegri gengis-
skerðingu með þeim afleiðingum
sem óhjákvæmilega hefðu orðið.
Hversvegna sækjast menn svona
eftir gulli? Vegna þess að það
tryggir gjaldmiðil hvers lands, ver
hann gegn gengisfellingu og varn-
ar verðbólgu. Atburðirnir sem
fylgdu í kjölfar gengisfellingar
sterlingspundsins, sýna það skýrt
hve mjög gengi ýmissa landa er
háð gengi hins enska gjaldmiðils.
Hvernig skyldi þá eiga að skoða
þessa nýafstöðnu atburði ( Ijósi
sögunnar? Viðhorf manna til þessa
dýrmæta málms hafa ekki breytzt
sfðan f árdaga mannkynssögunnar.
Þeir sem nú hafa þotið upp til
handa og fóta með að kaupa og
selja gull, eins og gripnir ósjálf-
ræði eða múgsefjun, hafa ekki
gert annað en það sem viðgengizt
hefur á öllum öldum: „gullæði"
hefur gengið eins og farsótt f ótölu-
leg skipti. Listamaðurinn sem gerði
myndina af Krösusi hinum auðga
(sú mynd er enn til á fornu leir-
keri), konungi Lýdfu, sem gerði
allt að gulli sem hann snerti á,
segir þessa sömu sögu, hvflfka of-
birtu gull gerir mönnum ( augurw
og hve mjög það stýrir gangi heims-
málanna.
Þvf síðan sögur hófust hefur gull-
ið verið orsök ófriðar og haturs,.
styrjalda, mikilla átaka, ævintýra-
legra viðburða; menn hafa sótzf
eftir því framar öllu öðru. Einn af
helztu sagnfræðingum þessarar
aldar, C. H. V. Sutherland, segir
svo: „Það er því líkast sem menn
geti með engu móti án þess verið,
að eignast gull, að þeim sé ásköp-
uð árátta til að leita þess og eign-
ast það."
Ef unnt væri að safna f einn stað
öllu þvf gulli, sem grafið hefur ver-
ið úr jörð sfðustu fimm aldirnar,
mundi mega gera úr þvf tening,
sem væri fjórtán metrar á hverja
hlið, og vega mundi 50.000 tonn.
Tölur þessar mættu vel vaxa manni
f augum, en hitt gildir þó meira,
hvflfkar hörmungar hafa fylgt slóð
þess frá upphafi, hve mikið það
hefur kostað af blóði, svita og tár-
um, á þeim sex þúsund árum sem
sagan nær yfir.
Fyrst er þess getið, svo varð-
veitzt hafi, frá því um 4000 árum
f. Kr., í áletrun á pappír sem fannst
f fótstalli steinstyttu nokkurrar
egypzkrar, en þar er sagt til um
aðferðina við að þvo gull úr sandi.
Svo er að sjá á blaði þessu, að
gullnámur hafi þá verið til á svæð-
inu milli Nflar og Rauðahafs.
Þorstinn í gullið hefur ætíð leitt
af sér mikla atburði og mikinn
ófarnað og fara af þvf miklar sög-
ur. Hinn fyrsti sem sagður er hafa
mótað mynt úr gulli, var Krösus,
konungur f Lydfu f Litlu-Asfu, sam-
FIMM LÖND - SUÐUR-AFRÍIKA, KANADA, BANDARÍKIN, ÁSTRALÍA OG
SOVÉTRÍKIN, LEGGJA FRAM 90% AF ALLRI FRAMLEIÐSLU GULLS í
HEIMINUM. FRÁ SUÐUR-AFRÍKU EINNI KOMA 70% EÐA MEIRA, OG
ER NÁMA SÚ RÚMLEGA 400 KM Á LENGD. ÞAU TÍU AF HUNDRAÐI,
4 YIKAN 16-tbl