Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 5
kvæmt frásögu Heródóts var hann
svo auðugur að gulli, að einsdæmi
þótti, og vissi ekki aura sinna tal.
Aðsetursborg hans og höfuðborg
ríkisins var Sardes, og barst þang-
að gullstraumurinn í hendur hon-
um úr ýmsum áttum. Þá kom hon-
um þetta til hugar, að móta mynt
úr gulli. Meðan gengi Krösusar var
sem mest, ákvað hann að fara með
her á hendur Kýrusi Persakonungi,
til þess að ná í gull hans. En áður
en hann fór af stað, brá hann sér
til véfréttarinnar í Delfi, til þess að
grennslast eftir því hvort hann yrði
sigursæll. Véfréttin svaraði þessum
tvíræðu orðum: „Ef þú ræðst á
Persa, mun mikið riki líða undir
lok." En svo mjög fýsti Krösus í
gullið, að hann taldi sér trú um að
það ríki, sem ósigur biði, yrði Per-
sía. Hann fór eftir því, og vita það
allir hvernig herferð þeirri reiddi
af.
Eftir að Alexander mikli vann
sigur á Persum (og eftir dauða
hans) flóði gullforði Astulanda
(milljónir kilógramma af ómótuðu
gulli) um Makedóníu, Grikkland og
Egyptaland og nokkrum öldum síð-
ar barst hann [ hendur rómverska
heimsveldisins. En Rómverjum var
þess ekki auðið að varðveita þenn-
an auð, og brátt dreifðist gullið f
ýmsar áttir, týndist og hvarf. „Vér
drekkum," segir Plfníus hinn éldri,
„úr bikurum úr skíra gulli, jafnt
yzt sem innst, og svo er farið til
Indlands til þess að sækja þangað
ennþá dýrmætari og fegurri gripi
af sama tagi, og í þetta óhóf og
yfirlæti eyðist gull okkar...." —
Brátt kom að þv( að gullforðinn
þvarr, aðdrættir frá skattlöndunum
fóru dvínandi, unz ekkert náðist
framar. „Gull er þjóð það sem blóð
er mannslíkamanum," sagði frægur
hagfræðingur. „Meðan það flýtur
um æðarnar, er öllu óhætt. Hægi
það á sér, dofnar fjörið. Hætti það
alveg, er dauðinn vís."
Á næstu öldum var lítið um gull
hvarvetna í Evrópu, og æ minna og
minna, unz að því kom, að farið var
að gera tilraunir til að gera gull,
og fengnir til þess gullgerðarmenn,
alkymistar, sem síðan sátu sveittir
við iðju sína og kom fyrir lítið jafn-
an. Hins vegar varð þetta upphaf
af efnafræðinni, og má þv( segja
að fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott. Á þessum öldum
gullleysis var þó einn sá staður þar
sem nóg var um gull, en það var í
Bysans. En Bysans féll einnig fyrir
hinu sama sem Róm: oflæti og
skartgirni, og hið síðasta af þv(
sem eftir var af gulli Bysans, hvarf
í greipar Tyrkja, þegar þeir rudd-
ust inn í löndin.
Ný öld rann upp með landa-
fundi Kólumbusar og þeirra sem á
eftir fóru. Cortez vann rtki Monte-
zuma og gull flaut ( stríðum straumi
að vestan um öll lönd Evrópu. En
ekki varð þetta til fagnaðar ein-
göngu, miklu heldur til ófarnaðar.
Svo mikið barst að af gulli, að það
lækkaði í verði, og það svo um
munaði, svo sem gerzt hafði í Róm
forðum, og gekk svo smátt og
smátt til þurrðar.
í febrúar 1848 hófst svo nýr
þáttur ( hinni ævintýralegu sögu
af gullinu. Francis Marchall, myllu-
eigandi ( Coloma ( Kalífornfu, þar
sem American River rennur hjá, tók
upp sand ( lófa sinn á eyri við ána,
— og sá þá hvar gullkorn glitruðu
innan um sandkornin. Hann sýndi
þetta jarðeigandanum, svissnesk-
um manni sem hét Suter, og var
ríkur bómullarkaupmaður. Suter sá
þegar ( stað hver uppgötvun hér
hafði verið gerð, en hann þagði
yfir þv( fyrstu vikuna meðan hann
var að vinna úr sandinum fyrstu
30 kílóin af gulli. Þarna var raun-
ar fundin ein hin auðugasta gull-
náma. Brátt barst fréttin út og gull-
leitarmenn fóru að streyma að.
Suter, jarðeigandi alls þess
svæðis sem náman náði yfir, skrif-
aði landstjóra Kalíforníu bréf, og
bað hann gæta hagsmuna sinna og
fól manni, að nafni Charles Benn-
et, að bera bréfið til Monterey, bú-
staðar landstjórans. Bennet, sem
var þegar byrjaður að þvo gull-
sand, hafði með sér Ktinn poka
með gulli f. Hann lagði af stað
ríðandi og tók sér náttstað á bónda-
bæ. Fólkinu þar sýndi hann gull
sitt og sagði því hvar það hefði
fundizt. Þetta heyrði maður nokkur
að nafni Sam Brennan. Eftir tvær
mínútur var hann stiginn á hestbak
og þotinn í logandi spretti til San
Francisco. Síðan barst sú frétt sem
hann flutti, eins og eldur ( sinu um
alla borgina og hvarvetna kvað við
hrópið: „Gull, gull, gull, gull fund-
ið við American River!" Eins og
losnar um snjóskriðu þegar hrópað
er ( fjalli, þustu nú skarar gull-
leitarmanna eins og óðir þangað
sem gullsins var von. „Gullæðið
mikla" var hafið. The Gazette of
San Francisco birti stórletraða for-
stðugrein 16. maf 1848, en stðan
hætti blaðið að koma út um tíma,
Framhald á bls. 41
SEM ÓTAUN ERU, SKIPTAST NOKKURN VEGINN JAFNT MILLI HEIMS-
ÁLFANNA FIMM. ERU ÞAÐ ALLT LITLAR NÁMUR. EN AF GULLI HEFUR
ALDREI VERIÐ MEIRA TIL EN NÚ, OG ER ÞÁ ÁTT VIÐ NUMIÐ GULL OG
UNNIÐ. HEFUR ÞAÐ ALLT AÐ ÞVÍ ÞREFALDAZT Á ÁRUNUM 1956-'65.
18. tbi. VIKAN 5